Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 4
Heilbrigðismál Rannsókn á árangri endurlífgunar eftir hjartastopp utan spítala á höfuðborgarsvæðinu leiðir í ljós að 22 prósent þeirra þar sem reynd er endurlífgun útskrifast af spítala. Erlendis er lifun á bilinu 10 til 20 prósent þar sem best lætur. Nýjasta rannsóknin er frá árunum 2008 til 2014. Niðurstöðurnar leiða í ljós að ekki er marktækur munur á árangri frá síðasta rannsóknartímabili, árunum 2004-2007. „Við höfum alltaf verið með betri niðurstöður en í sambærilegum erlendum rannsóknum. Við erum með stuttan útkallstíma, farsíma- eign var snemma almenn hér á landi, Neyðarlínan hefur virkað vel og við höfum góða stjórn á óvissuþáttum. Það er flott keðja hjá okkur,“ segir Guðrún G. Björnsdóttir læknir og einn rannsakenda. Í sextíu prósentum tilfella voru vitni viðstödd hjartastopp. Tveir af hverjum þremur beittu endurlífgun. Guðrún segir Íslendinga þekkja vel til skyndi- hjálpar og að frammistaða landans sé á við það besta í öðrum löndum. „En gott má alltaf gera betur,“ minnir Guðrún á. „Það hefur gífurleg áhrif að endurlífgun sé reynd strax. Þeir sem hafa verið hnoðaðir frá fyrstu stundu eru með lífvænlegasta taktinn þegar sjúkraflutningamenn koma á staðinn. Það eru fáir sem lifa af sem eru ekki hnoðaðir frá byrjun. Þannig að skyndihjálpin er sá liður sem við getum helst bætt og það er á valdi almennings.“ Niðurstöður fyrrgreindrar rann- sóknar sýna að það eru færri tilfelli hjartastoppa á milli tímabilanna sem borin eru saman. Að sögn Guðrúnar hefur tilfellum kransæðastíflu og dauða vegna krans- æðasjúkdóma einnig fækkað. Mögu- leg afleiðing af því sé færri hjartastopp. „Þetta gefur vísbendingu um að það séu framfarir í meðferð við þessum sjúkdómum, fólk hugsi betur um sig og leiti fyrr til læknis. Áratuga langt átak og forvarnir á þessu sviði eru einnig líklega að skila góðum árangri,“ segir Guðrún. erlabjorg@frettabladid.is Tveir þriðju reyna endurlífgun Framfarir í meðferð, forvarnir og lífsstílsbreyting er talin orsök þess að æ færri fara í hjartastopp. Árangur í endurlífgun hérlendis er góður á heimsvísu. Almenningur bjargar fjölmörgum mannslífum á ári hverju. Hringja og hnoða Guðrún segir viðbrögð við hjartastoppi vera einföld: Aðeins hringja og hnoða og ekki flækja málið með til að mynda munn við munn aðferð. „Hnoðið skiptir öllu máli í hjartastoppi hjá fullorðnum. Það er það sem bjargar lífum ásamt því að þekkja einkenni hjarta- stopps,“ segir Guðrún og bendir á myndbönd á netinu, skyndihjalp. is og skyndihjálparnámskeið Rauða krossins til að fræðast frekar um það. Færri endurlífganir Reyndar endurlífganir á 100.000 íbúa á ári hverju 1987-1990: 46 1991-1996: 39 1999-2002: 33 2004-2007: 27 2008-2014: 25 Hjartastopp utan spítala á höfuðborgarsvæðinu 2008-2014 636 útköll 451 tilfelli þar sem endurlífgun var reynd 78% þeirra voru karlar 69,9 ár var meðalaldur 7 mínútur rúmar var meðalútkallstími 40% komust lifandi á sjúkrahús 22% útskrifuðust af spítala Guðrún G. Björnsdóttir læknir segir frammistöðu almennings á Íslandi í skyndi- hjálp mjög góða en að alltaf megi gera betur. FréttaBlaðið/Vilhelm viðskipti Yfirvöld í Síle hafa opnað landamæri sín að nýju fyrir inn- flutningi á laxahrognum frá Íslandi. Þarlend yfirvöld lögðu á inn- flutningsbann eftir að VHS-veira greindist í fyrsta sinn hér á landi síðastliðið haust, segir í frétt Mat- vælastofnunar. Veiran, sem valdið getur sjúk- dómnum veirublæði í yfir 80 teg- undum fiska, greindist í íslenskum hrognkelsum af villtum uppruna sem notuð eru til undaneldis og framleiðslu á seiðum til að éta lús af laxi í sjókvíum í Færeyjum og Skotlandi. Síle hefur aflétt banni á innflutningi lifandi laxahrogna frá Íslandi Stofnfiskur er eina fyrirtæki heims sem má flytja laxahrogn til Síle. mynd/StoFnFiSkur Í kjölfar greiningarinnar lokuðu yfirvöld í Síle (stofnunin Serna- pesca) samstundis á allan inn- flutning á lifandi laxahrognum frá Íslandi, en innflutningurinn hófst árið 1996. Næstu vikur á eftir framkvæmdi Sernapesca í samstarfi við Matvæla- stofnun umfangsmikið áhættu- mat á smitdreifingu með áherslu á stöðu sjúkdómavarna hjá kyn- bótastöðvum Stofnfisks sem eitt fyrirtækja á heimsvísu hefur haft tilskilin leyfi til að flytja laxahrogn inn til Síle. Auk VHS-veirunnar tók endur- matið einnig til allra hugsanlegra veirusjúkdóma í fiskeldi sem leiddi til umfangsmikillar rannsóknar- vinnu á mögulegri smithættu. Ítarleg skýrsla um málið var gerð opinber í Síle og 4. mars kom form- leg tilkynning frá Sernapesca um að íslenskar kynbótastöðvar stæðust öll skilyrði og hafið væri yfir allan vafa að útflutningur á laxahrognum frá Íslandi til klaks og áframeldis bæri með sér hverfandi líkur á smit- dreifingu. Útflutningur hrogna frá Stofn- fiski til Síle hefst á nýjan leik innan fárra daga. – shá leiðrétt Í frétt blaðsins 9. mars af fundi um kynferðislega áreitni láðist að geta þess að fleiri hafi að honum staðið en ASÍ. Fundurinn var haldinn af ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, Jafnréttisráði og Jafnréttisstofu. Bryan Ferry 16.05.16 Harpa, Eldborg H a r pa . i s B r ya n F e r r y.c o m T i x . i s Það eru fáir sem lifa af sem eru ekki hnoðaðir frá byrjun. Þannig að skyndihjálpin er sá liður sem við getum helst bætt og það er á valdi almennings. Guðrún G. Björnsdóttir læknir Alþingi Alls hafa 27 þingmenn úr öllum flokkum lagt fram þings- ályktunartillögu um að heiðra skuli minningu Íslendinga sem fórust í seinni heimsstyrjöld. Telja megi að minnst 153 Íslendingar hafi fallið í stríðinu þrátt fyrir herleysi Íslands. „Um er að ræða íslensk skip og erlend skip sem höfðu íslenska skip- verja um borð. […] til viðbótar fórust 58 á tveimur skipum, Sviða og Max Pemberton, sem líkur standa til að hafi tengst árekstrum við tundur- dufl,“ segir í greinargerð með til- lögunni. Minnismerki séu víðs vegar um land um þá sem létust á einstaka skipum en enginn minnisvarði um alla sem fórust . „Er því löngu tíma- bært að skipa þeim varanlegan sess í sögu þjóðarinnar.“ Í tillögunni er varpað fram hug- myndum um minnisvarða með nöfnum allra sem fórust sem og tileinkun sérstaks dags í minningu þeirra. – þea Minnisvarði um látna í stríðinu stjórnmál Sérstakar umræður fóru fram á Alþingi í gær um arðgreiðslur tryggingafyrirtækjanna. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, var málshefjandi og var Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra til andsvara. „Það er lítil eftirspurn eftir græðginni og það er lítil eftirspurn eftir baktjalda- makki,“ sagði Steingrímur í upphaf umræðunnar. „Viðbrögð almennings undanfarna daga hafa sýnt það.“ Steingrímur spurði fjármálaráð- herra hvort ekki þyrfti að grípa til aðgerða á borð við lagasetningu um að svokölluðu umframgjaldþoli trygg- ingarfyrirtækjanna yrði deilt með almenningi væri það tekið út eða að settur væri tekjuskattsauki á umfram- hagnað þeirra. „Þetta mál í heild sinni er áminning um það að atvinnulífið þurfi að átta sig betur á því að við stöndum öll saman í því að endurheimta traust í landinu,“ sagði Bjarni. „Menn telji það geta gengið á Íslandi í dag að hækka iðgjöld á lögboðnum tryggingum og á sama tíma að taka út margra ára uppsafnaðan arð. Það er lítil þolinmæði fyrir því.“ Bjarni sagði hins vegar að Fjármála- eftirlitið hefði staðfest að þrátt fyrir háar arðgreiðslur standi fyrirtækin sterkum fótum og ekkert bendi til þess að þau geti ekki þjónustað sína viðskiptavini. Hann sagði marga þing- menn taka fulldjúpt í árinni með því að segja að verið sé að hola fyrirtækin að innan. Þá taldi Bjarni ekki skynsamlegt að hið opinbera skipti sér af því hvernig einkafyrirtæki ráðstafi hagnaði sínum. „Eiga menn að deila með viðskipta- vinum umframhagnaði? Mín skoðun er sú að löggjafinn eigi ekki að skipta sér af því,“ sagði ráðherra. Tvö tryggingafélög, Sjóvá og VÍS, tilkynntu í gær um lækkun á arð- greiðslum úr bótasjóðum til hluthafa sinna. Sjóvá lækkar arðgreiðslur sínar úr 3,1 milljarði króna í 657 milljónir króna. VÍS lækkar arðgreiðslur sínar um þrjá milljarða, úr fimm í tvo. Stjórn Sjóvár lagði fram breytingar- tillögu á upphaflegu tillögunni um arðgreiðslur: „Í ljósi viðbragða við fyrirliggjandi tillögu stjórnar um arð- greiðslu og yfirstandandi orðspors- áhættu hefur stjórnin ákveðið að endurskoða þá tillögu sína.“ Stjórn VÍS tekur í svipaðan streng og stjórn Sjóvár varðandi orðspor fyrir- tækisins. – srs Tryggingafélög bakka með arðgreiðslur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra FréttaBlaðið/Velhelm Stríðið tók 153 íslensk líf áður en Þjóð- verjar gáfust upp í maí 1945. FréttaBlaðið/aFP 1 1 . m A r s 2 0 1 6 F Ö s t U D A g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð 1 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 B C -2 C C C 1 8 B C -2 B 9 0 1 8 B C -2 A 5 4 1 8 B C -2 9 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.