Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 48
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Guðmundur Óskar
Guðmundsson
Heiðarbraut 57, Akranesi,
er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Þorgerður Ólafsdóttir, börn og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, sonur,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Bragi Erlendsson
Prestastíg 11,
lést á líknardeild LSH í Kópavogi þann
24. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Ása Norðdahl
Jóhanna Jónsdóttir
Margrét Bragadóttir Bjarni Jakobsson
Bragi Bragason Elsa Björnsdóttir
Sigurður Óli Bragason Unnur Guðrún Unnarsdóttir
Sunna Bragadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
Matthildur Finnbogadóttir
Tunguvegi 32,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
6. mars. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 21. mars kl. 15.00.
Hörður Ómar Guðjónsson Eyrún Anna Ívarsdóttir
Sigurður Óli Baldursson
Gísli Baldursson
Kristinn Óskar Baldursson
Heimir Baldursson
Hlín Baldursdóttir Víðir Sigurðsson
Þórdís Baldursdóttir
Vilborg Baldursdóttir
Solveig Baldursdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
Þóru Magnúsdóttur
Bræðraborgarstíg 30.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 12G á
Landspítalanum og starfsfólks líknardeildarinnar í
Kópavogi fyrir góða umönnun og umhyggju.
Kristín Ingvadóttir Hilmar Karlsson
Magnús Ingvason Olga Björt Þórðardóttir
Katrín Lovísa Ingvadóttir Páll Baldvin Baldvinsson
Þóra, Birna, Brynja, Magnús og Kári
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Anna Jens ś Óskarsdóttir
sem lést miðvikudaginn 2. mars,
verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju, mánudaginn
14. mars kl. 13.00.
Óskar Þórðarson Sue Þórðarson
Reynir Þórðarson Stefanía Kristín Sigurðardóttir
Margrjet Þórðardóttir Arnór Skúlason
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir sendum við öllum
þeim sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
Arnar Jónssonar
Sæbóli 38,
Grundarfirði.
Sigríður Gísladóttir
Jóhann Arnarson Margrét L. Brynjarsdóttir
Sigríður G. Arnardóttir Hinrik Konráðsson
Gísli Valur Arnarson Karen Ósk Þórisdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Úlfar Benónýsson
Kristnibraut 77,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir,
sunnudaginn 6. mars. Útför hans fer
fram frá Grafarvogskirkju í Reykjavík
mánudaginn 14. mars kl. 13.00.
Margrét Jónsdóttir
Laufey Úlfarsdóttir Jón Ingi Georgsson
Inga Jóna Úlfarsdóttir Daði Ragnarsson
Úlfar Pálsson
Fannar Pálsson
Rakel Rúnarsdóttir
Heinz Ratz er þýskur tónlistarmaður. Hann á nú í samstarfi við íslenska tónlistarmenn og vill breiða út boðskap sinn um náungakærleik og
virðingu. FRéttablaðið/anton bRink
Viðburður „Á meðal flóttamannanna
eru stórkostlegir tónlistarmenn. Gagn-
rýnar raddir sinnar þjóðar sem hafa
þurft að flýja heimalandið,“ segir Heinz
Ratz, þýskur tónlistarmaður og skáld,
sem heldur nokkra fyrirlestra hér á
landi næstu daga. Sá fyrsti fer fram í dag
í Háskólanum í Reykjavík klukkan 12.
Heinz vinnur hörðum höndum að því
að kalla fram það besta í því fólki sem
hefst við í flóttamannabúðum í Þýska-
landi. Góðgerðarstarfsemi hans er ekki
alltaf tekið fagnandi. „Það koma stans-
laust upp vandamál. Það er sístækkandi
öfga-hægrisena í Þýskalandi en líka
valdamikil íhaldsöfl sem vilja koma í veg
fyrir aðlögun flóttafólks að þjóðfélaginu.
Í hvert sinn sem við túrum með flótta-
mönnum er okkur fylgt af lögreglunni
því þeim er ekki leyft að ferðast án leyfis.
Þeir mega ekki vinna og ekki eignast
peninga.“
Hugmynd Heinz kviknaði þegar hann
rifjaði upp fögur fyrirheit Evrópuleið-
toga í kjölfar seinni heimsstyrjaldar-
innar. „Allt sem þú heyrir um Evrópu
núna snýst um peninga og viðskipti.
Við þurfum að einbeita okkur aftur að
því að Evrópa sé suðupunktur ólíkra
menningarheima. Evrópa var endur-
reist í kjölfar tveggja hræðilegra stríða,
á þeirri hugmynd að við ættum að virða
hvert annað, skilja hvert annað og tala
hvert við annað.“
Í gegnum tónlistina reynir Heinz að
gefa flóttamönnum tilgang að nýju og
færa þeim gleði. „Ég kynntist konu sem
er píanóleikari og kennari frá Íran. Það
veit enginn af hennar hæfileikum og hún
hefur ekki efni á að kaupa sér píanó. Eftir
fjögur ár í Þýskalandi hafði hún ekki
snert píanó.“
Hann segir mikinn kraft losna úr
læðingi í verkefninu. „Í fyrsta sinn sem
þau koma á svið og spila á hljóðfærið sitt
aftur er hægt að sjá hvernig þunglyndið
og flóttinn líður úr þeim. Það er eins og
að vera endurfæddur. Það er nauðsyn-
legt að hafa eitthvað fyrir stafni og þróa
hæfileika sína. En það er ekki hægt fyrir
flóttamenn í Þýskalandi.“
Eins og áður sagði er Heinz hingað
kominn til að halda fyrirlestra um
hugmyndir sínar og upplifanir í flótta-
mannabúðum Þýskalands. Málstofan
í hádeginu í Háskólanum í Reykjavík í
dag er opin öllum og aðgangur er ókeyp-
is. Á mánudaginn næsta heldur hann
aftur fyrirlestur í sal Háskólans á Bifröst
við Suðurgötu 10 í Reykjavík. „Tónlist er
ótrúlegt vopn. Þú getur breytt hlutunum
með tónlist á miklu betri hátt en með
stríði.“ snaeros@frettabladid.is
Tónlist betra vopn í
baráttunni en byssur
Tónlistarmaðurinn Heinz Ratz er staddur hér á landi til að kynna aðgerðir sínar í þágu
hælisleitenda í Þýskalandi. Hann hefur lent upp á kant við yfirvöld fyrir að vilja hjálpa.
Miklir tónlistarmenn geta ekki ræktað hæfileika sína í flóttamannabúðum.
Það er nauðsynlegt að
hafa eitthvað fyrir
stafni og þróa hæfileika sína. En
það er ekki hægt fyrir flótta-
menn í Þýskalandi.
Heinz Ratz tónlistarmaður
1 1 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T u D a G u r28 T í m a m ó T ∙ F r É T T a b L a ð i ð
tímamót
1
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
B
C
-1
D
F
C
1
8
B
C
-1
C
C
0
1
8
B
C
-1
B
8
4
1
8
B
C
-1
A
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K