Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 36
Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir vöruhönnuður. MYND/PJETUR
Vöruhönnuðinum Ingibjörgu Hönnu
Bjarnadóttur hefur alltaf þótt
skemmtilegt að skapa og hún segist
kunna vel við friðinn sem hún finn-
ur innra með sér í sköpunarferlinu.
Upphaflega starfaði hún sem graf-
ískur hönnuður en svo fór vöruhönn-
unin að toga í hana að eigin sögn.
„Þetta byrjaði sem smá skot en
svo tók ástríðan algjörlega yfir
og allt í einu var ég bara búin
að svissa alveg yfir í vöruhönn-
un. Fyrsta skotið var þegar við
Dagný Kristjánsdóttir hönnuðum
saman mjólkur glösin Fjölskyldan
mín árið 2005. Vöruhönnun náði
mér svo alveg þegar ég hannaði
Krumma herðatré árið 2007 sem
kom á markað ári síðar og fór strax
á algjört flug út um allan heim. Ég
fékk daglega tölvupóst frá erlend-
um blöðum sem vildu birta myndir
af Krumma og boð á erlendar hönn-
unar- og listasýningar. Síðan þá hef
ég verið að byggja upp hönnunar-
merkið mitt IHANNA HOME.“
Ingibjörg tekur þátt í þremur
sýningum á HönnunarMars sem
stendur yfir þessa dagana. Sýning-
in Bylgjur: undir íslenskum áhrif-
um fer fram í Epal í Skeifunni, í til-
efni 40 ára afmælis verslunarinn-
ar. Þar voru sex hönnuðir, tveir frá
Íslandi og fjórir frá Danmörku,
fengnir til að hanna nýjar vörur
út frá íslenskum innblæstri. „Hóp-
urinn dvaldi í fjóra daga á Lista-
setrinu Bæ þar sem við skiptumst
á hugmyndum, ræddum íslenska
menningu og kynntumst mismun-
andi hráefni. Ég vissi það ekki fyrr
en á degi tvö hvaða dönsku hönn-
uðir þetta voru og komst að því,
mér til mikillar gleði, að ég þekkti
margar vörur þeirra enda miklar
hönnunarstjörnur.“
Gjöfult samstarf
Ingibjörg hannaði, ásamt Ragn-
heiði Ösp, mottuna Hljóðbylgju en
mynstrið sækir áhrif í flæði tón-
listar og spennunnar á milli hljóðs
og þagnar að sögn Ingibjargar.
„Okkur líkaði samstarfið það vel
að við hönnuðum trefla til viðbót-
ar sem bera nafnið Hitabylgja.
Mynstrið á treflinum vísar í hita-
bylgjuna og sýnir spennu á milli
hita og kulda og vetrar og sum-
ars. Auk þess sýni ég værðarvoð
sem ég kalla VATN og Glófi prjón-
ar fyrir mig.“
Ingibjörg tekur einnig þátt í
annarri sýningu í Epal. Um er
að ræða árlega sýningu í tengsl-
um við HönnunarMars þar sem
sýnd er áhugaverð hönnun eftir
fjölbreyttan hóp hönnuða, bæði
þekkta og óþekkta. „Ég hef tekið
þátt í þeirri sýningu frá byrjun
og í ár sýni ég sængurverin Mis-
Match sem er óður til ósamstæðra
sængurvera og Mountains þar sem
+ og – myndar fjöll, hlíðar og dali.
Einnig sýni ég veggspjöldin Ex-
perience og Pink Mountains.“
Að lokum má nefna sýninguna
Samskot sem haldin er í Stöðla-
koti við Bókhlöðustíg þessa dag-
ana. Þar sýnir hópur hönnuða,
sem kallar sig … LOVE, REYKJA-
VÍK, verk sín en auk þeirra slást
með í för finnski skartgripahönn-
uðurinn Katariina Guthwert,
Reykjavík Raincoats og Arc-Tic
watches. „Þetta er mjög fjölbreytt
og skemmtileg sýning í yndis-
lega fallegu húsi sem hefur mikla
sögu.“
ástríðan tók
alGjörleGa yfir
HönnunarMars er annasamur tími hjá vöruhönnuðinum Ingibjörgu
Hönnu Bjarnadóttur en hún tekur þar þátt í þremur sýningum.
Efri myndir sýna verk Ingibjargar sem sýnd eru á HönnunarMars, þ. á m. mottan Hljóðbylgja sem er bæði svört og bleik en
mottuna hannaði hún með Ragnheiði Ösp. Svarthvíti trefillinn heitir Hitabylgja. Fyrir neðan eru eldri verk Ingibjargar.
MYND/PJETUR
MYND/PJETUR
MYND/úR EINkaSaFNI MYND/úR EINkaSaFNI
Nánari upplýsingar á
Texasborgarar.is
og Facebook
Texas-kántrí á sunnudögum
Goðsögnin Johnny King ríður á vaðið 13. mars kl. 15.
Kóngurinn flytur eigin lög og annarra ásamt
gestaspilurum og -söngvurum.
Skotheldur sunnudagsbíltúr. Frítt inn.
Nýir sælkeraréttir
Nautalundaborgari – 1.690 kr.
með frönskum, laukstráum og bernaise
Lúxus-humarpítsa – 1.990 kr.
með humri, rauðlauk, papriku og hvítlauk
Johnny King á Texasborgurum!
af Texas-
ostborgara með
frönskum.
Aðeins 1.290 kr.
fyrir tvo.
Klipptu miðann út
og hafðu með þér.
Gildir til 15.4. 2016.
2
FYRIR
1
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Vorbuxurnar komnar!
Str. 2-9
(38-52/54)
Kr.
4.990.-
6 litir
1 1 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r10 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l
1
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
B
C
-3
6
A
C
1
8
B
C
-3
5
7
0
1
8
B
C
-3
4
3
4
1
8
B
C
-3
2
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K