Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 16
Föstudagsviðtalið Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Við vorum að afgreiða frá okkur frumvarp um fullnustu refsinga. Við erum með breytinga-tillögur sem í megin- dráttum ganga út á að við viljum auka úrræði sem kallast samfélagsþjónusta og rafrænt eftirlit. Við erum að leggja til að ráðherra stofni starfshóp sem móti tillögur að frekari breytingum á löggjöfinni þannig að við notum raf- rænt eftirlit í meiri mæli,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Hvernig ákveðið þið hver getur fengið að fara í rafrænt eftirlit? „Lögin verða alltaf að gefa rammann. T.d hvaða brotaflokkar og hvers konar brot það eru þar sem menn geta upp- fyllt skilyrði til að afplána með þessum hætti. En það verður aldrei hjá því komist í fangelsiskerfinu að teknar séu matskenndar ákvarðanir, því miður.“ Myndir þú vilja ganga jafn langt í þessum efnum og til að mynda Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar fram- tíðar, sem segir hreinlega, ef þú ert ekki hættulegur öðru fólki þá átt þú ekki að sitja í fangelsi? „Já, í ákveðnum brotaflokkum er það einfaldlega þannig. Svo ekki sé minnst á að menn eru að bíða alltof lengi eftir að fá að sitja af sér. Kerfið okkar er dýrt og hægvirkt. Það vantar fjármagn. Allir eiga skilið annað tækifæri og út á það gengur kerfið. Við eigum að líta á það sem okkar aðalmarkmið að það komi betri ein- staklingar út eftir að hafa afplánað refsingu. Og hluti af því að það gerist er hvernig menn sitja af sér.“ Hún segir samfélagsþjónustu hafa gefið góða raun og það sé skoðun nefndarmanna að hana eigi að nota í auknum mæli. „Við viljum að það sé skoðað hvort gefa eigi dómurum þá heimild að dæma samfélagsþjónustu þannig að það sé ekki bara Fang- elsismálastofnun sem fari með mats- kennda ákvörðun um það hverjir eigi að fara inn í það úrræði.“ „Rannsóknir hafa sýnt að þótt þú þyngir refsingar þá skilar það ekki þeim árangri að menn hætti að brjóta af sér. Það er meira hvernig haldið er utan um einstaklinginn meðan hann er að afplána. Það er refsing að vera í samfélagsþjónustu. Það er líka refs- ing að vera í rafrænu eftirliti. Þetta er frelsissvipting.“ Sex ára í kosningabaráttu Unnur hefur vakið talsverða athygli fyrir vasklega framgöngu á þinginu. Hún er alin upp á bóndabænum Búðarhóli í Austur-Landeyjum, yngst níu systkina. „Fyrsta kosningabaráttan sem ég man eftir var 1980 þegar Vigdís bauð sig fram til forseta.“ Unnur var þá sex ára gömul og mikið í mun að móðir hennar myndi kjósa Vigdísi til for- seta sem var þvert á skoðun föður hennar. „Ég er afskaplega stolt yfir að hafa tekið þátt í þessari baráttu. Á þessum tíma var lítið annað að gerast í sjónvarpinu en fréttir og eldhús- dagsumræður sem ég horfði alltaf á með pabba. Mig dreymdi um að fá að halda ræðu á eldhúsdegi. Ég hef fengið að gera það tvisvar og hef sagt við vini mína að ég sé búin að ná öllum mínum markmiðum í stjórnmálum og geti þess vegna bara hætt,“ segir hún hlæjandi. Eftir að hafa útskrifast frá Mennta- skólanum á Laugarvatni lá leiðin í Háskóla Íslands í lögfræði. Þar hófust afskipti hennar af stjórnmálum, í Vöku. Hún segir það ekki alltaf hafa legið beinast við að fara í stjórnmál. „Ég man ekki eftir því en vinir mínir segja að það hafi legið fyrir frá því við vorum í gagnfræðaskóla. Ég var alltaf að spá í því hvað við ættum að fá og hvernig kennarar ættu að koma fram,“ segir hún kímin og viðurkennir að vera dálítið stjórnsöm. „Kennarinn minn sagði um mig Popúlismi aðalvandi stjórnmálanna Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, ræðir ferilinn í pólitíkinni, stöðu Sjálfstæðisflokksins og flóttamannamálin sem eru henni sérstaklega hugleikin. Hún braust út úr kassa hefðbundna stjórnmálamannsins, rakaði á sér hárið og fékk skammir frá flokksmönnum fyrir. ↣ fréttablaðið/ernir 1 1 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r16 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð 1 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 B C -1 4 1 C 1 8 B C -1 2 E 0 1 8 B C -1 1 A 4 1 8 B C -1 0 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.