Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 8
menning „Staða safnsins er veru-
lega slæm og hefur verið það allan
tímann í tíð þessarar ríkisstjórnar –
því er sýnt mikið afskipta- og metn-
aðarleysi,“ segir Hilmar J. Malmquist,
forstöðumaður Náttúruminjasafns-
ins, sem hefur um árabil barist fyrir
því í samstarfi við borgaryfirvöld og
einkaaðila að grunnsýning safnsins
yrði sett upp í Perlunni með aðkomu
stjórnvalda. Sú vinna mætti frá upp-
hafi tómlæti Illuga Gunnarssonar
ráðherra og annarra innan mennta-
og menningarmálaráðuneytisins, að
sögn Hilmars.
Reykjavíkurborg tilkynnti fyrir
helgi að gengið yrði til samninga við
Perlu norðursins ehf. um leigu á Perl-
unni en félagið hyggst setja upp veg-
lega náttúrusýningu í húsinu. Áætlað
er að stofnkostnaður sýningarinnar
verði hátt í tveir milljarðar króna.
Hluthafar eru Landsbréf/ITF1, Perlu-
vinir ehf. og Saltland ehf. & Lappland
ehf.
Hilmar segir að safnið sé í stór-
undarlegri stöðu nú þegar nátt-
úrusýning einkaaðila í Perlunni er
fyrirséð. Eins og frá stofnun þess er
safnið án eigin húsnæðis til sýningar-
halds, og nú eru einkaaðilar að fara
að rækja lögbundnar skyldur höfuð-
safns þjóðarinnar. Náttúruminja-
safnið kemur vissulega óbeint að
þessari vinnu með faglegri ráðgjöf,
en samningur liggur fyrir um slíkt
við Perluvini. Hvað það þýðir í fram-
haldinu, telur Hilmar ekki ljóst.
Hilmar hefur bent á að Náttúru-
minjasafnið sé skilgreint sem ein
af lykilstofnunum landsins á sviði
miðlunar og fræðslu í náttúrufræð-
um og lögum samkvæmt á stofnunin
að hafa sömu stöðu og hin höfuð-
söfnin tvö, Þjóðminjasafn Íslands og
Listasafn Íslands. Stöðu sinnar vegna
sem fræðslu- og menntastofnanir á
vegum ríkisins hafa höfuðsöfnin
sérstöðu og hlutverki þeirra verður
ekki sinnt af einkaaðilum nema að
takmörkuðu leyti.
„Það eru gríðarleg vonbrigði að
ríkisvaldið skuli ekki styðja ein-
hverja aðkomu safnsins að þessu
verkefni á þessum tímapunkti,“ segir
Hilmar en bætir við að það sé svo
sem í takt við áherslur ríkisstjórnar-
innar varðandi einkavæðingu sam-
félagslegrar þjónustu. „Alla vega
hefur ráðherra hafnað þeirri leið að
ríkið annist þetta, en líka að safnið
komi að verkefninu með öðrum.
Ráðherra verður að gefa upp hvert
hann er að stefna með þetta safn. Ég
hef óskað eftir fundum með honum
um málefnið en hefur lítið orðið
ágengt,“ segir Hilmar sem hefur áður
bent á að árlegt rekstrarfé síðastliðin
níu ár hefur að jafnaði numið um 25
milljónum króna – á verðlagi hvers
árs, en á sama tíma hafa launavísi-
tala, neysluvísitala og byggingarvísi-
tala hækkað um 45 til 52 prósent og
framlögin dragast því jafnt og þétt
saman allt tímabilið.
Ríkisendurskoðun hefur í tví-
gang, fyrst árið 2012 og aftur í maí
2015, fjallað um málefni Náttúru-
minjasafnsins og bent Alþingi á að
fjárheimildir til höfuðsafnsins séu
óásættanlegar og hindri safnið í að
uppfylla lögbundnar skyldur sínar.
svavar@frettabladid.is
Höfuðsafn í stórfurðulegri aðstöðu
Forstöðumaður segir stöðu Náttúruminjasafns Íslands stórundarlega nú þegar einkaaðilar setja á fót náttúrusýningu í Perlunni. Hann
segir menntamálaráðherra hafa sýnt safninu algjört tómlæti. Safnið sé húsnæðislaust og fjársvelt.
Lögbundnar skyldur eins þriggja höfuðsafna Íslands eru nú í höndum einkahlutafélags. fréttabLaðið/gva
Hefur aldrei getað sinnt lögbundnum skyldum
l Náttúruminjasafn Íslands er
eitt þriggja höfuðsafna landsins
auk Listasafns Íslands og Þjóð-
minjasafns Íslands og starfar
samkvæmt lögum um Náttúru-
minjasafn Íslands og Safna-
lögum.
l Í Náttúruminjasafnslögum segir:
„Hlutverk Náttúruminjasafns Ís-
lands er að varpa ljósi á náttúru
Íslands, náttúrusögu landsins,
nýtingu náttúruauðlinda og
náttúruvernd, auk þess að
varpa ljósi á samspil manns og
náttúru og á náttúru landsins í
alþjóðlegu samhengi. […] Safnið
skal miðla fræðslu um íslenska
náttúru til skóla, fjölmiðla og
almennings. Safnið annast rann-
sóknir á starfssviði sínu.
l Í Safnalögum segir: „Með
söfnun, skráningu, varðveislu,
rannsóknum, sýningum og
annarri miðlun er það hlutverk
safna að tryggja menningar- og
náttúruarf Íslands, varpa ljósi á
menningar-, náttúru- og lista-
sögu landsins, styrkja safnkost
og heimildasöfnun innan síns
sérsviðs og gera safnkost sinn
og heimildasöfn aðgengileg
almenningi og fræðimönnum.
Í starfi sínu skulu söfn hafa
að leiðarljósi að auka lífsgæði
manna með því að efla skilning
á þróun og stöðu menningar,
lista, náttúru eða vísinda.“
Ráðherra verður að
gefa upp hvert hann
er að stefna með þetta safn.
Ég hef óskað eftir fundum
með honum um málefnið en
hefur lítið orðið
ágengt.
Hilmar J. Malm-
quist, forstöðu-
maður Náttúru-
minjasafns Íslands
Birting viðauka við grunnlýsingu
Útgefandi: Reitir fasteignafélag hf., kt. 711208-0700, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Reitir fasteignafélag hf. hefur birt viðauka við grunnlýsingu dagsetta 3. desember 2015
sem birt var í tengslum við útgáfuramma skuldabréfa. Viðaukinn er dagsettur 10. mars
2016 og inniheldur upplýsingar sem félagið hefur birt í tengslum við viðvarandi upplýs-
ingaskyldu frá birtingu grunnlýsingarinnar. Viðaukinn er staðfestur af Fjármálaeftirlitinu
og skoðast sem hluti af grunnlýsingunni.
Viðaukinn er birtur á vefsíðu útgefanda, www.reitir.is/fjarfestar. Grunnlýsinguna og við-
aukann má nálgast á vefsíðunni á gildistíma grunnlýsingarinnar og hjá útgefanda á skrif-
stofu félagsins í Kringlunni 4-12 í Reykjavík.
Reykjavík, 11. mars 2016
Stjórn Reita fasteignafélags hf.
Kringlan 4–12
103 Reykjavík
www.reitir.is
575 9000
Bandaríkin Leiðtogar Bandaríkj-
anna og Kanada heita því að lönd
þeirra hafi forystu um að draga úr
notkun kolefna.
Justin Trudeau, forsætisráð-
herra Kanada, og Barack Obama
Bandaríkjaforseti skýrðu frá þessu
í Washington í gær.
Þeir segjast með þessu vilja
fylgja eftir samkomulaginu, sem
tókst á alþjóðlegu loftslagsráð-
stefnunni í París í lok síðasta árs.
„Báðir leiðtogarnir líta svo á að
Parísarsamkomulagið hafi mark-
að tímamót í alþjóðlegri baráttu
gegn loftslagsbreytingum og við
að tryggja hagvöxt með nýtingu
endurnýjanlegra orkugjafa,“ segir
í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.
Trudeau er í opinberri heimsókn
í Bandaríkjunum, fyrstur kana-
dískra forsætisráðherra í nærri
tvo áratugi.
„Það var kominn tími til,“ sagði
Obama þegar hann tók á móti
Trud eau, og tók fram að þeir hefðu
svipað viðhorf til heimsins.
Trudeau tók undir þetta og
hugði gott til glóðarinnar: „Nú
skulum við taka til hendinni við að
móta okkar sameiginlegu framtíð.“
Obama á minna en ár eftir í
embættinu en Trudeau var kosinn
fyrir fáeinum mánuðum.
Bæði löndin hafa lengst af staðið
sig illa í loftslagsmálum. – gb
Ætla að hafa forystu
í loftslagsmálum
trudeau er fyrsti forsætisráðherra í 19 ár sem boðið er í opinbera heimsókn til
bandaríkjanna. fréttabLaðið/EPa
1 1 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U d a g U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð
1
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
B
C
-5
4
4
C
1
8
B
C
-5
3
1
0
1
8
B
C
-5
1
D
4
1
8
B
C
-5
0
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K