Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 18
 Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn að Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, þriðjudaginn 22. mars nk. kl. 18:00. DAGSKRÁ Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins Stjórn Verslunarmannafélags Suðurnesja að ég væri að stjórna bekknum. Ég veit ég á það til að vera svolítið stjórn- söm. Það eru kostir og gallar við það. Maður verður svolítið frekur, kannski er það af því að ég er yngst og maður þurfti að láta heyra í sér svo einhver myndi hlusta,“ segir Unnur og hlær. Útskrifuð úr lagadeild lá leiðin til Ísafjarðar þar sem hún starfaði sem fulltrúi sýslumanns auk þess sem hún sinnti formennsku fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ. „Ísfirðingum fannst ágætt að fá utanaðkomandi. Það höfðu þá verið talsverðar innanflokksværingar í kjöl- far prófkjörs. Þetta var mikið traust sem mér var sýnt.“ Ekkert púkkað upp á hina Hún segir aldrei annan flokk en Sjálfstæðisflokk hafa komið til greina. Þar spili uppeldið inn í. „Pabbi var sjálfstæðismaður. Það var talað mikið um pólitík. Mágur minn var framsóknarmaður. Það voru miklar umræður og horft á kosninga- sjónvarp og rifist um pólitík heima. Þá varð ég alveg sannfærð um að ég væri ekki framsóknarmaður. Á þessum tíma fyrir austan fjall var nefnilega ekki til annað en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Í Rangárvallasýslu versluðu sjálfstæðismenn á Hellu og framsóknarmenn á Hvolsvelli. Við keyrðum alltaf í gegnum Hvolsvöll yfir á Hellu til þess að versla. Maður hafði eiginlega ekki komið inn í kaup- félagið á Hvolsvelli fyrr en maður var orðinn unglingur,“ segir Unnur og skellir upp úr. „Svona var samfélagið sem maður ólst upp í. Þú sýndir með fótunum hvern þú studdir og varst ekkert að púkka upp á hina. Þetta er auðvitað tími sem er liðinn, sem betur fer.“ Stundum hefur verið talað um að konur eigi erfitt uppdráttar innan flokksins. Hefur þú upplifað það? „Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert fullkominn. Þar hefur verið erfitt fyrir konur að hasla sér völl, það er ekki hægt að neita því. Ég hins vegar kem úr Suðurkjördæmi og fyrir síðustu alþingis kosningar voru konur í tveimur efstu sætunum. Ragnheiður Elín í efsta sæti og ég í öðru. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti í sögu flokksins sem þetta er staðan á framboðslista til alþingis- kosninga. Sýnir að við erum búin að ná árangri. Við gerðum þetta í prófkjöri, á eigin verðleikum. Ég vil trúa að þetta sé hægt en það tekur afskaplega langan tíma. Ég trúi því að jafnrétti kynjanna sé sjónarmið sem maður eigi að hafa í kollinum alla daga. Ég á stelpu og strák og vil að þau hafi jöfn tækifæri. Ég vil að dóttir mín geti orðið hæstaréttar- dómari ef hún vill það.“ Stefnan þarf að birtast í verkum Unga fólkið er að hverfa frá flokkn- um. Unnur Brá vill að flokkurinn horfist í augu við það. „Við þurfum að taka skilaboðin sem við erum að fá í skoðanakönnunum alvarlega. Sérstaklega hvað varðar unga fólkið. Það segist kjósa aðra flokka. Það er stórt vandamál fyrir okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf haft mikinn hljómgrunn meðal ungs fólks. Ég tel að hugmyndafræðin eigi sóknarfæri í þann hóp vegna þess að ungt fólk í stórum stíl hefur trú á frelsi, það vill lítil ríkisafskipti og vill fá að ákveða hlutina sjálft.“ Hún segir vandann hugsanlega þann að ungt fólk sjái þessa hug- myndafræði ekki birtast í verkum flokksins. „Þegar maður er að vinna þingstörf gerist það að maður fer á kaf í verkefnið og gleymir að hugsa um prinsippið. Það gengur ekki að láta stjórnast af popúlisma.“ Allt til að komast í fréttir Unnur segir popúlisma raunar ein- kenna stjórnmálin þar sem stjórn- málamenn reyni allt til að fanga athygli sjónvarpsmyndavéla. „Ég myndi segja að popúlismi væri aðalvandamál stjórnmálanna í dag. Það er bara svo einfalt að komast í sjónvarp. Ef þú ert niðri á þingi og tekur orðið í þeim dagskrárlið sem er störf þingsins þá veistu að sjónvarpið er þar. Og þú veist að ef þú segir eitthvað nógu krass- andi kemstu í kvöldfréttirnar. Það er ríkt í stjórnmálamönnum að vilja athygli, stjórnmálamenn eru egóistar og ég er það líka. Maður þarf að reyna að hemja þann hluta af sér,“ segir Unnur og hlær. „Maður er í þessu til að breyta samfélaginu til hins betra en hinn púkinn er alltaf þarna. Stundum tekur hann stjórnina af þingmönnum. Það er afskaplega freistandi að komast í sjónvarpið og þá er það oft út af einhverjum eða út af setningum sem eru ekkert byggðar á þekkingu eða upplýsingum. Það er hættulegt. Svo er erfitt að snúa til baka þegar þú ert búinn að segja eitthvað svoleiðis.“ Sérstaklega sé þetta áberandi í umræðu um flóttafólk. Finnst þér við þurfa gera betur í flóttamannamálum? „Já, og við erum að gera betur. Þegar Hanna Birna var innanríkisráðherra bjó hún til þverpólitíska nefnd sem fjallaði um útlendingamál. Það er vinna sem á sér enga hliðstæðu í undir búningi löggjafar á Íslandi. Það að við ákveðum að setjast öll niður með svona erfitt verkefni sem getur svo auðveldlega sprungið í hönd- unum á okkur. Það er svo auðvelt að ákveða að vera ósammala.“ Frumvarpið er framför Helgi Hrafn Gunnarsson telur gríðarlega afturför að taka burt rétt umsækjanda til að koma fram fyrir kærunefndina. Er eitthvað til í þessum orðum Helga? „Það er ekki þannig að fólk fari inn í kerfið án þess að nokkur hitti það. Það er ekki stefnan og væri ekki góð stjórnsýsla. Þetta frumvarp er framför. Það er engum til góðs að bíða lengi eftir niður stöðu. Við erum búin að laga málsmeðferðina mikið. Útlendinga- stofnun hefur verið að straumlínulaga sitt kerfi og hefur gengið vel á undan- förnum mánuðum, þrátt fyrir mikla fjölgun umsókna. Við höfum sett meira fjármagn í málaflokkinn. Svo þurfum við að halda fólki í starfi þannig að það geti aflað sér þekkingar og tekið utan um málin – afgreitt þau af meiri festu og ákveðni. Þegar álagið var sem mest var starfsfólk að gefast upp.“ Fyrir okkur sem fyrir utan stöndum virðast dvalarleyfi stundum geðþótta- ákvarðanir, t.d. geti það haft úrslita- áhrif ef málin komast í fjölmiðla. „Ég trúi því að það sé ekki þann- ig. Við heyrum ekki af öllum málum í fjölmiðlum. Við erum ekki með öll gögn þegar verið er að fjalla um mál í fjölmiðlum, eðlilega ekki, þar sem um er að ræða persónuupplýsingar. Þannig að löggjafinn á að tryggja að lagaramminn sé skýr. Það sé skýrt hvaða kröfur sé verið að gera og það sé hægt að vinna þannig eftir þeim að það taki ekki áraraðir að fá úrlausn sinna mála.“ Að slást við félaga og vini Unnur Brá segir erfitt að eiga góða vini í pólitík. „Ég á vini og kunningja í þinginu, en svo kemur að því að þú þarft að fara í prófkjör. Þá ertu að slást við félaga þína og samstarfs- menn. Einlægir vinir þínir eru ekk- ert endilega í þínum flokki. Ég á vini á ýmsum sviðum í þinginu og marga kunningja. Vináttan ristir kannski ekki alltaf mjög djúpt því það getur komið að því að þú þarft að vera á móti viðkomandi eða hreinlega hjóla í hann í prófkjöri.“ Er fólk með allar klær úti í prófkjör- um? „ Nei, þú velur hvernig þú kemur fram. Ég hef ekki lent í leðjuslag í próf- kjörum. Ég hef fundið að fólk hefur upplifað að ég hjóli í það. Þegar maður er að bjóða sig fram t.d. í sama sæti og einhver sem maður þekkir vel. Það er sárt og það er gríðarlega sárt örugg- lega að tapa í prófkjöri. Það gæti hent hvern sem er.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, og Unnur Brá hafa ekki alltaf verið sammála. Opin- berlega hafa þau skipst á skoðunum um Icesave og viðskiptaþvinganir Rússa, svo dæmi séu tekin. Hvernig er samband þitt við Bjarna? „Það er ágætt. Það var kannski mest í Icesave Unnur Brá segir gríðarlega mikilvægt að flóttafólk þurfi ekki að bíða í áraraðir eftir að fá úrlausn sinna mála. FréttABlAðið/Ernir Ég var þannig í minni pólitík, meira að hugsa um minn frama og var inni í kassanum. Það er afskap- lega leiðinlegt. Þú ferð að tala eins og aðrir vilja, þá ertu líklegri til að fá að vera inn í aðalklíkunni, fá eitthvert emb- ætti, en þá ertu ekki þú sjálfur og þá líður þér ekkert vel. ↣ 1 1 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r18 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð 1 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 B C -2 2 E C 1 8 B C -2 1 B 0 1 8 B C -2 0 7 4 1 8 B C -1 F 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.