Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 33
Lögfræðinám hefur löngum verið
vinsælt hérlendis enda býður það
upp á fjölbreytta starfsmöguleika
í dag, bæði hjá hinu opinbera og í
einkageiranum. Margir útskrifað-
ir lögfræðinemar sækja auk þess
framhaldsnám erlendis og er Val-
gerður Sólnes ein þeirra en hún
útskrifaðist frá lagadeild Háskóla
Íslands (H.Í.) árið 2009 og er nú í
doktorsnámi.
Valgerður segir hug sinn í
seinni tíð hafa staðið mjög til
fræðistarfa og það séu forréttindi
að fá að sökkva sér í fræðin í laun-
uðu doktorsnámi. Hún stefndi þó
ekki alltaf á nám í lögfræði þegar
hún var yngri. „Það var tiltölu-
lega óígrunduð ákvörðun hjá mér
á sínum tíma að fara í lögfræðina.
Það sem heillaði mig við fagið og
gerir enn, er hve fræðigreinin er
nátengd öllum þáttum þess sam-
félags sem við búum í. Lögfræðin
tengist bæði gangverki samfélags-
ins og málefnum líðandi stundar,
sem gerir hana að afar líflegum og
skemmtilegum vettvangi.“
Úrvals aðstaða
Hún segist hafa verið staðráðin í
því, á meðan hún var í laganáminu
við H.Í., að fara strax að því loknu
utan til að læra meira. „Fyrir val-
inu varð lagadeild Fordham-há-
skóla í New York en þaðan útskrif-
aðist ég með LL.M.-gráðu í fjár-
munarétti árið 2010.“
Um þessar mundir leggur hún
stund á sameiginlegt doktorsnám
lagadeilda Kaupmannahafnarhá-
skóla og H.Í. „Samningur milli
lagadeildanna er mikilvægur fyrir
lagadeild H.Í., því Kaupmanna-
hafnarháskóli hefur á síðustu
tíu árum byggt upp sterkt dokt-
orsnám á sviði lögfræði. Hér við
Kaupmannahafnarháskóla er vel
búið að starfsmönnum lagadeild-
ar, þ. á m. doktorsnemum. Hér er
gott aðgengi að bókakosti, doktors-
námskeiðum og sérfræðiþekkingu
starfsmanna og samnemenda.“
Hún segir að íslenskir lögfræð-
ingar hafi úr fjölbreyttum störf-
um að velja í dag. „Nú stendur
valið ekki lengur bara um starf í
lögmennsku, stjórnsýslunni eða
dómsýslu, eins og áður var, held-
ur veljast lögfræðingar til ýmissa
starfa í auknum mæli í einkageir-
anum. Laganám kemur hiklaust til
góða, hvort sem menn starfa við
lögfræði eða ótengd störf. Þá er
einnig algengt að lögfræðingar í
dag spreyti sig á störfum af ólík-
um toga á starfsævinni, en íleng-
ist ekki í einu og sama starfinu.“
Mikilvægt að velja rétt
Hún segir erfitt að benda á
ákveðnar undirgreinar lögfræð-
innar sem séu meira spennandi
en aðrar en vill þó benda á tvennt.
„Í fyrsta lagi er mjög mikil vægt
að laganemar og lögfræðing-
ar læri að þekkja eigin styrk-
leika og velji sér starf eftir því. Í
öðru lagi eiga íslenskir lögfræð-
ingar fullt erindi til að starfa er-
lendis. Þannig eiga lögfræðing-
ar t.d. greiða leið að allri Evr-
ópu ef þeim hugnast að starfa við
Evrópurétt. Þá er áhugaverður
kostur að fara utan í framhalds-
nám og taka lögmannsréttindi á
sama stað, en það er víða hægt.“
Sjálf nýtur hún þess að takast
á við krefjandi doktorsnám og
hugsar ekki of mikið um framtíð-
ina. „Ætli það væri ekki drauma-
staða að geta sinnt jöfnum hönd-
um fræðistörfum og kennslu ann-
ars vegar og hagnýtari verkefnum
hins vegar? Annars er það meðvit-
uð ákvörðun hjá mér að hugsa ekki
of langt fram í tímann því maður
verður að njóta augnabliksins!“
Lára V. Júlíusdóttir hrl. og Hulda
Rós Rúriksdóttir hrl. eru eigend-
ur stofunnar en þær höfðu starfað
saman í rúm tvö ár þegar stofan á
Laugavegi 3 var stofnuð árið 2008.
Lára hefur starfað við lögmennsku
allt frá árinu 1977 og Hulda frá 1991
svo það er mikil reynsla og þekking
á stofunni.
Að sögn Láru veitir stofan alla
almenna lögfræðiþjónustu og per-
sónulega ráðgjöf fyrir einstaklinga
og fyrirtæki auk málflutnings fyrir
héraðsdómi og Hæstarétti. „Þetta er
lítil skrifstofa sem leggur áherslu á
fagleg vinnubrögð og persónulega
þjónustu. Við bjóðum alhliða lög-
fræðiþjónustu og tökum að okkur
allar tegundir mála. Einkum höfum
við þó unnið að vinnuréttarmálum,
aðstoð við stéttarfélög og einstakl-
inga varðandi ráðningar og upp-
sagnir auk réttarstöðu á vinnumark-
aði, jafnréttismál og mál tengd fæð-
ingarorlofi,“ segir Lára. „Við höfum
sömuleiðis veitt atvinnurekendum
aðstoð ef þess er óskað. Stór þátt-
ur í okkar starfsemi er þjónusta við
stéttarfélögin,“ segir Lára sem starf-
ar einnig sem lektor í vinnurétti við
Háskóla Íslands. Auk þess hefur hún
skrifað bækur í vinnumarkaðs- og
ráðningarrétti.
Lára segir að um flest mánaða-
mót komi nokkur mál á borð stof-
unnar sem tengist uppsögnum starfs-
manna. Flest mál leysast á fyrstu
stigum. „Mikill minnihluti mála
endar fyrir dómstólum,“ segir hún.
Lára og Hulda vinna mikið í
erfðamálum og búskiptum. „Við
höfum tekið að okkur mörg mál sem
varða skipti á dánarbúum, þrota-
búum og fjárslitum við skilnað,
bæði sem skiptastjórar eða lögmenn
við einkaskipti. Skilnaðarmál koma
einnig mikið á okkar borð,“ útskýr-
ir Lára þegar hún er spurð um sér-
svið stofunnar. „Einnig allar tegund-
ir barnaréttarmála, meðal annars
umgengnis- og forræðismál. Þá eru
ónefnd slysa- og skaðabótamál sem
eru fjölmörg. Við erum tilbúin til að
bæta við okkur málum á þeim vett-
vangi,“ segir hún.
„Við reynum að sjá til þess að
brugðist sé við öllum fyrirspurn-
um fljótt og vel. Við erum einnig
mjög vel fær í að sinna málum sem
koma erlendis frá og getum aðstoð-
að fólk á ólíkum tungumálum, ensku,
spænsku, þýsku og skandinavísku.
Við höfum fengið mál frá Mið- og
Suður-Ameríku svo það er gott að
hafa spænskumælandi lögmann.“
Ásamt Láru og Huldu starfa tveir
héraðsdómslögmenn á stofunni, þeir
Hilmar Þorsteinsson og Halldór Kr.
Þorsteinsson. Heimasíða stofunnar
er www.LL3.is
Flest mál leysast á fyrstu stigum
Lögmenn Laugavegi 3 er lögmannsstofa sem leggur áherslu á faglega og persónulega þjónustu. Lögmenn stofunnar búa yfir áratuga
víðtæktri reynslu og sérhæfingu, einkum í málefnum vinnuréttar, hjúskaparréttar, erfðaréttar, barnaréttar og skipta á dánarbúum.
Hulda Rós Rúriksdóttir hrl. og Lára V.
Júlíusdóttir eru eigendur stofunnar.
MYND/STEFÁN
Ásamt Láru og Huldu starfa tveir héraðsdómslögmenn á stofunni, þeir Halldór Kr. Þorsteinsson og Hilmar Þorsteinsson.
MYND/STEFÁN
Helstu Málaflokkar ll3
l Barna- og barnaverndarréttur
l Bygginga- og skipulagsmál
l Erfðir og dánarbú
l Fasteignakaup og leigu-
samningar
l Félagaréttur
l Gjaldþrot og nauðasamningar
l Hjúskapur og sambúð
l Innheimtur
l Jafnréttismál
l Lögræði/lögræðissvipting
l Málflutningur
l Neytendaréttur
l Samningagerð
l Skaða- og slysabætur
l Skattamál
l Stjórnsýsla
l Vinnuréttur
„Ætli það væri ekki draumastaða að geta sinnt jöfnum höndum fræðistörfum og kennslu annars vegar og hagnýtari verkefnum
hins vegar,“ segir Valgerður Sólnes, doktorsnemi í lögfræði. MYND/ÚR EINKASAFNI
Forréttindi að sökkva sér í fræðin
Lögfræðin tengist bæði gangverki samfélagsins og málefnum líðandi stundar. Margir íslenskir laganemar sækja framhaldsmenntun erlendis
og er Valgerður Sólnes ein þeirra en hún leggur stund á sameiginlegt doktorsnám lagadeilda Kaupmannahafnarháskóla og Háskóla Íslands.
Kynningarblað LögFRÆðISToFuR
11. mars 2016 3
1
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
B
C
-1
D
F
C
1
8
B
C
-1
C
C
0
1
8
B
C
-1
B
8
4
1
8
B
C
-1
A
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K