Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 33
Lögfræðinám hefur löngum verið vinsælt hérlendis enda býður það upp á fjölbreytta starfsmöguleika í dag, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Margir útskrifað- ir lögfræðinemar sækja auk þess framhaldsnám erlendis og er Val- gerður Sólnes ein þeirra en hún útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands (H.Í.) árið 2009 og er nú í doktorsnámi. Valgerður segir hug sinn í seinni tíð hafa staðið mjög til fræðistarfa og það séu forréttindi að fá að sökkva sér í fræðin í laun- uðu doktorsnámi. Hún stefndi þó ekki alltaf á nám í lögfræði þegar hún var yngri. „Það var tiltölu- lega óígrunduð ákvörðun hjá mér á sínum tíma að fara í lögfræðina. Það sem heillaði mig við fagið og gerir enn, er hve fræðigreinin er nátengd öllum þáttum þess sam- félags sem við búum í. Lögfræðin tengist bæði gangverki samfélags- ins og málefnum líðandi stundar, sem gerir hana að afar líflegum og skemmtilegum vettvangi.“ Úrvals aðstaða Hún segist hafa verið staðráðin í því, á meðan hún var í laganáminu við H.Í., að fara strax að því loknu utan til að læra meira. „Fyrir val- inu varð lagadeild Fordham-há- skóla í New York en þaðan útskrif- aðist ég með LL.M.-gráðu í fjár- munarétti árið 2010.“ Um þessar mundir leggur hún stund á sameiginlegt doktorsnám lagadeilda Kaupmannahafnarhá- skóla og H.Í. „Samningur milli lagadeildanna er mikilvægur fyrir lagadeild H.Í., því Kaupmanna- hafnarháskóli hefur á síðustu tíu árum byggt upp sterkt dokt- orsnám á sviði lögfræði. Hér við Kaupmannahafnarháskóla er vel búið að starfsmönnum lagadeild- ar, þ. á m. doktorsnemum. Hér er gott aðgengi að bókakosti, doktors- námskeiðum og sérfræðiþekkingu starfsmanna og samnemenda.“ Hún segir að íslenskir lögfræð- ingar hafi úr fjölbreyttum störf- um að velja í dag. „Nú stendur valið ekki lengur bara um starf í lögmennsku, stjórnsýslunni eða dómsýslu, eins og áður var, held- ur veljast lögfræðingar til ýmissa starfa í auknum mæli í einkageir- anum. Laganám kemur hiklaust til góða, hvort sem menn starfa við lögfræði eða ótengd störf. Þá er einnig algengt að lögfræðingar í dag spreyti sig á störfum af ólík- um toga á starfsævinni, en íleng- ist ekki í einu og sama starfinu.“ Mikilvægt að velja rétt Hún segir erfitt að benda á ákveðnar undirgreinar lögfræð- innar sem séu meira spennandi en aðrar en vill þó benda á tvennt. „Í fyrsta lagi er mjög mikil vægt að laganemar og lögfræðing- ar læri að þekkja eigin styrk- leika og velji sér starf eftir því. Í öðru lagi eiga íslenskir lögfræð- ingar fullt erindi til að starfa er- lendis. Þannig eiga lögfræðing- ar t.d. greiða leið að allri Evr- ópu ef þeim hugnast að starfa við Evrópurétt. Þá er áhugaverður kostur að fara utan í framhalds- nám og taka lögmannsréttindi á sama stað, en það er víða hægt.“ Sjálf nýtur hún þess að takast á við krefjandi doktorsnám og hugsar ekki of mikið um framtíð- ina. „Ætli það væri ekki drauma- staða að geta sinnt jöfnum hönd- um fræðistörfum og kennslu ann- ars vegar og hagnýtari verkefnum hins vegar? Annars er það meðvit- uð ákvörðun hjá mér að hugsa ekki of langt fram í tímann því maður verður að njóta augnabliksins!“ Lára V. Júlíusdóttir hrl. og Hulda Rós Rúriksdóttir hrl. eru eigend- ur stofunnar en þær höfðu starfað saman í rúm tvö ár þegar stofan á Laugavegi 3 var stofnuð árið 2008. Lára hefur starfað við lögmennsku allt frá árinu 1977 og Hulda frá 1991 svo það er mikil reynsla og þekking á stofunni. Að sögn Láru veitir stofan alla almenna lögfræðiþjónustu og per- sónulega ráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki auk málflutnings fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. „Þetta er lítil skrifstofa sem leggur áherslu á fagleg vinnubrögð og persónulega þjónustu. Við bjóðum alhliða lög- fræðiþjónustu og tökum að okkur allar tegundir mála. Einkum höfum við þó unnið að vinnuréttarmálum, aðstoð við stéttarfélög og einstakl- inga varðandi ráðningar og upp- sagnir auk réttarstöðu á vinnumark- aði, jafnréttismál og mál tengd fæð- ingarorlofi,“ segir Lára. „Við höfum sömuleiðis veitt atvinnurekendum aðstoð ef þess er óskað. Stór þátt- ur í okkar starfsemi er þjónusta við stéttarfélögin,“ segir Lára sem starf- ar einnig sem lektor í vinnurétti við Háskóla Íslands. Auk þess hefur hún skrifað bækur í vinnumarkaðs- og ráðningarrétti. Lára segir að um flest mánaða- mót komi nokkur mál á borð stof- unnar sem tengist uppsögnum starfs- manna. Flest mál leysast á fyrstu stigum. „Mikill minnihluti mála endar fyrir dómstólum,“ segir hún. Lára og Hulda vinna mikið í erfðamálum og búskiptum. „Við höfum tekið að okkur mörg mál sem varða skipti á dánarbúum, þrota- búum og fjárslitum við skilnað, bæði sem skiptastjórar eða lögmenn við einkaskipti. Skilnaðarmál koma einnig mikið á okkar borð,“ útskýr- ir Lára þegar hún er spurð um sér- svið stofunnar. „Einnig allar tegund- ir barnaréttarmála, meðal annars umgengnis- og forræðismál. Þá eru ónefnd slysa- og skaðabótamál sem eru fjölmörg. Við erum tilbúin til að bæta við okkur málum á þeim vett- vangi,“ segir hún. „Við reynum að sjá til þess að brugðist sé við öllum fyrirspurn- um fljótt og vel. Við erum einnig mjög vel fær í að sinna málum sem koma erlendis frá og getum aðstoð- að fólk á ólíkum tungumálum, ensku, spænsku, þýsku og skandinavísku. Við höfum fengið mál frá Mið- og Suður-Ameríku svo það er gott að hafa spænskumælandi lögmann.“ Ásamt Láru og Huldu starfa tveir héraðsdómslögmenn á stofunni, þeir Hilmar Þorsteinsson og Halldór Kr. Þorsteinsson. Heimasíða stofunnar er www.LL3.is  Flest mál leysast á fyrstu stigum Lögmenn Laugavegi 3 er lögmannsstofa sem leggur áherslu á faglega og persónulega þjónustu. Lögmenn stofunnar búa yfir áratuga víðtæktri reynslu og sérhæfingu, einkum í málefnum vinnuréttar, hjúskaparréttar, erfðaréttar, barnaréttar og skipta á dánarbúum. Hulda Rós Rúriksdóttir hrl. og Lára V. Júlíusdóttir eru eigendur stofunnar. MYND/STEFÁN Ásamt Láru og Huldu starfa tveir héraðsdómslögmenn á stofunni, þeir Halldór Kr. Þorsteinsson og Hilmar Þorsteinsson. MYND/STEFÁN Helstu Málaflokkar ll3 l Barna- og barnaverndarréttur l Bygginga- og skipulagsmál l Erfðir og dánarbú l Fasteignakaup og leigu- samningar l Félagaréttur l Gjaldþrot og nauðasamningar l Hjúskapur og sambúð l Innheimtur l Jafnréttismál l Lögræði/lögræðissvipting l Málflutningur l Neytendaréttur l Samningagerð l Skaða- og slysabætur l Skattamál l Stjórnsýsla l Vinnuréttur „Ætli það væri ekki draumastaða að geta sinnt jöfnum höndum fræðistörfum og kennslu annars vegar og hagnýtari verkefnum hins vegar,“ segir Valgerður Sólnes, doktorsnemi í lögfræði. MYND/ÚR EINKASAFNI Forréttindi að sökkva sér í fræðin  Lögfræðin tengist bæði gangverki samfélagsins og málefnum líðandi stundar. Margir íslenskir laganemar sækja framhaldsmenntun erlendis og er Valgerður Sólnes ein þeirra en hún leggur stund á sameiginlegt doktorsnám lagadeilda Kaupmannahafnarháskóla og Háskóla Íslands.  Kynningarblað LögFRÆðISToFuR 11. mars 2016 3 1 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 B C -1 D F C 1 8 B C -1 C C 0 1 8 B C -1 B 8 4 1 8 B C -1 A 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.