Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 10
1, 60 % Yrði þetta niður- staða kosninga væri ekki mögu- leiki á myndun tveggja flokka stjórnar nema með aðkomu Pírata. Heildarskipting þingsæta Könnun 8. og 9. mars. Kosningar 2013 Svona skiptist fylgið milli flokka Framsókn Sjálfstæðisfl. Björt framtíð Kosningar Könnun 26. og 27. janúar 2016 Könnun 8. og 9. mars 2016 Kosningar Könnun 8. og 9. mars 0 2 2 22 3 3 3 1 1 3 2 2 0 11 2 22 2 2 2 2 2 22 1 1 1 1 1 1 1 3 3 1 000 00 0 0 0 0 00 00 1 1 11 1 11 33 111 Skipting þingsæta eftir kjördæmum Norðvestur Suður Reykjavík suður NorðausturSuðvesturReykjavík norður 4 4 4 4 4 5 5 55 8, 25 % 10 ,2 0% 12 ,8 0% 23 ,2 0% 9, 90 % 8, 20 % 8, 40 % 9, 60 % 41 ,8 0% 38 ,1 0% 24 ,4 3% 2 6, 70 % 27 ,6 0% 12 ,8 5% 10 ,8 7% 5, 10 % 1 7 ✿ Þróun fylgis á kjörtímabilinu Samfylkingin Vinstri græn Píratar 1, 80 % 0,92% Vi km ör k 2, 31 % Vi km ör k 3, 10 % Vi km ör k 1, 90 Vi km ör k 1, 93 Vi km ör k 3, 37 Heildarskipting þingsæta 8 19 26 55 Um aðferðafræði könnunarinnar Hringt var í 1.082 þar til náðist í 794 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfall- ið var 73,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tók 59,3 pró- sent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Spáin um skiptingu þingsæta miðað við könnun Fréttablaðsins 8. til 9. mars byggist á úthlutunar- forriti sem Þorkell Helgason hefur góðfúslega veitt Fréttablaðinu aðgang að. Útgáfa Fréttablaðsins á forritinu er frá nóvember 2014. Stjórnarflokkarnir mælast með heldur meira fylgi í nýrri skoðun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en þeir gerðu í könnun sem gerð var í lok janúar. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 27,6 prósenta fylgi en var með 23,2 prósenta fylgi í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn mælist með 12,8 prósenta fylgi núna en var með 10,2 prósenta fylgi í síðustu könn- un. Samkvæmt nýju könnuninni er fylgi Sjálfstæðisflokksins tæpu pró- senti meira en það var í kosningum 2013. Sömu niðurstöður sýna aftur á móti að fylgi Framsóknarflokks- ins er um það bil helmingi minna en það var í síðustu kosningum. Samkvæmt nýju könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 19 þingmenn en Framsóknarflokkurinn átta. Telur fólk skynja betri tíð Ragnheiður Ríkharðsdóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, segir alltaf ástæðu til að fagna þegar sést að fylgið fer uppávið. „Ég held að miðað við skoðanakann- anir undanfarið þá sé hvert prósent sem við fáum uppávið af hinu góða. Og það er þá í þá veru að það sem við höfum verið að gera og vinna að í þessari ríkisstjórn er að skila sér,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segist telja að fólk sé að finna það á eigin skinni að hlut- irnir séu að breytast, kaupmáttur að aukast og hagvöxtur meiri. „Ég held líka að það hafi komið ýmsum á óvart sá skeleggi málflutningur for- manns flokksins í vátryggingamál- inu núna, í sambandi við Borgun og söluna á Landsbankanum.“ Píratar mælast enn langstærsta aflið í íslenskum stjórnmálum með 38,1 prósent fylgi. Það er þó 3,7 prósentum minna en fylgið mældist í könnuninni í janúar, þegar það fór upp í 41,8 prósent. Í febrúar bar á deilum í hópi Pírata þegar Erna Ýr Öldudóttir, formaður framkvæmdaráðs Pírata, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur þingmann fyrir að taka sér ítrekað titil leiðtoga flokksins á opinberum vettvangi án þess að hafa til þess umboð. Þá deildu Birgitta og Helgi Hrafn Gunnarsson opinberlega um mál- efnalegar áherslur hreyfingarinnar. Leituðu sér aðstoðar Píratar ákváðu að leita utanað- komandi aðstoðar vegna deilu- mála sinna. „Við þingmenn Pírata höfum, eins og oft vill verða undir miklu álagi, átt í samskiptaörðug- leikum. En við erum þrátt fyrir allt lausnamiðað fólk og höfum því hafist handa við að vinna úr þessum örðugleikum undir hand- leiðslu vinnustaðasálfræðings,“ sögðu Píratarnir í yfirlýsingu sem þeir sendu fjölmiðlum. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við niðurstöður nýrrar skoðana- könnunar væri ekki hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn án Pírata. Þeir fengju 26 þingmenn kjörna og gætu þá valið sér samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn og hefðu þá 45 þing- manna meirihluta eða Framsóknar- flokkinn með 34 manna meirihluta. Samfylkingin og VG lækka lítillega frá síðustu könnun og eru dálítið undir kjörfylginu 2013, með rétt rúm 8 prósent hvor flokkur og fimm þingmenn hvor. Björt fram- tíð er enn þá langt undir fylginu í síðustu kosningum og fengi 1,8 pró- sent. Það þýðir að flokkurinn fengi ekki mann inn á þing. Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir kjörfylgi Stjórnarflokkarnir bæta nokkuð við sig frá könnun sem gerð var í lok janúar. Píratar gefa hins vegar lítillega eftir. Björt framtíð nær ekki að rétta úr kútnum og mælist enn án þingmanns. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án aðkomu Píratahreyfingarinnar. Á Alþingi Íslendinga. Niðurstöður skoðanakönnunar benda enn þá til að ef kosið yrði myndi liðsskipanin á Alþingi breytast verulega frá því sem nú er. Píratar yrðu stærsta aflið á Alþingi. FréTTAbLAðið/ANToN Jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is 1 1 . m a r S 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r10 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð 1 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 B C -4 F 5 C 1 8 B C -4 E 2 0 1 8 B C -4 C E 4 1 8 B C -4 B A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.