Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 31
Þannig fara saman hagsmunir kröfuhafa og
greiðenda en markmiðið er að innheimtan
sem slík raski ekki viðskiptasambandi fyrirtækis og
viðskiptavina þess sem eiga í tímabundið í erfið-
leikum með að standa í skilum.
Davíð Gíslason
Lögfræðistofur
11. mars 2016
Kynningarblað Momentum | ÓK lögmenn | Lögmenn Laugavegi 3 | Innkasso Löginnheimta |
„Útvistun innheimtu felur í sér mikið hagræði en þannig geta fyrirtæki einbeitt sér að kjarnastarfsemi,“ segir Davíð.
Innheimta eðlilegur
hluti allrar starfsemi
Mikil viðhorfsbreyting hefur orðið
í þjóðfélaginu síðustu ár með út-
vistun innheimtu enda felst mikið
hagræði í því að geta útvistað
slíkri starfsemi til sérfræðinga
og einbeitt sér að kjarnastarf-
semi. „Þannig fara saman hags-
munir kröfuhafa og greiðenda en
markmiðið er að innheimtan sem
slík raski ekki viðskiptasambandi
fyrirtækis og viðskiptavina þess
sem eiga tímabundið í erfiðleik-
um með að standa í skilum,“ segir
Davíð Gíslason, framkvæmda-
stjóri Momentum en starfsfólk
Momentum veitir upplýsingar
og ráðgjöf um hvernig best er að
haga innheimtumálum fyrirtækja
og stofnana.
Sveigjanleiki í fyrirrúmi
Milliinnheimtuferli Momentum er
mjög sveigjanlegt en ferlið er sér-
stakt fyrir hvern og einn kröfu-
hafa og þannig hefur kröfuhafi
mjög mikið svigrúm til að laga
innheimtuferlið að þörfum sinna
viðskiptavina. „Þannig fer fjöldi
innheimtubréfa, símhringinga
og tímalengd milli aðgerða eftir
óskum kröfuhafa og mati hans á
þörfum viðskiptavina hans. Kröf-
ur sem eru í innheimtu hjá Mo-
mentum lifa áfram í bankakerfinu
og eru því sýnilegar í heimabanka
greiðenda. Kröfuhafar geta ráðið
því hvort kröfur fari sjálfvirkt
til innheimtu hafi þær ekki verið
greiddar á eða eftir eindaga eða
valið að senda einstakar kröfur
til Momentum eftir því sem þeim
þykir sjálfum viðeigandi,“ útskýr-
ir Davíð.
Hagkvæm og auðveld
rafræn samskipti
Mikil þróun hefur orðið á síðustu
misserum í rafrænum samskiptum
milli banka, rekstraraðila og inn-
heimtufyrirtækja sem auðveldar
uppgjör, upplýsingaflæði og öryggi
við milliinnheimtu. „Fyrir nokkr-
um árum var farið að bjóða upp á
beina rafræna skiptingu greiðslna
við uppgjör krafna í milliinn-
heimtu, en þetta skiptigreiðslu-
kerfi er til mikilla hagsbóta fyrir
alla aðila. Það þýðir að þegar
krafa er greidd er henni skipt upp
í bankanum og fær kröfuhafi strax
höfuðstól og dráttarvexti kröfunn-
ar inn á sinn reikning en Moment-
um fær áfallinn kostnað inn á sinn
reikning. Momentum meðhöndlar
þess vegna aldrei peninga kröfu-
hafa heldur koma þeir beint inn
á reikning kröfuhafa eins og um
hverja aðra greidda kröfu væri að
ræða. Í þessu felst mikil hagræð-
ing bæði fyrir innheimtuaðila og
kröfuhafa, sem ekki þurfa lengur
að sækja skilagreinar til Moment-
um,“ segir Davíð.
Enginn kostnaður kröfuhafa
Kröfuhafi greiðir að sögn Dav-
íðs engan kostnað af þjónustu Mo-
mentum, engin árgjöld eða annan
fastan kostnað. „Þá greiðir kröfu-
hafi heldur engin skráningargjöld
krafna, hlutfall af höfuðstól kröfu
eða kostnað við að nýta sér skipti-
greiðslukerfið. Almenn stefna Mo-
mentum er sú að kostnaður af inn-
heimtum lendi á þeim sem stofn-
uðu til hans með því að greiða
ekki kröfu á umsömdum tíma, en
dreifist ekki almennt á alla við-
skiptavini kröfuhafa. Þannig er
tryggt að þeir sem standa skil á
greiðslum á tilsettum tíma geti
notið bestu kjara í viðskiptum
sínum við kröfuhafa.“
Lausnamiðuð
innheimtuþjónusta
„Hjá Momentum og Gjaldheimt-
unni er lögð mikil áhersla á að
koma fram af lipurleik og virðingu
í innheimtunni sjálfri og freista
þess í lengstu lög að semja um frá-
gang mála við greiðendur, en sú
aðferðafræði skilar að okkar mati
betri árangri til lengri tíma litið,“
segir Davíð.
Öflugur þjónustuvefur
Allir kröfuhafar fá aðgang að að-
gangsstýrðu vefsvæði sem veitir
yfirsýn yfir kröfur sem eru í inn-
heimtu. Þar er hægt að nálgast
ýmsar upplýsingar svo sem um
stöðu krafna, samskipti við greið-
endur, senda inn athugasemdir
eða upplýsingar, taka út ýmsar
skýrslur um innheimtuna og svo
framvegis. Momentum býður jafn-
framt upp á beintengingar við öll
helstu bókhaldskerfi til hagræð-
is fyrir kröfuhafa sem auðveldar
mjög alla vinnslu.
„Útrás“ á landsbyggðinni
Mikil aukning hefur að sögn Dav-
íðs verið á verkefnum Momentum
og Gjaldheimtunnar enda hefur
nálgun fyrirtækjanna að inn-
heimtustarfsemi fallið vel í kramið
hjá viðskiptavinunum. „Moment-
um og Gjaldheimtan hafa um ára-
bil haft hluta af starfsemi sinni á
Siglufirði og er það dæmi um að
fyrirtækin vilji stuðla að meiri ná-
lægð við þá aðila sem verið er að
þjónusta á landsbyggðinni. Í sam-
ræmi við það hefur fyrirtækið nú
sett á fót starfsstöðvar á Sauðár-
króki og Selfossi og er opnun fleiri
starfsstöðva á landsbyggðinni nú
til skoðunar.“
Sveigjanleg alhliða innheimtuþjónusta
með lægri kostnað að leiðarljósi
Momentum innheimtuþjónusta veitir alhliða þjónustu við innheimtu, allt frá útgáfu greiðsluseðils til löginnheimtu. Momentum, sem tók til
starfa árið 2000, er í eigu þriggja lögmanna sem einnig starfrækja löginnheimtufyrirtækið Gjaldheimtuna, sem var stofnuð árið 2003.
Momentum sinnir frum- og milliinnheimtu en Gjaldheimtan löginnheimtu. Hjá fyrirtækjunum starfa um það bil 30 starfsmenn, þar af
fimm lögmenn. Höfuðstöðvar félaganna eru að Suðurlandsbraut 18 en auk þess starfrækir Momentum starfsstöðvar á landsbyggðinni.
1
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
B
C
-2
2
E
C
1
8
B
C
-2
1
B
0
1
8
B
C
-2
0
7
4
1
8
B
C
-1
F
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K