Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 58
Lægðin Nú er flensan nýskriðin úr flestum landsmönnum og þá tekur ekki betra við. Helvítis lægðin. Lægðin er í raun engu skárri en flensan því hún leggst með offorsi á andann og allir verða eins og bugaðir draugar. Maður hættir sér ekki út úr húsi nema í viðeig- andi hlífðarfatnaði og með fullhlaðinn síma. Í slíku árferði er best að halda sig bara innandyra. Það sem er jákvætt er hins vegar að það er hægt að halda sig inni á alls konar viðburðum á Hönn- unarMars um helgina. Ég er samt laumu þakklát fyrir rigninguna þar sem það varð skammhlaup í rúðuþurrkunum á bílnum mínum þannig það er ekki hægt að slökkva á þeim. Það tekur enginn eftir því þegar það rignir en það er hvimleitt helvíti í þurrviðri. Sérstaklega á rauðu ljósi. Ég get látið eins og ég sé að þrífa framrúðuna af miklum móð, enda er mikilvægt að hafa gott skyggni við akstur. Ég er samt búin með rúðupissið núna og þarf að fylla á það við fyrsta tækifæri og er þess vegna þakklát rigningunni fyrir að láta mig ekki líta út eins og algjöran lúða við stýrið. Uppvask Nú bý ég ekki við þau sturl- uðu lífsgæði að eiga uppþvottavél. Mér finnst samt frekar gaman að vaska upp – sérstaklega ef ég er með allan þann staðal- búnað sem ég vil og þarf til þess að eiga fullkomna stund með uppvaskinu. Staðalbúnaður: 1. Ég er hrifnari af því að nota svamp frekar en uppþvottabursta. Það myndast meiri nálægð við það sem maður er að handfjatla. Ókosturinn er óumdeilanlega sá að svampar verða fyrr ógeðslegir en ef maður gætir þess að þrífa þá vel eftir notkun þá er þetta ekkert stórmál. 2. Uppþvottahanskar eru nauðsyn- legir. Það er fátt jafn ógeðslegt og að fá matarleifar á puttana og svo verja þeir mann líka fyrir funheitu vatni sem maður oft á tíðum nýtir við athöfnina. Eftir talsverðar umræður á heimilinu höfum við komist að því að þykkustu og endingarbestu hanskarnir fást í Ikea. Þeir eru alveg skotheldir. Ég mæli með að kaupa nokkra í einu og eiga varapar inni í skáp. 3. Uppþvottalögur með sítrónu- lykt. Það er fátt jafn frískandi og sítrónulykt, hvað þá þegar maður er að vaska upp. Maður er reyndar alltaf að daðra við það að vera betri manneskja/neytandi og undir því yfirskini höfum við sambýlingarnir verið að fjárfesta í einhverjum ekó- lógískum uppþvottalegi en fyrir mína parta er hann algjört frat. 4. Ég gæti vaskað upp klukkutímum og jafnvel sólarhringum saman ef ég er að hlusta á skemmtilegt hlaðvarp á meðan. Skíðaferð Nú mun ég seint halda því fram að ég sé sérlega fær skíðakona. Ég átti vissulega mína spretti í Breið- holtsbrekkunni á yngri árum en síðan þá hef ég ekki mikið verið að skella framlengingum á fæturna og húrra mér niður snarbrattar brekkur. Nú er hins vegar svo komið að ég er að fara í skíðaferð. Í Alpana. Og var svo í þokkabót að komast að því að með því að skrá mig í þessa ferð var ég jafnframt að skrá mig í skíða- keppni. Sem var vissulega ákveðinn skellur og ég þori að fullyrða að ég mun ekki standa á neinum verð- launapalli. Ég er samt búin að fá lánaðan sér- lega glæsilegan fjólubláan skíðagalla frá níunda áratug síðustu aldar en flestir vita að útlitið skiptir öllu máli í hvers kyns útivist. Nú er ég byrjuð að hafa þungar áhyggjur af því hvernig í ósköpunum ég á að komast klakk- laust niður brekkurnar. Eitt af því sem háir mér er sjónin. Ég þarf nefnilega að notast við hjálpartæki sem í daglegu tali nefnist gleraugu þegar ég þarf að sjá eitthvað örlítið fram fyrir mig. Til dæmis við akstur. Slíkt hjálpartæki er nauðsynlegt þegar skíða á niður brekku á blússandi ferð. Sérstaklega þar sem snjór er sam- litur og því getur það reynst erfitt að greina hvers kyns misfellur búi maður ekki yfir fullkominni sjón. Og ekki getur maður skíðað með gleraugu – það flokkast víst undir áhættuhegðun. Ég fór einu sinni á skíði án sjóntækja og sá ekki að ég stefndi rakleitt á stökkpall í skjannahvítri brekkunni. Á hann fór ég og leyfi mér að efast um að stökkið hafi verið sérlega glæsilegt. Svo end- aði ég sem einhvers- konar mannlegt hrúgald talsvert neðar í brekkunni. Skíðin einhvers staðar allt annars staðar og ég alveg ringluð en alsæl með að allir útlimir væru enn fastir við búkinn. Ég ætla auðvitað eftir að reyna að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig og hef því fjárfest í augnlinsum og mun stunda stífar æfingar í ísetningu þeirra þar til að brottför kemur. Flugvélar Nú er ég svo sem ekkert að kljúfa atómið þegar ég leyfi mér að fullyrða að flestir Íslendingar nýta sér flugvélar til þess að komast til útlanda. Mér finnst mjög gaman í flugvélum og á flugvöllum. Ég hef nefnilega farið svo hrikalega sjaldan til útlanda að nýjabrumið er ekki enn farið af þessu öllu saman. Ég vil helst mæta á flug- völlinn mörgum tímum fyrir brottför en því miður eru einhverjar reglur sem hamla því og ég verð að sætta mig við að mæta tveimur tímum fyrir brottför og nýta tíma minn á flugstöðinni mjög vel. Svo þegar ég kemst loksins í vélina er eins og ég sé gengin í barndóm á ný og það ískrar svoleiðis í okkar konu í flugtaki og lendingu. Ég tími heldur aldrei að sofa í flugvél. Mér finnst alltof spennandi að vera uppi í háloft- unum og njóta alls þess sem þau hafa upp á að bjóða, sem er yfirleitt staðið vatn í flösku og vont kaffi. Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð @gydaloa gydaloa@frettabladid.is Guðmundur er að vonum ánægður með afraksturinn en hér skartar hann einni af húfukollunum. Mynd/Júlía RunólfsdóttiR Húfukollurnar koma í þremur útfærslum. Mynd/Júlía RunólfsdóttiR Leturútgáfan Or Type og 66°Norður frumsýna sam-starf sitt í dag á sérstakri opnun en hið síðarnefnda fagnar 90 ára afmæli í ár. Samstarfið er tilkomið sökum HönnunarMars og um er að ræða þrjár nýjar útgáfur af hinni klass- ísku húfukollu og nýtt letur fyrir fyrirtækið sem einnig verður kynnt við tilefnið. „Húfurnar eru byggðar á 90 ára afmæli og sögu 66°Norður. Ein húfan vísar í gamlar samskiptaleiðir sjó- manna, morsið, og svo gerðum við eina sem við köllum „the original“, húfa sem hefði átt að vera fyrsta húfukollan en það stendur Sjó- klæðagerðin allan hringinn. Á þriðju húfunni er svo smá orðaleikur með Or, 66 og 90,“ segir Guðmundur Úlf- arsson annar hönnuður Or Type en ásamt honum stendur Mads Freund Brunse á bak við útgáfuna. Or Type er sérhæfð leturútgáfa og var opnuð árið 2013 með sýningu á fyrrnefnd- um HönnunarMars en fyrirtækið er hægt að kynna sér nánar á vef- síðunni Ortype.is. Sjálfur hefur Guðmundur, líkt og margir Íslendingar, skartað húfu- kollu á ákveðnum tímapunkti lífs síns. „Ég á eina barnahúfu sem ég var mikið með fyrir nokkrum árum og svo lagði ég hana á hilluna. Þegar ég ætlaði svo að fá mér nýja þá voru allar aðeins of stórar á mig þannig að við minnkuðum þær aðeins,“ segir hann glaður í bragði. „Ég er mjög ánægður með að vera búinn að gera nýjar húfur fyrir mig, það er aðallega það,“ grínast hann. Auk nýrrar hönnunar á húfukoll- unni hannaði Or Type einnig nýtt letur sem nýtt verður í ýmiss konar efni fyrir 66°Norður. „Það vísar í gamalt letur og hefðir en er gert á nútímalegan hátt og passar í dag þó að það vísi svona sterkt í fortíðina.“ Húfurnar koma í takmörkuðu upplagi og hægt verður að berja þær augum auk þess sem hið nýja letur verður kynnt á sérstakri opnun á Skólavörðustíg 12 í dag á milli 17.00 og 19.00. gydaloa@frettabladid.is Húfukollan fær þrenns konar yfirhalningu Samstarf leturútgáfunnar Or Type og fyrirtækisins 66°Norður verður frumsýnt í dag. Ein af hinum þremur nýju hönnunum húfu- kollunnar sækir innblástur sinn í gamlar samskiptaleiðir sjómanna. 1 1 . m a r S 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r38 L í F i ð ∙ F r É T T a B L a ð i ð Lífið 1 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 B C -4 F 5 C 1 8 B C -4 E 2 0 1 8 B C -4 C E 4 1 8 B C -4 B A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.