Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 28
Frjálst kynlíF og æsilegt rokk Breska leikkonan Juno Temple hefur slegið í gegn í þáttunum Vinyl sem Stöð 2 sýnir á mánudagskvöldum. Þar fá áhorfendur að skyggnast inn í veröld poppstjarna á áttunda áratugnum. Þeir sem standa að þáttaröðinni eru stórstjörnurnar Martin Scorsese og Mick Jagger. Þættirnir hafa vakið mikla athygli og fengið góða dóma áhorfenda. Meira en einn milljarður manna um allan heim notar Facebook reglulega. Margir velta fyrir sér breytingum á félagslífi fólks og persónuleika með tilkomu sam- félagsmiðla. Einnig er mikið fjallað um einmanaleika og áhrif Facebook á sambönd milli karls og konu. Netmiðillinn Business In sider segir frá því að þeir sem setja marga statusa um samband sitt inn á Facebook gætu verið að blekkja vini sína. Sambandið sé trúlega byggt á veikum grunni eða ein- hver vandamál í gangi. Óttar Guð- mundsson geðlæknir var spurður hvort það gæti verið skaðlegt fyrir sambönd para að vera mikið á Fa- cebook. Hann sagði að það færi eftir því hvernig Facebook væri notuð. „Ég held að skaðsemin fari eftir því hversu mikið laumuspil er í kringum netnotkunina. Ef fólk fer með öll sín Facebook-samskipti eins og leyndarmál, og makinn fær ekki aðgang, er hætt við skaðleg- um áhrifum,“ segir hann og bætir við að fólk reyni oftast að sýna sparihliðina á lífi sínu. Óttar segir að ef fólk sé með laumugang í kringum Face book geti það æst upp afbrýðissemi hjá makanum. Hann vill þó ekki meina að Facebook geti gert fólk þunglynt. „Ég held aftur á móti að Facebook geti gert þá sem glíma við þunglyndi enn þunglyndara.“ Samkvæmt rannsókn sem Robin Dunbar, prófessor í sálfræði við Oxford háskóla, gerði er flestum vinum þínum á Face book sama um þig. Þeir hafa trúlega ekki heldur samúð með vandamálum þínum. Ólíklegt er að margir Facebook- vinir tali við þig úti á götu. Robin rannsakaði tengsl milli Facebook- vina og alvöru vina. Meðalmann- eskjan á um 150 vini á Facebo- ok en aðeins um 27% þeirra eru nánir vinir, að því er segir á net- miðli The Independent. elin@365.is sparihliðin á Facebook Juno Temple er 26 ára en á þegar langan feril að baki í kvikmynda- heiminum. Hún var aðeins átta ára þegar hún lék í Passion for Life en hefur síðan leikið í þekktum kvik- myndum á borð við Notes on a Scan- dal, Atonement, Wild Child, Green- berg og Magic Magic svo einhverjar séu nefndar. Hún þykir ófeimin og hugrökk fyrir framan myndavélina. Juno var kosin rísandi stjarna árið 2013 á BAFTA-verðlaunahátíðinni. Í samtali við netmiðil Dagens Ny- heter í tilefni af sýningum Vinyl í sænska sjónvarpinu, segist Juno dást af viðhorfum fólks og áræði á áttunda áratugnum. „Á þessum tíma varð bylting í tónlist og lífs- stíl. Ég hef hrifist mjög af fatastíl og frjálsræði þessa tíma. Þá hef ég fengið að vinna með frábæru fólki. Leikstjórinn Scorsese hefur meiri orku en tugur tíu ára krakka. Auk þess er hann mjög vel að sér í öllu því sem hann tekur sér fyrir hend- ur, hvort sem það er í sambandi við kvikmyndagerð eða tónlist.“ Með Juno í Vinyl leikur James, sonur Mick Jagger. Það var einmitt Jagger sem fékk þá hugmynd fyrir 20 árum að gera kvikmynd um tón- listarbransann í New York á átt- unda áratugnum. Það var þó ekki fyrr en Scorsese og Terence Wint- er stukku á hugmyndina að eitthvað fór að gerast. Þeir ákváðu að gera fremur sjónvarpsþáttaröð sem síðar fékk nafnið Vinyl. Þeir óttast ekki að sýna hina dökku hlið bransans, frjálslegt kynlíf, fíkniefni og æsi- legt rokk og ról. June Temple segist ekki myndi vilja vera 13 ára í dag. „Unglingar í dag lifa of hröðu lífi, þeir verða fyrir einelti ef þeir eiga ekki snjall- síma, kynnast í gegnum Tinder á meðan margir lifa mjög einangruðu lífi með tölvunni. Mér finnst mikil- vægt að hitta fólk, sjá hvernig það lítur út og finna lyktina af því. Ég er ekki einu sinni á Facebook eða Twitter,“ segir hún. Juno segist trúa því að Vinyl-þáttaserían verði inn- blástur fyrir yngri kynslóðir. Þætt- irnir gætu opnað huga þeirra og horfir hún til David Bowie í því sambandi. „Ég vona líka að Vinyl fái fólk til að kaupa „raun- verulegar“ plötur aftur. Þegar maður hlustar á tónlist í gegnum iP- hone fer hún í gegn- um heyrnartæki. Frá vinyl-plötum kemur tónlistin beint í æð.“ Juno ólst upp við rokk og pönk sem smábarn. Foreldrar hennar voru starfandi í heimi fræga fólks- ins og hittu oft rokkstjörnur. Faðir hennar, Julian Temple, var leik- stjóri og gerði pönk- og rokkheim- ildarmyndir. Juno var alin upp í London og vissi snemma að hana langaði að verða leikkona. Núna býr hún í Los Angeles ásamt kær- asta sínum, Michael Angarano, en þau kynntust þegar þau léku saman í kvikmyndinni The Brass Teapot árið 2012. elin@365.is Juno Temple hefur vakið mikla athygli í þáttunum Vinyl sem nú fara sigurför um heiminn. MYND/GETTY Ray Romano, best þekktur úr þáttunum Everybody Loves Raymond, og Bobby Cannavale fara með helstu hlutverk í Vinyl. Bobby lék meðal annars í Will and Grace og í mynd Woody Allen, Blue Jasmin. MYND/GETTY Óttar Guðmundsson geðlæknir. Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi LEVÍ S LÆKKAR VERÐIN *Skv. verðskrá Levi.com og gengistöflu Íslandsbanka 3. mars 2016 Verðdæmi Levi ś 501 Ísland kr. 13.990 Bretland kr. 13.764* Danmörk kr. 15.198* 1 1 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r6 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l 1 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 B C -4 5 7 C 1 8 B C -4 4 4 0 1 8 B C -4 3 0 4 1 8 B C -4 1 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.