Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 22
Að viðurkenna ekki foreldrafirringu er afneitun réttlætis Þar til dauðinn aðskilur Fyrir nokkrum árum leitaði til mín ungur maður frá Lettlandi vegna skilnaðarmáls. Hann hafði komið til Íslands með rússnesk- um kærasta sínum síðla árs 2011 og þeir látið gifta sig hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Nýbúið var að heimila samkynhneigðu fólki að ganga hér í hjúskap og síðan hefur orðið æ vinsælla hjá hinsegin fólki, eins og það kallar sig, að koma til Íslands í þessum tilgangi. Svo framarlega sem einstaklingar mæta hér með tilskilin vottorð vegna hjónavígsluskilyrða eru þeir gefnir hér saman. Nú vildi þessi ungi maður hins vegar skilja við maka sinn. Í heima- löndum þeirra var hjónaband sam- kynhneigðs fólks ekki viðurkennt og því ekki mögulegt fyrir þá að fá þar skilnað. Þess vegna leitaði hann til Íslands, enda hafði giftingin átt sér stað hér. Að athuguðu máli komu í ljós ann- markar. Hjúskaparlög gera ekki ráð fyrir því að erlendir ríkisborgarar fái hér skilnað. Þó geta þeir erlendu ríkis- borgarar sem hafa skráð sig í samvist hér á landi leitað með mál vegna sam- vistarslita fyrir dómstóla. Ekkert heyrt frá ráðuneytinu Þar sem svo virtist sem gleymst hefði að setja ákvæði um skilnað samkyn- hneigðra í hjúskaparlögin þegar þeim var breytt fór ég af stað haustið 2013, sendi erindi til innanríkisráðuneyt- isins og alþingismanna og ræddi líka við formann nefndarinnar sem kom að málinu. Ég hef ekkert heyrt frá ráðuneytinu vegna málsins og einn þingmaður hafði samband og virtist hafa áhuga á málinu. Formaður vel- ferðarnefndar Alþingis hafði góð orð um að kanna þetta. Ég veit ekki hvað hefur svo gerst á þeim vettvangi. Umbj. minn í Lettlandi hafði aftur samband sumarið 2015, og hann og maki hans vildu nú báðir láta reyna á það hjá viðkomandi yfirvöldum hvort þeim yrði í raun synjað um skilnaðinn. Í þeirri von að sýslumaður myndi fallast á beiðni um útgáfu skiln- aðarleyfis með vísan til lögjöfnunar, mannréttindasjónarmiða eða eðlis máls var leitað til embættisins og skilnaðar óskað. Því erindi var hafnað með snyrtilegu bréfi og vísað í laga- bókstafinn. Þá var dómstólaleiðin ein eftir. Málinu var stefnt inn fyrir Hér- aðsdóm Reykjavíkur nú í haust sem vísaði málinu frá. Hæstiréttur stað- festi svo úrskurð héraðsdóms með dómi sínum 8. mars 2016. Rökstuðn- ingurinn: Málsaðilar eru erlendir ríkisborgarar og búa ekki hér á landi. Þeir falla ekki undir lögsögu íslenskra dómstóla í hjúskaparmálum og ekki verður byggt á undantekningarreglu hjúskaparlaganna um staðfesta sam- vist. Sem sagt, þessir ágætu ungu menn, sem gengu hér í hjónaband í desemb- er 2011, fá ekki skilnað. Ekki heima hjá sér og ekki á Íslandi, þar sem þeir þó giftu sig. Alþjóðlegur einkamálaréttur gerir ráð fyrir því að fólk leiti skilnaðar í því landi þar sem það býr eða því landi þar sem það á ríkisfang. Flest lönd Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku viðurkenna nú rétt samkynhneigðra til að gifta sig. Þess vegna kann að vera að svona mál séu fremur sjaldgæf. Því má velta fyrir sér hvaða þýð- ingu það hafi fyrir mennina að fá ekki skilnað. Kannski ekki mikla, lagalega séð. Það má hugsa sér að annar þess- ara manna óski eftir að gifta sig að nýju einstaklingi frá landi þar sem réttur samkynhneigðra til hjúskapar er viðurkenndur. Þá fæst það ekki, því hann hefur ekki fengið skilnað og tví- kvæni er almennt ekki viðurkennt á Vesturlöndum. Fólk giftir sig þó ekki fyrst og fremst í lagalegum tilgangi. Þar ráða tilfinningar mestu. Sama gildir um skilnað. Á meðan löggjöf hér er ekki breytt verður þessi umbjóðandi minn að sætta sig við að vera í hjúskap. Eða eins og prestarnir segja, þar til dauð- inn aðskilur. Svo virtist sem gleymst hefði að setja ákvæði um skilnað samkynhneigðra í hjú- skaparlögin þegar þeim var breytt. Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlög- maður Frá árinu 2000 hafa 10.499 Íslendingar flutt af landi brott umfram Íslendinga sem hafa flust til landsins. Á sama tíma fjölgar erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaði og eru orðnir fleiri en árið 2007 eða 17.700 manns. Slæm kjör almennings eru helsta orsök þess að fólk flýr land. Nær ómögulegt er fyrir ungt fólk að kaupa húsnæði. Okurleiga er viðvarandi og ekkert gert til að stemma stigu við henni. Verka- lýðshreyfingin gerir ótrúlega litlar kröfur á atvinnurekendur. Í síðustu samningum var samið um að lágmarkslaun næðu 300 þúsundum 2018 á sama tíma og velferðarráðuneytið gefur út að lágmarksframfærsla einstaklings sé kr. 236.581 á mánuði og hjóna með tvö börn er 507.908 án hús- næðiskostnaðar. Þess ber að geta að 300 þúsundin eru laun fyrir skatt og gjöld. Iðnaðarmenn fóru sérlega illa út úr hruninu. Fjöldi manna missti vinnu þegar byggingafram- kvæmdir stöðvuðust. Öðrum var gefinn kostur á lágmarkslaunum sem nú rétt slefa yfir 300 þúsund á mánuði fyrir fulla vinnu. Iðnaðar- menn fluttu í stórum hópum til Noregs og annarra Norðurlanda þar sem þeir eru eftirsótt vinnuafl vegna þekkingar sinnar, dugnaðar og menntunar. Þessir iðnaðar- menn eru ekki að koma heim því launum er markvisst haldið hér niðri með innfluttu vinnuafli eins og tölurnar hér að ofan sýna. Það er verið að skipta út íslensk- um iðnaðarmönnum fyrir suður- og austur-evrópska verkamenn, færanlegt vinnuafl. Nú fjölgar aftur starfsmönnum sem hingað koma á vegum svonefndra starfsmanna- leiga og kallast það þjónustukaup af Evrópska efnahagssvæðinu. Hvaða menntun hefur það fólk sem hingað er leigt eða ræður sig hér í störf iðnaðarmanna? Þeir eru ekki iðnsveinar og hafa í fæstum tilfellum tilskilin réttindi eins og krafist var hér og við þekkjum frá nágrannalöndum. Því miður er menntun flestra líkari því sem sagt er frá í Grimms-ævintýrum, þ.e.a.s. einhver takmörkuð verkþekking en lítil sem engin skólaganga eða önnur nauðsynleg grunnmenntun. Ýmis samtök, t.d. Samtök versl- unar og þjónustu, hafa sótt stíft og lagt til við stjórnvöld að afnema lögverndun iðngreina. Iðnlög- gjöfin og lögverndun iðngreina hefur verið þyrnir í augum þeirra sem vilja eyðileggja iðnmenntun í landinu. Skipt út fyrir ódýrt vinnuafl Íslenskum launþegum sem vilja sanngjarnan skerf af kökunni er nú skipt út fyrir erlent ódýrt vinnuafl sem ekki gerir kröfur. Á Reykjavíkursvæðinu er skóli einn þar sem 75% nemenda eru af erlendum uppruna og hafa annað mál en íslensku að móðurmáli. Skóli þessara krakka kemur endur- tekið afar illa út úr svonefndum PISA-könnunum og samræmdum prófum. Brottfall unglinga af erlendum uppruna úr framhalds- skólum er allt að 90%, og ný kyn- slóð ódýrs vinnuafls vex úr grasi. Svona er íslenskt samfélag í dag þegar bankar og stórfyrirtæki merg- sjúga almenning í landinu með samþykki stjórnvalda. Arði af auð- lindum þjóðarinnar og fyrirtækjum í eigu ríkisins hefur verið komið á fárra hendur sem kreppast fast utan um aurinn, þegar stór hluti þjóðar- innar býr við fátækt og innviðir samfélagsins eru í molum. Svona er þrælahaldið endurvakið í breyttri mynd og svona eru vistarböndin endurvakin með eiginlegu eignar- haldi fyrirtækja á erlendu vinnuafli og fjölskyldum þeirra sem ekki þora eða geta ekki sótt rétt sinn. Koma verður í veg fyrir að gróða- braskarar geti nýtt sér eymd fólks frá löndum þar sem allt aðrar kröfur eru til almennra lífsgæða á sama tíma og grafið er undan þeim ávinningi sem almenningur hér á landi hefur barist fyrir áratugum saman. Skipt um þjóð Foreldrafirring er mjög alvar-legt fyrirbæri þar sem ung-lingar og eða börn eru með skipulögðum hætti heilaþvegin með mannskemmandi umtali, lygum og hreinum rógburði um hitt foreldrið og aðstandendur þess, svo að varnarlaust ungviðið fer smám saman að hafna öllu og öllum og jafnvel hata, algerlega að ósekju, það foreldri sem haldið er úti í kuldanum svo og alla tilheyr- endur þess foreldris, án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Þannig, með lotulausum lygum og rógburði, nær foreldrið tangarhaldi á varnarlausu ungviðinu, sem þar með verður fyrir mjög svo alvarleg- um tilfinningalegum og sálrænum skaða, ofbeldi sem getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir alla framtíð ungviðisins, sálrænar sem geðrænar, ekki síður en kynferðis- brot. Jafnvel þótt nákvæm skilgreining á heilkenni foreldrafirringar sé enn ekki prentuð orðrétt í læknisfræði- legri handbókargreiningu og í töl- fræði varðandi geðraskanir, þá eru mörg lönd og dómstólar fullkom- lega samþykk hugtakinu vegna þess að þessi læknisfræðilega hand- bók viðurkennir greinilega hug- myndafræðina um andlegt ofbeldi á barni frá foreldri eða frá nánum fjölskyldumeðlimi. Svo fleiri og fleiri lönd, þar á meðal Evrópski mannréttindadómstóllinn, for- dæma greinilega foreldrafirringu. Til dæmis, í Frakklandi, í septem- ber 2015, foreldri sem hegðaði sér þannig, var dæmt í fimm mánaða fangelsi og eftirlit, einnig til með- ferðar geðlæknis … Í ágúst 2010, staðfesti forseti Brasilíu ný lög gegn foreldrafirr- ingu. Þessi lög eiga að dæma for- eldra sem brjóta umgengnisrétt og samskiptarétt, baktala eða tala illa um foreldra og heilaþvo börn. En á Íslandi er jafnvel brot á umgengnisrétti ekki einu sinni talið vera glæpur…! Jafnvel stöðumælabrot er litið alvarlegri augum en umgengnis- brot! Foreldrafirring á Íslandi er eitthvað sem yfirvöld loka aug- unum fyrir. Málið er tabú …! Úrelt barnalög Barnalög, sem taka ekkert tillit til velferðar og hagsmuna barns ef um deilur eða hatursfullan skilnað for- eldra er að ræða (án þess að fara út í það augljósa, mismuninn á jafn- rétti móður og föður), eru alger- lega úrelt. Barnalög taka ekki mið af því hversu börn geta verið mikið niðurbrotin eftir að hafa verið heilaþvegin, kúguð og þvinguð til þess að ljúga vegna spillts og ills innrætis foreldris. Þegar íslensk yfirvöld veita blindandi spilltu foreldri forræði yfir barni þá verða þau sjálfkrafa vitorðsmenn spillta foreldrisins vegna þess að þau láta forræðisforeldrið fá öll yfirráðin og þar af leiðandi getur foreldrið stjórnað barninu algjörlega, jafnvel til að slíta sambandinu við hitt for- eldrið og alla fjölskyldu þess. Þar af leiðandi loka þau vísvitandi augum fyrir því að þau brjóta grundvallar- rétt á fjölskyldu (8. gr. Mannrétt- indasáttmála Evrópu). Ellefta árið í röð, þann 25. apríl, verður haldinn alþjóðlegi dagurinn gegn foreldrafirringu, tækifæri fjöl- margra með mótmælum og atburð- um til að auka vitund og miðla um þessa plágu. Og hvað er í gangi um foreldra- firringu á Íslandi í dag? Hvað verður gert á Íslandi þann 25. apríl fyrir alþjóðlega daginn gegn foreldrafirringu? Er Ísland ekki hluti af alheiminum? Jafnvel þótt nákvæm skil- greining um heilkenni foreldrafirringar sé enn ekki prentuð orðrétt í læknis- fræðilegri handbókargrein- ingu og í tölfræði varðandi geðraskanir, þá eru mörg lönd og dómstólar fullkom- lega samþykk hugtakinu. François Scheefer fyrrverandi formaður félags um vináttu og nemendaskipti Frakklands og Íslands Samband mitt við VÍS og forvera þess spannar rúmlega fjörutíu ár. Á þeim árum hefur ýmislegt gengið á í starfi félagsins. Það hefur breyst úr því að vera gagnkvæmt tryggingafélag sem í raun er undir stjórn tryggingataka og í það að vera hlutafélag í eigu fárra. Hlutafélagið hefur ítrekað orðið fyrir því að óvandaðir menn hafa farið þar um og afgreitt sig sjálfir. Nú á enn einu sinni að ryksuga fé út úr félaginu í þágu fárra, meira að segja á tíma þegar samtök alþýðu í landinu eiga ráðandi hlut í félaginu. Allan þann tíma sem viðskipta- samband mitt og VÍS hefur staðið hefur undirritaður sýnt félaginu tryggð, líka á þeim tímum þegar brotsjóir spillingar riðu yfir, mest vegna þess að félagið ræður yfir afar færu og lipru starfsfólki sem hefur komið til liðs í þau fáu skipti sem óhöpp hafa ratað á fjörur mínar. Nú þegar við blasir að ný kynslóð græðgismanna er mætt á sviðið og ætlar að endurtaka vonda siði for- tíðarinnar, ætlar að skammta sér stórfé á kostnað tryggingartaka og eftir að hafa hækkað iðgjöld þeirra er mælirinn fullur. Í ljós hefur einn- ig komið að útgreiðsla væntanlegs arðs verður fjármögnuð með skulda- bréfaútgáfu með drjúgri ávöxtun. Viðskiptavinir munu að óbreyttu greiða herkostnaðinn af þessu. Það er vandi að finna sér nýtt tryggingarfélag. Hin tvö stóru félögin hafa ratað sama græðgis- veginn, meira að segja félag sem endurreist var fyrir skattfé og selt fjárfestum með drjúgu tapi ríkis- sjóðs. Almannahagur virðist ekki skipta þetta fólk neinu máli. Það er miður. Ég ætla hins vegar ekki að láta menn komast upp með þessa framkomu einu sinni enn og mun því leita á ný mið með við- skipti mín. Ég sé eftir þjónustulund starfsmanna VÍS og óska þeim alls hins besta. Ég vona að uppskera eigendanna verði í samræmi við sáninguna. Farvel VÍS. Farvel VÍS Nú á enn einu sinni að ryksuga fé út úr félaginu í þágu fárra, meira að segja á tíma þegar samtök alþýðu í landinu eiga ráðandi hlut í félaginu. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknar- flokksins Guðmundur Sighvatsson byggingafræð- ingur og félagi í Alþýðu- fylkingunni 1 1 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r22 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 B C -4 A 6 C 1 8 B C -4 9 3 0 1 8 B C -4 7 F 4 1 8 B C -4 6 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.