Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 44
Í 13. gr. nýgerðs samnings landbún-aðarráðherra, fjármálaráðherra og bændasamtaka um starfsskilyrði
nautgriparæktar segir svo, orðrétt:
„Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra mun beita sér fyrir breytingu á
tollalögum til að breyta magntollum
á mjólkur- og undarrennudufti (sic)
og ostum til sama raunverðs og gilti í
júní 1995“. Starfsmenn atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytisins eru
þegar farnir að undirbúa framkvæmd
þessa ákvæðis. Þeir munu hafa skoð-
að tvær mögulegar útfærslur á ákvæð-
inu. Annars vegar með því að miða
við breytingar á verði gjaldmiðla
(m.v. gengi SDR) og hins vegar með
því að miða við vísitölu neysluverðs.
Sé miðað við gengisbreytingar ættu
magntollar samkvæmt umræddri
grein að hækka um 81,5%. Sé miðað
við vísitölu neysluverðs ættu magn-
tollar samkvæmt 13. grein að hækka
um 148,9%. Starfsmenn atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytisins telja
81,5% vera of litla hækkun og leggja
til að umræddir magntollar hækki
um 148,9% að verðgildi!
Nú er það svo að miklar hækkanir
einstakra kostnaðarliða þurfa ekki að
skipta miklu máli sé vægi viðkom-
andi kostnaðarliðar í heildarkostnaði
lítið. Áhrif magntollsins til hækkunar
endanlegs útsöluverðs er því breyti-
legt eftir því hversu dýrir ostarnir eru
hjá erlendum birgjum.
Að minni ósk reiknaði forstjóri
Haga út hvaða áhrif lofuð hækkun
magntollanna um 148,9% hefði á
kostnaðarverð erlendra osta sem eru
til sölu í kæliborðum fyrirtækisins.
Niðurstaðan kemur fram í meðfylgj-
andi töflu. Til skoðunar eru fjórir
ostar, Mozzarella-ostur og smur-
ostur (Buko) sem eru í ódýrari kant-
inum. Tveir dýrir ostar eru einnig til
skoðunar, Parmesan annars vegar og
Camembert hinsvegar.
Af töflunni má auðveldlega ráða
að ódýrari ostarnir (Mozzarella og
Buko) hækka hlutfallslega mun meira
en hinir dýrari (Camembert og Par-
mesan). Nú skiptir kannski ekki öllu
máli þó samkeppnisstaða Mozzarella
osta á Íslandi sé skekkt samanborið
við Parmesan. Það sem er alvarlegt
og alþingismenn og kjósendur ættu
að athuga vel er sú staðreynd að tolla-
breytingin mun því veita ódýrustu
íslenskt framleiddu ostunum meira
skjól en þeim íslenskum ostum sem
dýrastir eru. Það má reikna með
því að í kjölfar tollahækkunarinnar
muni íslenskir ostar sem ætlaðir eru
til daglegs brúks, brauðostar og skóla-
ostar, hækka umfram aðra osta og
aðrar mjólkurvöru. Ég læt lesendum
eftir að meta hvaða þjóðfélagshópar
verða fyrir mestum búsifjum af
völdum þessara hækkana. Vonandi
tekst Alþingi að koma í veg fyrir að
umræddur samningur öðlist gildi.
Ofurtollar hækkaðir, auknar álögur á
barnafjölskyldur og tekjulitla
Þórólfur
Matthíasson
hagfræði
prófessor
Í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að leggja frumvarp
stjórnlagaráðs til grundvallar í nýrri
stjórnarskrá. Alþingi hikstaði á að
afgreiða málið, skipuð var enn ein
stjórnarskrárnefndin með gamla
laginu og þremur árum síðar líta þrjár
greinar dagsins ljós, en eftir sitja allt að
111 greinar. Hraði snigilsins.
Við lestur þessara greina sést að
til þess að ná niðurstöðu hefur verið
dregið of mikið í land á of mörgum
stöðum varðandi grundvallaratriði
til þess að hægt sé að segja að farið
sé að kröfunni um að leggja frum-
varp stjórnlagaráðs til grundvallar.
Nefndarmenn hafa vafalaust lagt sig
fram til þess að komast að niðurstöðu,
en á prófi dugar ekki að gefa einkunn
eingöngu fyrir viðleitni, heldur fyrir
úrlausnina sjálfa.
Dæmi: Hjá stjórnlagaráði er hið
skýrt skilgreinda og viðurkennda
alþjóðlega hugtak sjálfbær þróun
grunnstef og forsenda, einkum um
náttúruauðlindir og nýtingu þeirra:
„Við nýtingu auðlindanna skal hafa
sjálfbæra þróun og almannahag að
leiðarljósi.“ Í greininni um náttúru
Íslands og umhverfi er krafan um sjálf-
bæra þróun varðandi náttúru Íslands
og umhverfi orðuð svona: „Nýtingu
náttúrugæða skal haga þannig, að
… réttur náttúrunnar og komandi kyn-
slóða sé virtur.“ Þetta eru aðalatriðin
í sjálfbærri þróun og geirneglt, því
að nýting auðlinda með rányrkju er
helsta ógnunin við það mikilvægasta
viðfangsefni þjóða heims að koma
á sjálfbærri þróun. Þetta alþjóðlega
hugtak er vel skýrt og viðurkennt svo
að það auðveldar löggjafanum, fram-
kvæmdavaldinu og dómstólunum
störf þeirra.
En þessu er breytt í tillögu stjórnar-
skrárnefndar og hugtakið „sjálfbær
þróun“ fært yfir í greinina um vernd
náttúru og umhverfis, sem grund-
vallast skuli „á varúðar- og langtíma-
sjónarmiðum með sjálfbæra þróun
að leiðarljósi“. Ágætt að nefna sjálf-
bæra þróun í þessari grein, en afleitt
að fella hugtakið út úr grein um nátt-
úruauðlindir í þjóðareign og segja
aðeins: „Auðlindir náttúru Íslands …
ber að nýta á sjálfbæran hátt …“ og
fella burtu orðalagið um „rétt náttúr-
unnar og komandi kynslóða“. Einkum
er bagalegt að fella burtu rétt komandi
kynslóða, sem er aðalatriði sjálfbærrar
þróunar. Sagt er í greinargerð að sjálf-
bær þróun sé „yfirmálefni“ en það
kemur ekki í staðinn fyrir sjálfan laga-
textann á þeim stað þar sem hans er
mest þörf.
Teygjanlegt orðalag
Orðalagið „að nýta á sjálfbæran hátt“
er teygjanlegt. Dæmi: Orkuver á
Íslandi eru af Íslendingum talin sjálf-
bær ef orkan endist í 50 ár, en það er
víðsfjarri því sem átt er við í alþjóðlega
hugtakinu „sjálfbær þróun“, sem vísar
til allra komandi kynslóða. Þar að auki
felur sjálfbær þróun í sér að skerða
ekki með stórfelldum óafturkræfum
umhverfisspjöllum rétt komandi kyn-
slóða, eins og til dæmis var gert með
Kárahnjúkavirkjun.
Hægt væri að lagfæra þetta í textum
stjórnarskrárnefndar með því að færa
hugtakið „sjálfbær þróun“ til baka
inn í auðlindagreinina og fella inn í
greinina um verndina kröfu um rétt
náttúrunnar og komandi kynslóða.
Í tillögu stjórnarskrárnefndar eru
felld út úr frumvarpi stjórnlagaráðs
ákvæði um að „óbyggð víðerni njóti
verndar“ og að „fyrri spjöll skuli bætt
eftir föngum“. Spyrja má hvaða nauð-
syn hafi borið til að fella burtu úr texta
mestu verðmæti náttúru Íslands og
nefna ekki heldur landbótastarf í
landi þar sem landspjöll eru einhver
hin verstu sem þekkjast í heiminum.
Stjórnarskrárnefnd bætir inn
ákvæði um rétt landeigenda, sem á sér
enga hliðstæðu í erlendum stjórnar-
skrám enda nægir sú grein núverandi
stjórnarskrár sem segir að eignaréttur-
inn sé friðhelgur. Nefnd eru „varúðar-
og langtímasjónarmið“, en í greinar-
gerð segir hins vegar að þau feli ekki í
sér algildan mælikvarða. Orðalaginu
um veitingu nýtingarleyfa „gegn
fullu gjaldi …“ er breytt í „Að jafnaði
skal taka eðlilegt gjald...“ Orðin „að
jafnaði“ opna fyrir undanbrögð eins
og til dæmis þegar fyrst voru sett
ákvæði um stefnuljósanotkun, en með
orðinu „einkum“ varð ákvæðið gagns-
laust. Í texta stjórnarskrárnefndar eru
gefnir að óþörfu möguleikar á undan-
brögðum varðandi framkvæmd lag-
anna sem skapa bæði réttaróvissu og
stjórnmálalega óvissu, sem síst má
ríkja í mikilvægustu málefnum 21.
aldarinnar.
Vikið frá kröfunni í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni 2012
Ómar Þ.
Ragnarsson
sjónvarpsmaður
Í texta stjórnarskrárnefndar
eru gefnir að óþörfu mögu-
leikar á undanbrögðum
varðandi framkvæmd
laganna sem skapa bæði
réttar óvissu og stjórnmála-
lega óvissu, sem síst má ríkja
í mikilvægustu málefnum
21. aldarinnar.
Mozzarella 200 g 430 1070 52,7%
Parmesan 200 g 430 1070 25,2%
Camembert 240 g 500 1250 35,6%
Buko (smurostur) 200 g 500 1250 39,0%
Magntollur kr/kg
Nú Skv. 13. gr.
Hækkun á
kostnaðarverði %Tegund
AÐALFUNDUR
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18. gr. í samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild til félagsstjórnar um kaup á eigin hlutum
skv. 55. gr. hlutafélagalaga.
3. Önnur mál.
Aðalfundur HB Granda hf. verður haldinn föstudaginn
1. apríl 2016 í matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
og hefst hann klukkan 17:00. Fundurinn fer fram á íslensku.
Réttur hluthafa til að fá mál sett á
dagskrá hluthafafundar og kosning
Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál
tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann
gerir um það skriflega eða rafræna kröfu
og sendir til félagsstjórnar á netfangið
adalfundur2016@hbgrandi.is með það
löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið
á dagskrá fundarins. Þannig skulu óskir
hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 17:00
22. mars 2016, þ.e. 10 dögum fyrir
fundinn.
Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði
hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf
félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða
afhent á fundarstað.
Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja
fundinn geta:
a) veitt öðrum skriflegt umboð.
b) greitt atkvæði skriflega.
Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér
annan hvorn þessara kosta er bent á að
kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig
þeir skuli bera sig að. Þar er að finna
leiðbeiningar um skráningu, form skjala og
hvernig þeim skuli skilað til félagsins.
Aðrar upplýsingar
Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr.
hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega,
minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um
framboð til stjórnar. Tilkynnt verður um
framkomin framboð tveimur dögum fyrir
aðalfundinn.
Dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir
aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins
og tillögur eru hluthöfum tiltæk á íslensku,
á heimasíðu félagsins og á skrifstofu
félagsins á venjulegum skrifstofutíma.
Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar
viku fyrir fundinn.
Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er
að finna á vefsíðu félagsins,
www.hbgrandi.is
Stjórn HB Granda hf.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
G
R
A
7
87
92
0
3/
16
1 1 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
1
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
B
C
-4
5
7
C
1
8
B
C
-4
4
4
0
1
8
B
C
-4
3
0
4
1
8
B
C
-4
1
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K