Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 24
- lægra verð „Ég fór í skipulagða ferð með Bændaferðum til Ubud á Balí fyrir tveimur árum og heillaðist vægast sagt af staðnum, orkunni, fegurðinni, fólkinu, andrúmsloft- inu og umhverfinu. Ég hef verið svo heppin að geta ferðast víða um heiminn en það var einfaldlega eitthvað alveg sérstakt við þennan stað. Hann hafði meiri áhrif á mig en nokkur annar og kannski ekki að undra, enda talað um að þar sé hamingjutíðnin einstaklega há. Þegar ég lagði af stað á flugvöll- inn eftir dvölina fann ég að ég yrði að koma aftur. Ég var ekki búin. Ég setti mér því strax það markmið að fara aftur,“ segir Kolbrún. Settu Sjálfið í forgang Ári síðar viðraði hún þá hugmynd við nánustu vinkonur sínar hvort þær ættu ekki að fara saman. „Ég hafði þá smitað þær hressilega með endalausu tali um Balí. Á að- eins örfáum dögum fæddist fjór- tán kvenna hópur. Flestar könnuð- umst við hver við aðra. En þó ekki allar. Við nýttum svo árið í að hitt- ast, skipuleggja ferðina, finna hag- stæðustu verðin, undirbúa okkur, stunda líkamsrækt saman, safna og sníða ferðina að þörfum allra.“ Kolbrún segir tilgang ferðarinn- ar umfram allt hafa verið að setja sjálfið í forgang, hugsa vel um sig andlega og líkamlega, næra sig með hollum og góðum mat, stunda jóga og fara örlítið út fyrir þæg- indarammann. „Við vildum skila íslensku stressi og streitu og æfa okkur að vera í núinu. Um leið sköpuðust dýrmætar minningar með einstaklega vel gerðum og dásamlegum konum.“ Hópurinn var hálfan mánuð á ferðalagi. „Við skiptum einu sinni um hótel til að brjóta ferðina örlít- ið upp. Við byrjuðum á að dvelja í tíu daga í Ubud sem er mikill heilsubær og enduðum dvölina á notalegu hóteli þar sem það við slökuðum á og söfnuðum d-víta- míni í kroppinn.“ Hópurinn prófaði ýmsar teg- undir af jóga. „Þá sóttum við nám- skeið af ýmsu tagi. Má þar nefna silfursmíði, ilmvatnsgerð, málun og fleira. Við fórum líka á fílsbak, kíktum á kaffiekrur og í kaffi- smakk. Eins fórum við í hugleiðslu, nudd og dekur ásamt því að ganga um bæinn með myndavélarnar á lofti. Við nutum þess að skoða staðinn og menninguna og kynnast fólkinu í bænum,“ lýsir Kolbrún. eiga SamtalS 39 börn Hún segir einstakt hugarfar ein- kenna Balíbúa og dýrmætt að upp- lifa það. „Þeir búa yfir stórkost- legri nægjusemi, fallegri trú og miklum kærleik sem er gott að til- einka sér og taka með sér heim í pokanum.“ Kolbrún segir það fljótt hafa komið í ljós að aðalverkefni hópsins væri að læra að vera og leyfa dög- unum að þróast eftir líðan, orku og stuði. „Saman eigum við 39 börn. Þetta flæði og skipulagsleysi, ef svo má að orði komast, var því kær- komið, enda við allar vanari því að hver mínúta sé skipulögð heima.“ Ferðin var með miklu jóga- og hugleiðsluívafi. Aðspurð segir Kol- brún prógrammið þó ekki hafa verið mjög stíft. „Við prófuðum nokkrar jógastöðvar og kynntumst ólíkum jógakennurum sem komu víðs vegar að úr heiminum. Það var afar lærdómsríkt og áhuga- vert.“ Kolbrún segir umhverfið líka hafa haft mikið að segja. „Við stunduðum jóga í sal með ólýsan- legu útsýni yfir eldfjöll og nátt- úru og svo ómaði fuglasöngur allt í kring. Þá gerðum við æfingar undir berum himni við sólarupp- rás með útsýni yfir Indlandshaf svo eitthvað sé nefnt. Hvort sem maður er forfallinn jógi eða ekki þá er ekki hægt annað en að kunna að meta slíkt. Maður finnur ein- faldlega fyrir hreinu þakklæti og mikilli auðmýkt við svona aðstæð- ur,“ segir Kolbrún. En þarf ekki að kunna eitthvað fyrir sér í jóga til að fara í svona ferð? „Alls ekki. Við höfðum allar mjög misjafnan grunn í jóga eða öðrum íþróttum. Við vorum allar á okkar eigin forsendum. Við vorum með gott skipulag í óskipulaginu þar sem hver og ein deildi því sem til stóð að gera á sameiginlegri Face book-síðu hópsins. Reglan var sú að allar voru velkomnar en engin skyldug til að mæta.“ Aðspurð segir Kolbrún að félagsskapurinn og vináttan sem þróaðist og dýpkaði með hverj- um degi standi upp úr eftir ferð- ina. „Við komum allar heim með stærra hjarta.“ ÚtSjónarSamar Kolbrún mælir heilshugar með svona ferð. „Þetta er eitthvað sem allar konur ættu að upplifa og með góðu skipulagi og útsjónar- semi ætti það að vera gerlegt fjár- hagslega sem er auðvitað enn þá skemmtilegra. Við vorum ofsa- lega klókar og sniðugar og gerð- um þetta fyrir lítið. Svo er auð vitað bara þroskandi að ferðast um, skoða heiminn og kynnast fólki frá öðrum menningarheimum, hvað þá með vinkonum sínum. Þetta eru minningar sem við munum ylja okkur við um ókomna tíð.“ ný tækifæri Kolbrún starfar við markaðsmál og fleira í Sporthúsinu. „Það eru engir tveir dagar eins sem gerir starfið einstaklega lifandi og spennandi. Húsið er alltaf fullt af jákvæðu og skemmtilegu fólki sem á það allt sameiginlegt að vilja bæta heilsu sína og annarra. Kolbrún var áður ritstjóri Nýs lífs og Lífs- ins, fylgirits Fréttablaðsins. Hún segir blaðaskrif sameina mikið af áhugamálum sínum og hefur verið lausapenni hjá tímaritinu MAN frá upphafi, meðfram öðrum störfum. „Ég er alltaf opin fyrir tækifærum þegar kemur að skrifum enda bakt- ería sem ég losna ekki við.“ Áhugi hennar á Balí og jóga hefur auk þess tekið á sig skemmtilega mynd og fætt af sér ný tækifæri. „Á verkefnalistan- um er meðal annars að fara í jóga- kennaranám. Á haustmánuðum fer ég svo í skipulagða ferð til Balí þar sem stendur til að nýta reynsluna og kynna töfrana fyrir sem flest- um. vera@365.is fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: Sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365. is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 myndaalbÚmið Flestar kvennanna 14 þekktust en þó ekki allar. Djúp vinátta stendur upp úr. Ubud er mikill heilsubær og hópur- inn bragðaði á alls kyns réttum. Hugarfar Balíbúa er að sögn Kol- brúnar einstakt. Aðalverkefni hópsins var að sögn Kobrúnar að læra að vera og leyfa dög- unum að þróast eftir líðan, orku og stuði. Áhugi Kolbrúnar á Balí og jóga hefur fætt af sér ný tækifæri. Hún stefnir á jógakennaranám og ætlar í framhaldinu að kynna töfra Balí fyrir fleirum. FréttABlAðið/VilHelm 1 1 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l 1 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 B C -5 E 2 C 1 8 B C -5 C F 0 1 8 B C -5 B B 4 1 8 B C -5 A 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.