Fréttablaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 21
Þórlindur
Kjartansson
Í dag
Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100
Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985
Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535
PEUGEOT 308
kostar frá kr. 3.190.000
Þó Peugeot 308 hafi hlotið fjölda verðlauna út um allan heim þá
eru það ekki bara verðlaunin sem skera hann frá samkeppninni.
Ómótstæðilegir aksturseiginleikar, gott rými fyrir bæði farþega
og farangur, eyðslugrannar og endingargóðar vélar*, hvort sem
er dísil eða bensín, með eldsneytiseyðslu frá 3,1L/100km og CO2
útblástur frá 82g/km, þá eru þetta eiginleikar sem einfaldlega
er erfitt og nær ómögulegt að keppa við.
Komdu og prófaðu Peugeot 308 hjá okkur í Vatnagörðunum,
bíl sem á sér ekki jafningja.
PEUGEOT 308
SPARNEYTIÐ
LJÓN Á VEGINUM
CO2 82g - ELDSNEYTISEYÐSLA 3,1L/100km
*
Endalaust
ENDALAUS
GSM
1817 365.is
Ef ég kemst að því að einhver hefur skipt gjöf sem ég gaf þá verð ég móðgaður. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að þetta er fáránlegt;
en ég ræð ekki við þetta.
Þetta getur valdið togstreitu, sérstak-
lega eftir að ég áttaði mig á því að ég ætti
í raun og veru ekki að láta þetta í ljós,
heldur að segja að fyrra bragði (með
samanbitnar varir): „Þú bara skiptir þessu
ef þú vilt.“
Ef ég gef bók, þá ætlast ég til þess að
hún sé lesin; ef ég gef flík þá vil ég að hún
sé notuð og ef ég gef einhver tæki eða
gagnlegan hlut þá vil ég fljótlega skýrslu
um hversu mikið hann er notaður. Ef ég
gef mynd eða skrautmun þá er ég friðlaus
þangað til ég get með eigin augum séð að
sá hlutur sé kominn upp á góðan stað á
heimili þess sem fékk gjöfina.
Þetta er líka ástæða þess að ég hef aldrei
sjálfur skilað eða skipt gjöf. Ekki einu
sinni ef ég fæ tvö eintök af sama hlutnum,
flíkur í vitlausri stærð eða muni sem ég
hef engan smekk fyrir. Fyrir mér snúast
gjafir ekki um það hvort einhver hafi látið
af hendi peninga af skyldurækni, heldur
að einhver hafi gefið sér tíma til þess að
hugsa um hvað gæti glatt. Allt frá því ég
lærði að skrifa hef ég skrifað fremst í allar
jólabækurnar ártalið og upplýsingar um
hver gaf og bók sem ég hef fengið gefna
hef ég aldrei hent.
Markaðsmarr í gjafapappír
Hins vegar hef ég aldrei haft neinar sér-
stakar taugar til ýmis konar gjafavöru
sem mér hefur verið rétt á ráðstefnum
eða vörukynningum. Þær eru gefnar í
kynningar- og auglýsingaskyni og hafa
þar af leiðandi ekkert sérstakt tilfinninga-
legt gildi. Þó finnst mér oft gaman að sjá
það þegar fyrirtæki leggja sig fram um
að styrkja menningarlega viðburði og
íþróttamót, eins og til dæmi flugelda-
sýninguna á Menningarnótt í Reykjavík
sem Orkuveita Reykjavíkur studdi lengi
með miklum myndarbrag. Ég hafði gaman
af flugeldasýningunni, en lét það svo sem
ekki hafa nein áhrif á það hvort ég væri
í viðskiptum við Orkuveituna; það var
nokkurn veginn sjálfgefið.
Ég man líka eftir því að hafa fengið Nýja-
Testamentið að gjöf frá Gideónhreyfing-
unni þegar ég var í grunnskóla. Mér þykir
enn vænt um að sjá ljósbláa kjölinn í hill-
unni og vita til þess að góðviljað fólk lagði
það á sig að safna fyrir henni og koma í
skólann til þess að gefa öllum eintak, jafn-
vel þótt Gideónfélagarnir hefðu eflaust
vonast til þess að ég yrði duglegri við að
lesa bókina og lifa eftir boðskap hennar.
Óæskilegar gjafir
Sem betur fer er það nokkuð algengt að
fólk, samtök og fyrirtæki sýni því áhuga
að gera eitthvað gott fyrir umhverfi sitt
og meðborgara. Þetta getur þó verið
vandasamt þegar kemur að börnum og
skólastarfi, eins og Reykjavíkurborg hefur
komist að. Fréttir af ofsafenginni tauga-
veiklun borgaryfirvalda gegn hvers konar
gjöfum til skólabarna hafa á undan-
förnum misserum valdið heilabrotum.
Frægustu og bestu dæmin eru af augljós-
lega saklausum og jákvæðum hlutum sem
meirihlutinn í borginni hefur kosið að
beita sér harkalega gegn. Eimskip og Kiw-
anis mega ekki lengur gefa börnum reið-
hjólahjálma á skólatíma í Reykjavík, það
mátti ekki gefa tannþráð og tannbursta og
heljarinnar fjargviðri var blásið upp til að
koma í veg fyrir að góðviljaðir áhugamenn
um raunvísindi og stjörnuskoðun gæfu
reykvískum börnum sólmyrkvagleraugu.
Röksemdir borgarinnar voru ætíð á
þá lund að í þessu fælist einhvers konar
markaðssetning, þar sem gjafirnar voru
merktar. Ætli borgaryfirvöldum hafi þótt
líklegt að grunnskólabörn yrðu svo upp-
numin af rausnarskap Eimskips að þau
heimti í framhaldinu að foreldrar þeirra
hætti að kaupa vörur sem eru fluttar
með Samskipum; eða verði svo trufluð af
þakklæti í garð Hótel Rangár (sem styrkti
sólmyrkvagleraugun) að þau tækju ekki
annað í mál en að verja sumarfríinu við
bakka Rangár í 300 evra lúxus-svítum?
Það er auðvitað hægt að sjá fyrir sér að
gjafir til skólabarna geti orkað tvímælis
og rétt að fara varlega þegar um augljósan
markaðslegan tilgang er að ræða. Þó er
óþarfi að fara á taugum yfir því. Réttara
væri treysta kennurum og skólastjórn-
endum til þess að beita dómgreind sinni
í hverju tilviki; í stað þess að sýna þeim
þá lítilsvirðingu að snupra þá til þess að
hlýða embættismönnum og stjórnmála-
mönnum í svo léttvægum málum.
Menningarleg markaðssetning
Sem betur fer mun ein almenn undanþága
gegn markaðsstarfi í skólum vera til stað-
ar. Framleiðendur efnis í barnabækur hafa
hingað til fengið leyfi til þess að stunda
markaðsstarf, kynningar og markaðsrann-
sóknir gagnvart markhópi sínum inni í
skólunum. Persónulega finnst mér það
allt í lagi, og hefði ekki áhyggjur þótt fleiri
hefðu slíka undanþágu. Meirihlutanum í
borginni finnst eflaust saklausara að verið
sé að kynna menningarlega hluti heldur
en „ómenningarlega“.
Í því ljósi væri fróðlegt að sjá hvort
meirihlutanum þætti tilefni til að endur-
skoða þá stefnu sína ef Hannes Hólm-
steinn Gissurarson tæki sig til og skrifaði
barnabók og færi í heimsóknir til að lesa
upp úr henni í skólum borgarinnar. Bókin
gæti heitið „Allt í vaskinn“ og fjallað um
framtakssöm ungmenni sem hefja fram-
leiðslu á límonaði en lenda svo í klóm
skattayfirvalda eftir að hafa vanrækt að
skila vsk-skýrslum í upphafi starfseminn-
ar. Svo komast þau að því að skattheimtu-
mennirnir ætla að nota peningana þeirra
til þess að niðurgreiða samkeppnina í
Mjólkursamsölunni og upphefst frá því
mikið ævintýri þar sem hið góða sigrar að
lokum.
Ætli meirihlutinn í borginni yrði ekki
bara sallarólegur með það?
Sér æ gjöf til gjalda?
Bragi Ingason
Einar Árnason
Guðjón Steinsson
Hilmar B. Jónsson
Karl Finnbogason
Ragnar Guðmundsson
Sigurvin Gunnarsson
Jón G. Sigurðsson
Þann 11. nóvember 2015 fór hópur af eldri félögun Klúbbs matreiðslumeistara
í heimsókn til nýja heimaslátur-
hússins að Seglbúðum hjá Erlendi
Halldórssyni og konu hans. Þessi
ferð var okkur mikið forvitnis-
efni enda höfðum við fylgst með
áhuga á opnun þessa fyrsta löglega
heimasláturhúss á landinu.
Erlendur og kona hans sögðu
hina ótrúlegu raunasögu sem þau
þurftu að ganga í gegnum til að
fá atvinnuleyfi. Þessi raunasaga
er reyndar svo ótrúleg að það er
að okkar áliti kraftaverk að þau
hafi ekki einfaldlega gefist upp.
Þarna er rekið sláturhús sem getur
skaffað vöru sem hefur verið látin
kólna í tveimur stigum og síðan
hanga í kæli í fjóra sólarhringa
fyrir frystingu.
Seglbúðir geta skaffað nafn á
bæjum sem kjötið kemur frá, sem
æ fleiri gefa mikið fyrir. Hvort sem
um lamb eða stórgripi er að ræða.
Hin sláturhúsin í landinu geta ekki
einu sinni lofað því að lambið sem
þú kaupir sé nýslátrað eða meira
en ársgamalt. Sem við höfum því
miður persónulega reynslu af.
Nú er búið að loka fyrir dreifingu
frá húsinu og eftir því sem undir-
ritaðir hafa lesið í fjölmiðlum og
eftir viðtal við Erlend eru ástæð-
urnar að mestu leyti misskilningur
byggður að stærstum hluta á því að
ekki hafi fengist leyfi til að taka út
húsið af eftirlitsaðilum á tíma sem
verið var að setja inn línu fyrir
stórgripi og engin slátrun í gangi í
langan tíma.
Við, þessir matreiðslumeistarar
sem fórum á staðinn og skoðuðum
aðstöðuna, skorum á yfirvöld í
viðkomandi greinum og ráðherra
að ganga í að taka málið föstum
tökum og koma á sáttum svo hægt
verði að reka staðinn á þann frá-
bæra hátt sem húsið er byggt fyrir.
Við fögnum því að einhver hafi
riðið á vaðið með að reisa svona
sláturhús sem að okkar mati er
að gera hlutina hárrétt. Því miður
erum við ekki svo vissir um þær
aðferðir sem viðhafðar eru í flest-
um af stóru sláturhúsunum, þar
sem hraðinn á slátrun og verkun er
orðinn svo mikill að það er farið að
koma niður á gæðum.
Er eitthvað óeðlilegt að gerast
varðandi Seglbúðir?
Fyrir mér
snúast gjafir
ekki um það
hvort einhver
hafi látið af
hendi pen-
inga af
skyldurækni,
heldur að
einhver hafi
gefið sér tíma
til þess að
hugsa um
hvað gæti
glatt.
s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 21F Ö s T u d a g u R 1 1 . m a R s 2 0 1 6
1
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
B
C
-4
5
7
C
1
8
B
C
-4
4
4
0
1
8
B
C
-4
3
0
4
1
8
B
C
-4
1
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K