Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaölð-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elln Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: ReynirTraustason og Sigurjón M. Egilsson ábm. FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Asmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viötöl blaösins eru hljóörituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SAMDKORX ■ Baráttan á toppi ævisögu- listans er æsispennandi. Vigdís Grímsdóttir er á góðu róli með bók sína Sagan af Bíbí Ólafsdóttur. Skáldkonan er nú búin að skjóta lífs- sögu Guðna Ágústssonar eftir Sigmund Erni Rúnars- son aftur fyrir sig á metsölulista Moggans en búist er við æsi- spennandi baráttu á lokasprett- inum. Vígdís hefúr það fram yfir Sigmund að hafa fengið frábæra dóma fyrir bók sína en Guðni er umdeildur af ritdómurum. ■ Bjöm Bjarnason dómsmála- ráðherra brást hart við grein Þór- arins Þórarinssonar, ritstjóra Mannlífs, þar sem því er lýst að ráðherrann muni víkja á þessu ári og hætta í pólitík. En þótt ráðherrann neiti þessu er margt sem bendir til þess að hann sé á förum. Hann er til ófriðs inn- an rfkisstjórnar og hefur hjólað opinberlega í bæði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur út af fanga- flugi og Þorgcrði Katrínu Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra vegna þess að hún er að útrýma þjóðkirkjukristni úr skólum landsins. Þá er stöðugur nún- ingur milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðis- ráðherra. ■ Þorgcrður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra er annars í skondinni stöðu í deil- um um Þjóðkirkjuna og skól- ana. Stærstur hluti þjóðarinnar fylgir Þjóðkirkjunni að málum en menntamálaráðherrann er kaþólikki. Hún hefur því sem aðili að litlum sérsöfnuði dýpri skilning en margur á því að nauðsyn- legt kunni að vera að minnka völd ríkis- kirkjunnar. Og það er skilningur margra að það sé einmitt þess vegna sem hún er svo jákvæð fyrir því að ýta lútersku kirkj- unni út úr skólunum. ■ Jón Helgi Guðmundsson, eigandi Norvik og Byko, sagði í samtali við Vísi.is á dögun- um að hann gréti það ekki þótt tímaritinu ísafold yrði lokað og það fækkaði um einn Baugs- miðil í landinu. Daginn eftir að þessi harkalegu ummæli féliu brann timburverksmiðja hans í Lettlandi. Jóni Helga var að vonum mjög brugð- ið við þann atburð en fagnaði því þó að fólk hefði slopp- ið óskaðað frá brunan- um. Þrátt fyrir stórtap á Kaupási og öðrum fyrir- tækjum er enginn bilbugur á auðmanninum og hyggst hann byggja aftur upp í Lettlandi. rt@dv.is LEIÐARI Bensínið hækkar lánin SIGURJÓN M. EGILSS0N RITSTJÓRISKRIFAR. Höfuöstólar láiui Itarkka itmfram uppluiflegijíjjárhíed þráttfyrir að afborganir séu himinliáar. Meðan orkuverð í útlöndum hækkar, hækka lán íslenskra skuldara. Bankarnir og aðrir sem hafa lánað eflast og græða óhemjufjármuni án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Olíuverð skiptir miklu máli í vísitölureikning- um og þess vegna hækka skuldir okkar þegar verð breytist af völdum manna sem vita ekki einu sinni að ísland er til. Það þarf ekH nema að olíuleiðsla í fjarlægu landi fari sundur. Þá hækka lán íslenskra heimila. Aðrar þjóðir binda ekki lánin vísitölu og þó olíuverð hækki um -• - allan heim, hækka bara lán íslendinga. Aðrar þjóð- ir gera ekki svona. Stjórnarþingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson sagði í DV að svona ætti þetta að vera. Sama gildi um kostnað af húsnæði. Fáar þjóðir reikna húsnæð- iskostnað í vísitölu af sama afli og við gerum. Flest- ar þjóðir hafa valið aðra og áhrifaminni reikniaðferð. Leiðrétting á misbeitingu verðtryggingar er fjarri með- an Ágúst Ólafur og hans skoðanabræður fara með vald- stjórnina. Því miður. Þeir sömu vilja ekki afnema stimpilgjöld, en þau tryggja lánveitendum tak á skuldurum. Dýrt er að skipta um lánveitendur vegna stimpilgjaldanna. Allt þetta sýnir að hinn venju- legi skuldari á undir högg að sækja. Ekki er áhugi til að veikja út- reikninga vísitölunnar, sennilegast er það vegna verkkvíða, og afnám stimpilgjalda verður ekki í nánustu framtíð. Það hefúr verið boðað, en bara ekki strax. Ekkert er gefandi fyrir skýringar þingmannsins. Aðrir hagspeking- ar hafa ítrekað bent á að hægt sé að breyta grunni vísitölunnar. Sérstaklega hvað varðar húsnæðiskostnað. Og hvað varðar olíuverðið sem hækkar sífellt telur hann ómögulegt að r; lækka vægi þess í vísitölunni. Þetta er rangt hjá hon- um. í DV í gær benti hann á að það myndi gefa ranga mynd af neysluvenjum landsmanna ef þessi eini þáttur væri tekinn út úr mælingunni. Það væri eins og að taka hitamælinn úr sambandi. Það er hægt að gera annað en taka rnælinn úr sambandi. Það er hægt að hækka eða lækka hitann, opna eða loka glugganum, laga sig að aðstæðum. Vel má vera að til þess þurfi að standa á fætur og aðhafast. En fólk gerir það. Ekki fer á milli mála að hátt fasteignaverð og hátt olíuverð íþyngir skuldurum verulega og færir milljarða frá heimilunum til eigenda peninganna. Það hefur komið fram rökstudd gagnrýni á forsendur vísitölu- útreikninga. Greinilega hlusta þeir ekki sem ráða. Meðan skekkist myndin enn frekar. Höfuðstólar lána hækka umfram upphaflega fjár- hæð þrátt fyrir að afborganir séu himinháar. Er það draumastaðan? Eða er til of mikils ætlast að ráðamenn lagi það sem að er? Asgeir Davíðsson, veitinga- maður og súlukóngur á Goldfinger, er maður sjálfum sér samkvæmur. Það væri of djúpt í árinni tekið að kalla hann Sópranó íslands en hann er samt gríðar- lega klár náungi og vonandi réttum megin við strildð í lagalegum skiln- ingi. Geir hefur alla tíð verið stoltur af því að reka súlustað og staðið teinréttur í baki þegar femínistar hafa ausið hann óbótaskömmum fyrir það að skapa konum atvinnu við að dansa naktar í kringum súlu. Einhverjir hafa talað um mansal vegna þess að dansmeyjarnar séu lokaðar inni á frívaktinni en Geiri hefur blásið á þá gagnrýni og sagt að hann sé að halda þeim frá vændi og misyndi. VEIÐIV0PÐUR SVARTIIÖFDI En það er þannig með næt- urklúbba að þeir verða að hafa starfsfrið. Geiri hefur notið góðs af því að lifa og starfa í Kópavogi þar sem yfirvöld skilja að súlustaður er ekkert verri en hver annar bar. Og þegar Reykvík- ingar reka súlukóngana í burtu tek- ur Gunnar Birgisson bæjar- stjóri í Kópavogi glaður á móti atvinnutækifærun- um. Bæjarstjórinn hefur enda ríkan skilning á því að súlustaðir eru til gagns. Sjálfur hefur hann vísað til þess að súlan slái á vændi á götum úti. Og það eru engar heimildir til um það að vændiskonur séu á götum Kópa- vogs. Sjálfur Geiri á Goldfinger hefur margvísleg áhugamál önnur en þau að gefa konum at- vinnutækifæri. Hann er einstak- lega meðvitaður um að það þarf að vemda fiskistofna fyrir veiðiþjófn- aði. Þetta hefur setið í honum allar götur frá því hann var á varðskipum forðum og hélt veiðiþjófum í skefjum. Geiri býr á vatnsverndar- svæðinu við Elliðavatn þar sem öndvegissúlur hans rak á land á sínum tíma. Af hlaðinu hefur hann séð þegar óprúttnir aðilar stálu sér í soðið. Þetta var ófremdarástand og með tilstilli vina sinna í Kópavogi fékk hann að verða veiðivörður í sjálf- boðavinnu. Allir vita að laganna verðir verða að fara um á hrað- skreiðum vélknúnum farartækjum og Geiri fékk undanþágu til að vera með bát á vatninu. Gamli varð- skipsmaðurinn með súluhjartað hefur undanfarin misseri siglt hrað- byri um vatnið og haldið veiðiþjóf- um frá. Þarna fara saman áhugamál veitingamannsins og Sópranós sem einnig á snekkju þótt hann sigli ekki um vatnsverndarsvæði. Lífið við Elliðavatn er svo sannarlega ljúft. Ráðvilltar súlur hnita hringi í háloft- unum og stinga sér eins og pílur ofan í vatnið eftir bráð. Eftir að hafa farið í eftirlitsferð um vatnið þar sem einu veiðiþjófarnir eru liggur leiðin gjarnan á Goldfinger. Þar er sest niður í góðra vina hópi, gjarnan með ráðamönnum bæj- arfélagsins og drukkin skál. íðil- fagrar súludansmeyjar ganga um beina og gleðja karlmennin sem bergja á bikar lystisemda lífsins. Fyrirkomulagið er gott fyrir alla, hvað svo sem femínistar segja. Næg atvinna í bland við skemmt- un sem jafnframt slær á vændi á götum úti. Veiðivörðurinn við EU- iðavatn er svo sannarlega í essinu sínu. Það er gott að búa í Kópa- vogi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.