Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Ættfræöi DV Einar Karl Haraldsson MEKKIRISLENDINGAR: aðstoðarmaður iðnaðarráðherra og norræns samstarfsráðherra ara a mánudag Einar Karl fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi ffá MA 1967, stundaði nám í stjórnmálaffæðum við háskólann í Toulouse í Frakklandi 1967-68, við Stokkhólmsháskóla í Sví- þjóð 1969-72 oglauknámi í markaðs- og útflutnings- ffæðum við Endurmennt- un HÍ1998. Einar Karl var blaða- maður við Tímann 1968- 69, fréttamaður við Rík- isútvarpið 1972-74, fréttastjóri á Þjóðviljanum 1974-78, ritstjóri Þjóðviljans 1978-84, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalags- ins 1984-85, aðalritstjóri Nordisk Kontakt með aðsetur í Stokkhólmi 1985-90, ráðgjafi hjá Athygli hf. í Reykjavík 1990-91, framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins 1992-96, forstöðumaður almannatengsla hjá Innform GSP Aimannatenglsum og Mekkano 1996-2001, ritstjóri Frétta- blaðsins 2001-2002, starfrækti eigið ráðgjafafýrirtæki, Innform ehf., 1998- 2007 og hefur verið aðstoðarmaður iðnaðarráðherra og norræns sam- starfsráðherra frá 2007. Einar Karl sat í stjóm BÍ frá 1974, var varaformaður Bl 1977-78, var varaformaður Amnesty Intemation- al, sat í öryggismálanefiid Alþing- is um árabil og þar til hún var lögð niður, sat í útvarpsréttamefnd, sat í stjóm Listvinafélags Hallgrímskirkju um árabil, situr í sóknamefiid Hall- gríms-ldrkju, var stjómarformaður Hjálparstarfs kirkjunnar 1999-2006, er kjörinn kirkjuþingmaður frá 2006 og var varaþingmaður Samfýlkingarinnar í Reykjavík 2003-2007. Einar Karl kvæntist 2.3.1968 Stein- unni Jóhannesdóttur, f. á Akra- nesi24.5.1948,leikaraogrithöf- imdi. Hún er dóttir Jóhannesar Finnssonar, f. 26.6. 1917, d. 15.2. 1974, skrifstofúmanns og stýrimanns á Akranesi, og k.h. Bjamfríðar Leósdóttur, f. 6.8. 1924, fyrrv. kennara við Fjöl- brautaskóla Vesturlands og verkalýðsforingja. Dætur Einars Karls og Stein- unnar em Ama Kristín, f. 6.8. 1968, flautuleikari og tónleika- stjóri Sinfómuliljómsveitar íslands en maður hennar er Hilmar Þorsteinn Hilmars- son, grafískur hönnuður og em börn hennar Steinunn Halla Geirsdóttir, f. 12.9. 1992, og HiJmar Starri Hilmars- son, f. 27.7.2004; Vera, f. 11.8.1980, fé- lagsráðgjafi ogblaðamaður við Frétta- blaðið en maður hennar er Kristján Hjálmarsson, fréttastjóri við Frétta- blaðið og er sonur þeirra Einar Steinn, f. 5.7.2002; Gró, f. 12.4.1988, nemi. Bræður Einars Karls: Sverrir, Har- aldsson, f. 18.5. 1941, fýrrv. bóndi á Skriðu í Hörgárdal; Sigurður Frið- rik Haraldsson, f. 10.2.1944, d. 22.11. 1991, framreiðslumaður og starfs- maður Framsóknarflokksins í Reykja- vík; HaraldurIngiHaraldsson,f. 12.11. 1955, myndlistarmaður á Akureyri og forstöðumaður Iðnsögusafnsins á Ak- ureyri; Jakob Örn Haraldsson, f. 17.1. 1957, kjötiðnaðarmaður í Reykjavfk. Foreldrar Einars Karls em Har- aldur Axel Möller Sigurðsson, f. 19.5. 1923, fýrrv. íþróttakennari við Gagn- fræðaskóla Akureyrar og íþróttafröm- uður á Akureyri, og k.h., Sigríður Krist- björg Matthíasdóttir, f. 10.8. 1924, d. 25.2.2005, verslunarmaður á Akureyri. Einar Karl og Steinunn verða að heiman á afrnælisdaginn. •f .34 , i -' •; V - ~ 4 v: Ingibjörg H. Bjarnason f. 14.12. 1867, d. 30.10. 1941 Ingibjörg H. Bjarnason, alþingiskona og skóla- stýra Kvennaskólans í Reykjavík, fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð. Hún var dóttir Hákonar Bjarnasonar, kaupmanns á Bíldudal og Þingeyri, og k.h., Jóhönnu Kristínar Þorleifsdóttur húsmóður. Bróðir Ingibjarg- ar var Lárus H. Bjarnason, sýslumaður, bæjarfógeti og hæstaréttardómari. Ingibjörg þótti vel menntuð á þeirra tíma mæli- kvarða. Hún var í námi hjá Þóm Pétursdóttur, dótt- ur Péturs Péturssonar biskups og konu Þorvalds Thoroddsen náttúmfræðings. Þá stundaði hún nám í Kaupmannahöfn á ámnum 1884-1884 og aftur 1886-1893 auk þess sem hún dvaldi erlendis 1901- 1903 og kynnti sér þá m.a. skólahald í Þýskalandi og Sviss. Ingibjörg var fýrsta konan sem kjörin var á Al- þingi. Hún sat á þingi 1922-1930, fyrst fyrir Kvenna- listann eldri, þá fyrir íhaldsflokkinn og loks Sjálf- stæðisflokkinn. Ingibjörg kenndi við Kvennaskólann í Reykjavík ffá 1903 en þá var skólinn enn til húsa við Thorvald- senstræti við Austurvöll þar sem síðar varð Sjálf- stæðishúsið og nú er skemmtistaðurinn NASA. Er skólinn flutti í nýtt húsnæði við Fríkirkjuveg 1906 tók Ingibjörg við stjórn skólans og stýrði honum síð- an til æviloka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.