Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 Fréttir DV SANDKOKN ■ Þann sautjánda janúar á Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, af- mæli. í tílefni af því hyggjast ungir Sjálfstæð- ismenn að gefa út rit til heiðurs þessum eftírminni- legastjóm- málamanni. Auglýsingu þess e&tís má að sjálfsögðu finna í Morgun- blaðinu. í bókinni verða svip- myndir af ævi og Davíðs og birt brot úr ræðum hans og ritum. Það vekur sérstaka athygli að þeir sem skrá sig fyrir kaupum bókarinnar fyrir klukkan fimm föstudaginn 4. janúar fá nafn sitt skráð á heillaós- karlista sem birtíst fremst í ritinu. Þá er bara um að gera fyrir alla þá sem vilja verða dómarar að kom- ast á heillaóskalistann. ■ VilhjálmurVilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gekk lengi vel undir gælunafninu Gamli góði Villi. Eftír að sam- flokksmenn hans sneru bafd við honum í aðdraganda þess að meirihlutinn sprakkþykir hafa orðið breyting á skapferði hans og framkomu. Hann þykir ákveðnari, og stundum jafnvel of hastarleg- ur, við samflokksmenn sína. f stað gælunafnsins heyrist hann æ oftar kallaður nafni sem er meira í ætt við Villta tryllta Villa. ■ JónViðar Jónsson, leiklistar- gagnrýnandi DV hefur iöngum haft það orð á sér að vera með skeleggari gagnrýn- endum og fer ekld milli mála ef hon- um misbýður það sem leik- húsgestum er boðið upp á. Til marks um það eru sloif hans í DV þar sem hann sagði nályktina leggja frá Borgarleikhúsinu eftír að hafa séð tvær mislukkaðar sýningar. Nú hefur Guðjón Pedersen leikhús- stjóri tekið ákvörðun um hvemig hann bregst við gagnrýninni og látíð taka Jón Viðar út af lista yfir gagnrýnendur sem boðið er á frumsýningar. Jón Viðar ætlar þó að halda áfram að skrifa gagnrýni um leikrit í Borgarleikhúsinu. ■ Eyjamennskiljasumirhverjir hvorki upp né niður í því hvers vegna þrettándaball er leyft í Höll- inni, fáum dögum eftír að ekki fékkstleyfi fyrirnýárs- balli. Telja sumir sig sjá merki þess að munur- inn sé fólg- inn í því að fBV heldur þrettánda- ballið en aðrir ætluðu að halda nýársbaltið. Friðbjöm Valtýsson, framkvæmdastjóri ÍBV, býr nærri Höllinni og heftír verið sakaður um að standa manna harðastur í andstöðu við skemmtanahald í Höllinni sem hefur verið minna undanfarin misseri en menn hafa viljað. Ráðamenn benda á að Jtíjómsveitin sem ætlaði að halda nýársballið hafi sótt of seint um leyfi. Margir furða sig þó á því hversu sjaldan leyfi em veitt fyrir skemmtanahaldi í Höllinni. brynjoifur@dv.is valur@dv.is SKILAFRESTUR Skilafrestur á lausn á mynda- gátunni sem birtist í áramóta- blaði DV er til 8. janúar. Dreg- ið verður úr réttum svömm sama dag og birtast nöfn þeirra heppnu í næsta helgarblaði DV sem kemur út þann 11. janúar. SKALDIÐ SKRIFAR KRISTJAN hreinsson skáld skrifar Siögeeðisvitwid og réttlœti eiga eftir aö öölast sess meöal okkar, Landspítalinn ætlar að draga úr öryggisþjónustu geðfatlaðra á deild 28 i Hátúni 10 og loka þjónustuheimilinu Skaftinu við fyrsta tækifæri. Breytingarnar eru i hagræðingarskyni með það að markmiði að færa þjónustu spítalans sem mest yfir á dagvinnutima.„Þettaereinsfiflalegtogfrekastgeturorðið,usegirSveinnl\/lagnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. m ibi if H3 iS IS ■To ui a Hfoca ■flESiE] Dagvinnutími Hagræðing Landspítalans miðar að því að draga Or þjónustu á kvöldin og um helgar. TRAUSTI HAFSTEINSSON blodamaður skrifar: trau. í hagræðingarskyni stendur til að draga úr þjónustu Landspít- alans við geðfatlaða. Það verður gert með því að loka þjónustu- heimilinu Skaftinu, nærri geð- spítalanum KJeppi, við fyrsta tækifæri og hætta að bjóða upp á sólarhringsneyðarþjónustu fyrir geðfadaða í Hátúni 10. Fram tíl þessa hefur neyðar- aðstoð boðist allan sólarhring- inn á deild 28 í Hátúni. Þar gefst geðfötluðum, sem allajafha eru elcki vistaðir á geðdeildum, kostur á aðstoð við hvers lags vandamál sem upp kunna að koma. Eftir breytingarnar verð- ur aðeins boðið upp á slíka að- stoð á dagvinnutíma. Skaftið hefur verið starfrækt síðasta ár með það að marloniði að und- irbúa geðfatlaða einstaklinga á Kleppi undir að vera vistaðir á sambýlum. Landspítalinn stefn- ir á að loka Skaftinu þegar tæld- færi gefst. Til hagræðingar Björn Zoéga, lækningafor- stjóri Landspítalans, staðfest- ir báðar þessar breytingar sem koma til vegna hagræðingar. Hann segir ákvörðunina tekna í samráði við stjórnendur geð- sviðs spítalans. „Þjónustan í Há- túni hefur verið öryggisþjónusta fyrir geðfatíaða og nú ætíum við að beina allri þeirri þjónustu inn á dagvinnu. Dagdeildarformið tekur við og við ætíum að reyna að styrkja þjónustuna á þeim tíma," segir Björn. „Það er hagræðing sem ræð- ur för. HJuti hagræðingarinn- ar er að draga úr þjónustunni á kvöldin og á nóttunni. Við höf- um ekki áhyggjur af þessum breytingum og hefðum aldrei tekið ákvörðunina nema út frá faglegum forsendum þeirra lækna sem veita geðþjónust- una. Eftirspurnin eftir þessari þjónustu í Hátúninu hefur far- ið minnkandi og auðveldlega hægt að stýra henni inn á dag- vinnutíma." Mjög týpískt Sveinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, er verulega undrandi á breyting- unum. Hann segir þróun geð- lækninga hér á landi til hábor- innar skammar. „í mínum huga er þetta mjög einfalt. Út af fyr- ir sig berst ég ekki gegn lokun ákveðinna geðdeilda, hvaða nöfnum sem þær nefnast, á meðan eitthvað annað og betra kemur í staðinn. Geðlækning- ar eiga að virka þannig að tekið sé á móti mikið veiku fólki eftir bestu mögulegu leiðum og lok- anir geðdeilda eru ekld til þess fallnar. Að ætla sér að loka eða „Við höfum ekki áhyggjur afþessum breytingum og hefðum aldrei tekið ákvörðun- ina nema út frá fagleg- um forsendum" draga úr þjónustu á þessum deildum, án þess að bjóða upp á nokkuð annað í staðinn, er al- gjörlega út í hött," segir Sveinn. „LFndangenginn áratug hef- ur einvörðungu verið dregið úr þessari þjónustu án þess að noklcuð annað komi í staðinn. Þar stendur hnífurinn í kúnni og þessi mínusþróun er eins fífla- leg og frekast getur verið. Ég er mjög á móti svona vinnubrögð- um, við megum alls ekki við því að draga úr þjónustunni án þess að nokkuð annað taki við. í rauninni er ég ekki hissa á þess- um breytingum, þetta er bara mjög týpískt." Lifandi manneskjur Björn hefur ekki orðið var við óánægju vegna breytinganna. Hann segir vandann með Skaft- ið snúa að því að sambýlum fyrir geðfatlaða hefur ekld ver- ið komið á fót lfkt og til stóð af hálfu félagsmálaráðuneytisins. „Það kostar spítalann töluvert að sitja uppi með einstaklinga sem tilbúnir eru fyrir sambýl- in. Óánægja með breytingarnar hefur ekki borist okkur til eyrna en í hvert einasta skipti sem ein- hverju er breytt er erfitt að gera öllum til hæfis. í þessu tilvild erum við að breyta þjónustunni þannig að einhver óánægja á hugsanlega eftir að skapast. Við erum ennþá að vinna að út- færslunni á þessum breyting- um en þetta stendur til," segir Björn. Aðspurður telur Sveinn afar brýnt að bjóða geðfötluðum einstaklingum upp á neyðar- þjónstu utan dagvinnutíma. Hann segir lokun deilda ekki vera til þess að draga úr þeirri þörf. „Þetta er enginn sparnað- ur því það kostar mikil fjárútlát að leysa vandamálin síðar. Það þarf elcki mikla hagfræðinga til að sjá það að svona breyting- ar fela það eitt í sér að pening- um er kastað á glæ. Reynslan af Hátúninu og Skaftinu er góð og margir sem láta vel af þessari þjónustu. Stjórnendur spítalans hafa hins vegar reynt að tala ár- angurinn niður. Mér líst afar illa á ef lokun Skaftsins er leikur til að búa til þrýsting á stjórnvöld, því við erum að tala um lifandi manneskjur sem þar eiga í hlut," segir Sveinn. Guðrún Blöndal, deildar- stjóri geðdeildarinnar í Hátúni 10, vildi ekld tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Það gerðist víst í tvígang í Svíaríki, ekki fyrir svo allt of mörgum árum, að sá sem valinn var maður ársins í atvinnulífinu var kominn á bak við lás og slá áður en tímabil titilsins var á enda runnið. Á íslandi eru þeir þrír sem bera titil við- skiptamanns ársins að þessu sinni - og er það vel. En þetta leiðir hugann að hinum eiginlegu verðmætum lífsins og þeim sið- ferðilegu skorðum sem athöfnum okkar ættu að vera settar. Við sáum það til dæmis í byrjun síðasta árs að þá spáðu greiningar- deildir bankanna allt að 30% gróða af hluta- bréfum. Dæmi eru um félög sem spáð var að myndu hækka um 50% en þau áttu þvi hlut- skipti að fagna að verðmæti hlutabréfanna lækkaði um 50%. Ótrúlegt en satt. Nú verð ég að taka fram að ég hef lítinn áhuga á þessum tölum en vil þó meina að þær séu tímanna tákn. Því þeir eru ófá- ir sem meta gildi mannlífsins í krónum og aurum. En svo eru þeir hinir sem segjast meta lífið á andlegum nótum og þar höfum við þjóðkirkju okkar sem máttugan merk- isbera. En þegar ég minnist á það fyrirbæri verð ég að geta þess að rauður þráður, yf- irleitt allra trúarbragða, er ofinn úr klisj- um eins og: umburðarlyndi, náungakær- leik, fyrirgefningu og fleiri dyggðum. Þegar svo kemur að raunveruleikanum eru það krónur og aurar; olnbogarými og auðlindir; hefðir og hindurvitni; menning og malpok- ar sem ráða för. Gjaldfelling dyggðanna er gríðarleg. Kristin trú á elcki til umburðarlyndi gagn- vart öðrum trúarbrögðum - ekki frekar en önnur trúarbrögð sýna kristni skilning. Enda myndi hið eina raunhæfa í deilum milli trúfélaga vera fólgið í lagasetningu sem bannaði predikun en leyfði trú. Og í stað eyrnamerktra guðshúsa kæmu þá hús guðanna - opin öllum trúandi mönnum. Siðgæðisvitund og réttlæti eiga eftir að öðlast sess meðal okkar. Neyðin mun reka sauðina að þeirri jötu þegar fram líða stund- ir. En á meðan við bíðum höldum við jólin Mammoni til dýrðar. Fólkið á þá ósk í neyð innst í hverju brjósti aö ástin komist alla leiÖ eins og bréfí pósti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.