Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 SÍOast en ekki slst DV VIKUNNAR Björgunarsveitarmenn á öllu landinu fá fullt hús stiga. I lok slöasta árs þurftu þeir hvað eftir annað að yfirgefa vinnu og fjölskyldu til að leggja sitt fram í snörum viðbrögðum við óveðri og slysum. Einnig hafa nýliðar sýnt sinn kraft í sölu á jólatrjám og flugeldum. Fyrsti sorglegi aburðurinn á nýju ári leiðir það í Ijós að við þurfum svo sannarlega á þessu vaskafólkiað halda. Kaupendur flugelda fá þrjár stjörnur fyrir að styrkja björgunar- sveitir víðs vegar um landið. Sveitirnar voru orðnar vonlitlar um að ná góðri sölu á flugeldum vegna óveðurs sem búið var að spá. Þegar líða tók á gamlársdag vænkaðist hins vegar hagurinn og náðist jafngóð sala og I fyrra. Alls seldust 500 tonn af flugeldum og ________________________ algengt varað sölurhljóðuðu uppá hundrað 4 þúsund krónur. Sveitirnar hafa fengið góðan styrk. ★★★ Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrnukona fær stjörnurnar tvær fyrir að fá loksins viðurkenninguna sem hún á skilið. Hún var valin íþróttamaður ársins 2007. Margrét er landskunn knattspyrnukona sem spilar með Val. Hún hefur sýnt framúrskarandi hæfileika á undan- förnum árum. Mörgum þótti tími til Forsetl fslands fær stjörnu fyrir að tilkynna að hann ætli að gefa kost á sértil áframhaldandi setu. Skipst hafa á skin og skúrir í samskiptum hans við ríkisstjórnina og Alþingi en hann læturengan bilbug á sérfinna. Næsta kjörtfmabil yrði hans fjórða tímabil eða jafnmörg tímabil og Vigdfs Finnbogadóttir og Ásgeir Ásgeirsson gegndu forsetaembættinu. SKÍTKALT EN GAMAN AÐLEIKAÍSKAUPINU Jón Jósep Snæbjörnsson söngvari er orkubolti af guðs náð. Á árinu ætlar hann sér að semja fleiri lög og vera betri maður en í fyrra. Jónsa fannst Skaupið ofboðslega fyndið og var ánægður með hversu fá pólitísk söngatriði voru í því. Hver er maðurinn? „Jón Jósep Snæbjörnsson, geng undir nafninu Jónsi." Hvað drífur þig áfram? „Þessa dagana eru það leifarnar af jólamatnum." Hver eru þín áhugamál? „Tónlist. Ég hef engan tíma fyrir annað." Hverjar eru þínar fyrirmyndir? „Gunnar Karl úr Vestmannaeyj- um og Jóhann Þorsteinsson æsku- lýðsfulltrúi frá Akureyri. Báðir hafa sýnt mér það að allir vegir eru færir og eru báðir frábærar fyrirmyndir." Hver er skrautlegasti karakter sem þú hefur kynnst? „An efa er það Bjarni Ármanns- son. Hann er sko ekki allur þar sem hann er séður og er orkubolti af guðs náð, líkt og ég." Hvaða lýsingarorð lýsir þér best? „Kraftmikill." Hafðir þú það gott yfir hátíðirn- ar? „Ég hafði það hreinlega of gott og kunni mjög vel að meta allt það sem ég borðaði." Hvernig var árið 2007? „Gjöfult, skemmtilegt og æðis- legt." Hverju viitu spá fyrir árið 2008? „Ég held að það verði ennþá betra en 2007." Stengdir þú áramótheit? „Ég ætla að semja meira af lögum á þessu ári og vera betri maður en ég var á síðasta ári." Hvernig var að leika í Áramóta- skaupinu? „Það var svakalega kalt en ofboðs- lega gaman." Hvernig fannst þér Skaupið? „Það fannst mér ofboðslega fynd- ið. Það náði að vera spéspegill þjóð- arinnar og ég var mjög feginn að það hafði aðeins eitt söngatriði að geyma. Ég er ekki mikill revíumaður og sér- staklega ekki ef lögin eru öll mjög pólitísk. Það er miklu skemmtilegra að gera grín að Tíu litlum negrastrák- um og alræmdum flugfreyjum." Hvern sérðu fyrir þér sem fulltrúa íslands í Eurovision- söngkeppninni? „Sökum anna hef ég ekki náð að fylgjast með Laugardagslögunum og hef því ekki myndað mér skoðun á þessu. Hins vegar óska ég viðkom- A/IAÐUR DAGSINS andi góðs gengis." Hvar verður Jónsi í lok ársins 2008? „Ég veit það eiginlega ekki, að minnsta kosti verð ég 362 dögum eldri." SAXDKORN ■ Meðal þeirra íslensku kvik- mynda sem frumsýndar verða á árinu er kvikmynd Ólafs Jó- hannessonar, Stóra planið. Er það Pétur Jóhann Sigfússon sem fer með aðalhlutverk myndar- innar sem fjallar um handrukkara sem lendir í hremm- ingum, með kung-fu- keim. Myndin verður vonandi frumsýnd í mars, en er nú unn- ið hörðum höndum að því að hljóðsetja hana. Meðal þeirra sem eiga tónlist í myndinni er plötusnúðurinn og upptöku- stjórinn Danni Deluxxx, en hann mun eiga tvo takta í mynd- inni. ■ Kvikmyndagerðarkonan Anna Th. Rögnvaldsdóttir, sem gerði meðal annars Allir litir hafsins eru kald- ir, talar um nýja þátt- inn Pressa á bloggsíðu sinni. Anna berþætt- inum vel sögunaþó hún nefni að hann beri þess merki að hafa verið tekinn upp í mikilli tímaþröng. Anna er þó ekki eins ánægð með auglýsingarnar sem Stöð 2 setti inní miðjan þáttinn sem hún telur vera ólöglegt sam- kvæmt útvarpslögum síðast þeg- ar hún vissi. Anna fer fram á að mótuð sé stefna í þessum mál- um því eigi að vera auglýsingar í þáttum þarf handritið og upp- bygging þeirra að gera ráð fýrir því en ekki að auglýsingunum sé bara skellt einhvers staðar inn. ■ Fjórum íslenskum hljóm- sveitum og tónlistarmönnum hefur verið boðið að koma ff am á Eurosonic-tónlistarhátíðinni sem fram fer í Groningen í Hollandi dagana 10. til 12. janúar. Hljómsveit- irnar sem um ræðir eru: Blood- group, Jak- obínarína, Ólafur Arnalds og Mugison. Hátíðin er mikilvæg bæði vegna þess að þarna eru saman komnir bókarar frá öllum helstu tónlistarhátíðum Evrópu jafnframt því sem ríkisútvarps- stöðvarnar í Evrópu standa að sameiginlegum útsendingum ffá hátíðinni. Hér er því á ferðinni frábært tækifæri fýrir íslensku sveitirnar. Strekkingsvindur „ Að loknu blautasta ári I Reykjavík frá 1921 þætti nu einhverjum tímabært að liann færi að stytta upp og aðrir Evrópubúar fengju einhvern skerf af rigningu lægðanna," segir Einar Sveinbjörns- son veðurfræðingur.„Þeim hinum söntu verður að einhverju leyti að ósksinni, en ekki fyrren eftir helgi.Vætutíðinverðurframásunnudag meira viðloðandi Suðausturland og Austfirði fremur en aðra landshluta.Áfram strekkingsvindurá landinu, einkum á laugardag, og hitinn klárlega ofan frostmarks á láglendi. Á sunnudag er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að snjóað gæti vestan til um leið og heldur kaldara loft nær til landsins úr suðvestri. Sú úrkoma gæti allt eins verið slydda, fer eftir þvl hvorum megin frostmarksins loftið verður á endanum. Eftir helgi er ekki annað að sjá en að það kolni með norðaustlægri vindatt. En engar vetrarhórkur eru í kortununum, sem betur fer, aðeins örlitill hrollur í heldur vægu frosti. Vetrarrikið er að þessu sinni hvað mest með austurströnd N- Ameríku og hætt er við að oliuverð haldist hátt á heimsmarkaði a meðan ekki hlýnar. AustanviðokkurámeginlandiEvrópu er engan veginn liægt að segja að eðlilegur vetur ríki fyrr en koniið er langtausturiRússland." Emar Sveinujórnsion,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.