Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 Helgarblað DV Tónlistarakademía DV segir Hlustaðu á þessa! The Big Doe Rehab - Ghostface Killah Skuffed Up My Huffy - Japanther Plum - Various Artists 45:33 - LCD Soundsystem Year Zero Remixed - Nine Inch Nails EIRÍKUR HAUKS- SON 0G POPS Þrettándagleði mun fara ífam víðs vegar um helgina meðal annars á Kringlukránni, bæði í kvöld, föstudag, og annað kvöld. Það er enginn annar en rauðhærði rokkarinn Eiríkur Hauksson sem mun skemmta landanum ásamt hljómsveitinni Pops. Pops er ein þekktasta hljómsveit sjöunda áratugarins og hefur í meira en áratug skemmt gestum Kringlu- kráarinnar í kringum þrettándann við góðan orðstír. Eiríkur Hauksson hefur undanfarið verið búsettur í Noregi þar sem hann meðal annars hefur sungið með Ken Hensley, stofnanda Uriah Heep. INNIHALDSLAUS VINASAMBÖND Forsprakki Skid Row, Sebastian Bach hefur nú opnað sig um innihaldsleysi vinnáttusambanda í gegnum Myspace. 1 nýlegu við- tali sagði söngvarinn: „Ég á meira en áttatíu þúsund vini á Myspace en samt hefur mér ekki tekist að selja áttatíu þúsund plötur! Ef þið eruð öll svona miklir vinir mínir, getið þið þá ekki drullast til að kaupa plötuna mína?" Björtu hliðarnar eru hins vegar að vinir hans á myspace eru nú orðnir tæplega áttatíu og fjögur þúsund þó platan Angel Down hafi enn ekki selst í þessum fjölda eintaka. TOMMYLEEÁNASA Rokkarinn Tommy Lee er væntanlegur til landsins á vegum athafnafyrirtækisins Jóns Jónssonar. Tommy ætlar að spila á sérstöku Burn- klúbbakvöldi áNASA 25. janúar næstkomandi ásamt DJ Aero. Tommy sér um að berja trommurnar af sinni alkunnu snilld auk þess að syntha yfir dúndrandi klúbbatónlist DJ Aero. Miðasala á þennan æsispennandi viðburð hefst í dag á heimasíðunni midi.is. Félagsskapur sem kallar sig Golden Circle og hingað til hefur ekki farið hátt stendur fyrir þrett- ándagleði á Organ annað kvöld, laugar- dag. Þær hljómsveit- ir sem fram koma eru FM Belfast, Retro Stefson, Reykjavík! Sudden Weather Change, 1985! og DJ Terror- disco. Hin árlega þrettándagleði Golden Circle er nú hald- in í tíunda skiptið og fer gleðskapurinn fram á Org- an annað kvöld, 5. janúar. Hingað til hefur starfsemi Gullna hringsins ekki farið hátt en í tilefni þessa merka tíu ára áfanga hafa for- sprakkar hópsins ákveðið að nú skuli glaðst fyrir opnum tjöldum í fyrsta sinn. „Golden Circle er auðvitað Gullni hringurinn sem allir ferðamenn fara þegar þeir koma til landsins. Sem sagt skoðunarferðin um Gullfoss, Geysi og Þingvelli og hefur lengi verið eitt stærsta ferðamannaaðdráttarafl ís- lands. Félagsskapurinn dregur nafnið af þessum hring einfaldlega af því að við myndum einmitt gullinn hring af góðu fólki. Svo datt okkur líka í hug að við gætum orðið frægir í útlöndum út á nafnið þegar við stofnuðum félags- skapinn fyrir rúmum tíu árum," seg- ir Haukur S. Magnússon, almanna- tengslafulltrúi hópsins og meðlimur hljómsveitarinnar Reykjavík! Engin leiðinleg leynisamtök Þeir sem koma fram á þrettánda- gleðinni eru hljómsveitirnar FM Belf- ast, Retro Stefson, Reykjavík! Sudden Weather Change, 1985! og DJ Terror- disco. Allt eru þetta hljómsveitír sem tilheyra félagsskapnum góða en seg- ir Haukur enga sérstaka ástæðu fyrir því að ekki hafi meira borið á starf- semi hringsins. „Við sjáum bara enga ástæðu til að básúna allt sem við ger- um í Lesbók Morgunblaðisins. Svo eru kraldcar í dag bara í tölvuleikjum og að blogga og svona, þeir nenna ekkert að spá í svona leynifélög," segir hann glettinn. „GC eru sko alls ekki nein leiðin- leg leynisamtök þar sem maður þarf að hafa félagsskírteini til að fá að vera með eða neitt svoleiðis. Við hittum til dæmis bara krakkana í Sudden Weather Change eftir seinni tónleika þeirra á Airwaves og þeir voru eitt- hvað súrir með það að þrátt fyrir að það hefði gengið svaka vel á hátíðinni hefðu þeir ekki fengið neinn fi'nan plötusamning eins og Jakobínarína og Bloodgroup. Við í Golden Circle ákváðum að bæta snarlega úr því og bjóða þeim samning. Samningurinn í rauninni veitir þeim ekki neitt en þau geta þó sagst vera með samning í út- löndum, sem er það sem gildir þegar maður vill vera ffægur heima fyrir. Við erum sko með útibú í New York." Félagar sem hjálpast að Ámi Hlöðversson, betur þekkt- ur sem tónlistarmaðurinn Arni plús einn, meðlimur í Golden Circle og hljómsveitinni FM Belfast, segir tónleikana á Organ verða einstak- lega fjölbreytta og skemmtilega. „Félagsskapurinn gengur út á það að þetta er í rauninni bara fólk sem er að hjálpast að við að gefa tónlist- ina sína út sjálft og gera skemmti- lega hluti. Og hjálpast að við hin ýmsu mál sem koma að gerð tón- listar, hvort sem það er að taka upp eða gefa út plötur, halda tónleika eða í rauninni bara hvað sem er. Núna ætlum við sem sagt að halda þessa tónleika á Organ með mjög fjölbreyttum tónlistarpakka," seg- ir hann og bætir við: „Þarna verður spilað hiphop, elektró, rokk og dans- tónlist ffá klukkan ellefu að kvöldi til fram undir morgun." Miðasala á þessa forvitnilegu tónleika fer ffam við dyrnar á Organ og er miðaverð níu hundruð fimm- tíu og sjö krónur enda tónleikarnir í rauninni haldnir til heiðurs FM 957 ef marka má orð skipuleggjanda. „Þetta verður dúndrandi dansiball alveg fram eftir nóttu og það er aldrei að vita nema það verði tekin nokkur jólalög," segir Arni að lokum. krista@idv.is Hljómsveitin Ghostigital og listamaðurinn Finnbogi Péturs taka höndum saman á tónleikum á Sirkus annað kvöld: Annað kvöld, laugardagskvöld- ið 5. janúar, ætla hljómsveitin Gho- stigital og listamaðurinn Finnbogi Pétursson að taka höndum sam- an og halda tónleika á skemmti- staðnum Sirkus við Klapparstíg. Síðastliðið haust gáfu drengirnir úr geisladiskinn Radium og munu þetta verða fyrstu tónleikar þeirra saman síðan diskurinn kom út. Radium var útvarpstónleika- verk sem flutt var á Listahátíð síð- asta vor í Listasafni fslands. Fimm dögum síðar var verkið síðan end- urflutt á Varsenda áRondoogá Rás 1. f kjölfarið var upptaka af tónleik- unum klippt til og úr varð útgáfa geisladisksins Radium. Tónleikarnir á morgun koma til með að vera tvíþættir. f upp- hafi kvölds taka Ghostigital-liðar til hendinni með Finnboga og lofa þeir félagar að stemningin verði það mikil að húsið muni hristast sem aldrei fyrr. í kjölfarið spilar Ghostigital svo nokkur lög af óút- kominni plötu sveitarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ghostigital heldur tónleika á Sirkus og hefur ætíð myndast góð stemn- ing þar á bæ þegar sveitin stígur á svið. Með Finnboga sér við hlið má hins vegar búast við einhverju enn- þá sérstakara en hingað til hefur áður segir fram á skemmtistaðnum heyrst. Tónleikarnir hefjast stund- Sirkus. víslega klukkan tíu og fara sem krista@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.