Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 21
DV Menning FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 21 Kvæðamannafélagið Kvæðamannafélagið Iðunn byrjar félagsstarf sitt á nýju ári með fræðslu- og skemmtifundi í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í kvöld. Á dagskrá fundarins verður ýmislegt efni í bundnu máli og óbundnu, vísur hagyrðinga og kveðskapur kvæðamanna. Fundurinn er öllum opinn, bæði félagsmönnum og gestum, og hefst kl. 20. Framúrskarandi mezzósópran Tónlistarunnendum gefst tækifæri á morgun til að hlýða á rússneska mezzósópransöngkonu, Irinu Romishevskayu, í Salnum í Kópavogi. Romishevskaya syngur á árlegum Stórtónleikum Rotary-hreyfingarinnar í kvöld ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Jónasi Ingimundarsyni en vegna mikillar eftirspurnar verða tónleikarnir endurfluttir á morgun. VIÐIAL er og Rice mikið kerlingar á sögunni eins og hún er. Dramatískt er sagan því ekkert ferlega fullkomin eins og þeir skrifa hana. Líka varðandi per- sónusköpunina - þeir gefa sér svo- lítið að fólk viti bara hvaða fólk þetta er. Þannig að það er svolítil áskorun að reyna að kynna fólk til sögunnar, en fyrst og fremst er þetta náttúrlega tónlistin. Ef einhver segir að þetta sé rokk en ekki leikhús, þá lít ég á það sem kompliment," segir Björn Hlyn- ur og vísar þar til orða ýmissa gagn- rýnenda að undanförnu sem fjallað hafa um uppfærsluna á síðum blað- anna og hefur umfjöllunin verið í neikvæðari kantinum. „Mér hefur alltaf fundist vanta rokk í leikhús. Ég hef aldrei fengið sama kikk í leikhúsi og ég hef feng- ið á rokktónleikum. Það er einhvern veginn allt öðruvísi upplifun. Ég fer líka miklu ffekar á rokktónleika en í leikhús. En gagnrýnendur eru líka kannski að misskilja þetta, eru ekki að sjá í þessu það sem þeir ættu að sjá. Það er kannski mér að kenna, og þá so be it." Bjóst ekki við góðum dómum Björn Hlynur segist ekki hafa búist við góðum dómum um sýn- inguna. „Sumum krítíkerum af eldri kynslóðinni finnst við í Vest- urportshópnum aldrei hafa verið nógu djúp einhvern veginn. Finnst við vera grunn og hugsa bara um umbúðir. Ég veit ekki hvernig þeir fá þetta út, ég bara kann ekki að útskýra það. Það að uppselt var á tíu fyrstu sýningarnar á Superstar mánuði fyrir frumsýningu varð ör- ugglega líka til þess að opna kjaft- inn á þessu liði. En ég veit ekki einu sinni hvaða fólk þetta er. Þetta hef- ur engin áhrif á mig og ég held að þetta hafi heldur engin áhrif á þá sem ætla að koma að sjá þetta." Heldur þú að gagnrýnendur setji sig í ákveðnar stellingar þegar þeir fjalla um eitthvað sem er mjög vin- sælt, til að mynda leiksýningu eða bók, og leggi sig jafnvel í líma við að taka verkið engum vettlingatökum? „Já, ég gæti trúað því. Svo stund- um heldur fólk að það sé skotleyfi á suma. Það hefur fylgt leiklistínni. Annars hef ég aldrei fattað þetta að hafa atvinnu af því að gagnrýna það sem aðrir gera. Mér finnst þetta eitt- hvað svo innantómt djobb. Gagn- rýnandi Víðsjár á Rás 1 sagði líka í gær, sem ég er alveg sammála, að gagnrýnendur væru oft að gagnrýna sýningu sem þeir sáu ekki, segja hvernig sýningin hefði átt að vera í staðinn fyrir að fjalla um hvernig sýningin var. Þeir fara til dæmis að kasta í hlutverk, segja að þessi ætti að leika þetta eða hitt hlutverk frek- ar en einhver annar. Það er ekki eitt- hvað sem þeir eiga að vera að tala um og kemur þeim ekkert við." Gagnrýnandi í krossför Björn Hlynur segir gagnrýni stundum verða svo persónulega þar sem við búum í litlu landi. „Það eru kannski vissir aðilar sem gagnrýn- andinn fflar og aðrir sem hann fílar ekki. Gagnrýni á Öxina og jörðina í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum gekk meira og minna út á Stefán Baldursson sem þá var Þjóðleikhús- stjóri en kom að öðru leytí ekkert að sýningunni. Jón Viðar [Jónsson, leiklistargagnrýnandi DV] hefur til dæmis verið í einhverri krossför gegn Guðjóni Pedersen [Borgar- leikhússtjóra] síðustu misseri. Hann segir tíl að mynda í einni gagnrýn- inni að í öll þessi ár hafi Guðjón ekki hlustað á sig. Af hverju í ósköp- Fékk að rífa kjaft Björn er ánægður með samstarfið við rokkarana Krumma og Jens.„Reyndar varerfitt að koma þeim á lappir. Þeir gáfu mér líka leyfi til að rífa aðeins kjaft við þá og leyfðu mér að halda það að ég væri að gera eitthvað afviti." íhugulir Orri Huginn Ágústsson og Magnús Jónsson í hlutverkum sínum í sýningunni. unum ætti Guðjón að hlusta á Jón Viðar? Ég bara skil það ekki. Þetta er bara í hausnum á honum. Séns í helvítí að Jón Viðar myndi gefa sýn- ingu, sem Guðjón væri að leikstýra, góða umfjöllun. Honum er í nöp við Guðjón, það er alltaf fyrir honum og því væri það ekki séns." Finnst þér að einhverjum gagn- rýnendum sé í nöp við þig? „Nei, ekkert endilega mig en Vesturports- gengið virðist ekki hafa verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá sumum. Við höfum til dæmis alltaf fengið betri gagnrýni úti í Bretlandi en hérna heima fyrir nákvæmlega sömu sýn- ingu. Kannski finnst fólki stundum að það þurfi að lækka í okkur rost- ann. Ef það er þannig þá verður bara að hafa það." Erfitt að koma rokkstjörnum á lappir Eins og kunnugt er taka tveir rokksöngvarar þátt í sýningunni, Krummi í Mínus og Jens í Bra- Bækur halda áfram að koma út þótt kominn sé janúar: íslam með afslætti Fyrsta bók ársins, íslam með af- slætti, verður kynnt í dag ásamt hneykslanlegum teikningum. Um er að ræða greinasafn í ritstjóm rithöf- undanna Auðar Jónsdóttur og Óttars M. Norðfjörð sem fjallar um hættuleg- ar einfaldanir í um- ræðunni um íslam á íslandi og víðar í heiminum. í bókinni er að finna tólf mynd- ir gerðar af innlendum og erlendum myndlistarmönnum sem varpa fram BÆKUR þeirri spumingu hvort íslendingum sé noklóið heilagt, en múslímar hafa verið gagnrýndir fyrir að leggjast gegn skopteikningum af spámanninum Múhameð. Myndimar í bókinni draga upp rætna mynd af hlutum sem Is- lendingum em heilagir, en þær verða hengdar upp tíl sýnis í útgáfuveislunni sem haldin verður í bókabúðinni Út- úrdúr á Njálsgötu 14. Einnig em tvær skopteikningar í bókinni eftir þau Hugleik Dagsson og Lóu Hjálmtýsdóttur. in Police, sem leika Jesú og Júdas. Björn Hlynur segir það hafa geng- ið að mestu hnökralaust að leik- stýra rokkstjörnum. „Það gekk fi'nt. Reyndar var erfitt að koma þeim á lappir. Þeir gáfu mér líka leyfi til að rífa aðeins kjaft við þá og leyfðu mér að halda það að ég væri að gera eitt- hvað af viti," segir Björn Hlynur og kveðst mjög ánægður með þeirra frammistöðu. „Þeir eru stórkostíeg- ir í alla staði." Leikarinn reyndi Pétur Einars- son leikur einnig í sýningunni en hann leikstýrði uppfærslu Leikfé- lags Reykjavíkur á Superstar árið 1973. Sóttir þú eitthvað í reynslu- brunn Péturs? „Hann var eins og hinir hipparn- ir, mundi ekki neitt," segir Björn Hlynur og hlær. „Ég spurði hann einhvern tímann þegar við vor- um að æfa eina senu hvernig hann hefði útfært hana á sínum tíma. Honum féllust gjörsamlega hend- ur, sem ég skil mjög vel. Eins og þú kannski þekkir sjálfur man maður ekki einu sinni hvað maður var að gera í gær. Ég hef líka upplifað þetta sem leikari. Maður er búinn að læra texta og svo um leið og sýningin er búin gleymir maður honum. Við erum að fara að sýna Pétur Gaut úti í Brussel í mars, en við höfum ekki sýnt hann í um það bil ár, og ég veit ekki ennþá hvort ég muni nokk- urn skapaðan hlut. Þetta er líklega þarna einhvers staðar, en í felum." Með leikrit fast í hausnum Superstar er þriðja uppfærsl- an sem Björn Hlynur leikstýrir hjá atvinnuleikhúsi. Hinar fyrri voru Kringlunni rústað sem Vesturp- ort setti upp í Kling og bang fyrir nokkrum árum og Títus sem hópur- inn sýndi fyrir nokkrum misserum. í mars verður svo frumsýnt nýtt verk hjá Leikfélagi Akureyrar í samstarfi við Vesturport, Dubbelduch, sem Björn Hlynur ekki aðeins leikstýrir heldur skrifar líka. „Þetta er gömul hugmynd sem ég hef ætíað mér að gera að veru- leika í langan tíma. Ég ætíaði reynd- ar alltaf að láta einhvern annan skrifa það fyrir mig þar til ég komst að því að það var fast í hausnum á mér og gerði það því bara sjálfur," segir Björn Hlynur sem settist niður síðastíiðið sumar og hófst handa við skrifin. „Þetta fjallar um íslenska, brenglaða fjölskyldu. Eins og þær allar eru." Björn Hlynur segir alveg á hreinu að hann eigi eftir að gera meira af því að skrifa og leikstýra. „Leikhús er svo skrýtið, það er eins og eitt stórt koverband. Og ég var að enda við að taka Satisfaction koverbands- ins, Superstar. En það er alltaf gam- an þegar maður er búinn með eitt- hvert verkefni að geta farið að gera eitthvað allt annað. Það er eitt af því sem ég kann vel við í þessu starfi." kristjanh@dv.is Nýhil gefur bókina út en í ritnefnd sátu Viðar Þorsteinsson, Haukur Már Helgason, Eiríkur Örn Norðdahl og Þórarinn Leifsson. Meðal greinarhöf- unda í bókinni má nefna Magnús Þor- kel Bemharðsson, Amal Tamimi, Jón Orm Halldórsson, Guðberg Bergsson og Þórhall Heimisson. Áberandi er einnig að fjöldi höfunda af yngri kyn- slóðinni slóifar í bókina um innflytj- endamál og trúarbragðadeilur. f bóíc- inni er enn fremur viðtal við Yousef Inga Tamimi, 19 ára múslíma sem er fæddur og uppalinn á íslandi. Bókinni verður dreift í allar helstu bókaverslanir strax eftir helgi. Allir eru velkomnir á bókarkynninguna en þar verður boðið upp á íslamskt snakk og aðstandendur bókarinnar verða til viðtals. r,- . Ellert sýnir í Saltfisk- setrinu Sölusýning á myndum EU- erts Grétarssonar ljósmyndara verður opnuð í Saltfisksetrinu í Grindavík á laugardaginn. Þar verður sýnt það helsta sem hann hefur ljósmyndað síðustu árin í íslenskri náttúru. Ellert hefur undanfarin ár sýnt meðal annarsí NewYork, Barcelona og Los Angeles og í haust hlaut hann þrjár svokallaðar Honora- ble Mention-viðurkenningar við veitingu Intemational Pho- tography Awards-verðlaunanna 2007. Viðurkenningarnar hlaut hann fyrir náttúruljósmyndun í flokki atvinnumanna og þær myndir verða á sýningunni auk fjölda annarra. Veitt úr sjóði Karls Sighvats Styrkjum var úthlutað úr Minningarsjóði Karls J. Sighvats- sonar í fyrradag en sjóðurinn var stofnaður skömmu eftir að Karl lést af völdum bílsyss sumarið 1991. Að þessu sinni hlutu tveir tónlistarmenn styrki úr sjóðn- um, samtals 400 þúsund krónur, þau Eva Þyrí Hilmarsdóttir sem nýverið lauk einleikaraprófi í Danmörku og Hákon Bjarna- son sem lýkur einleikaraprófi frá Listaháskóla fslands í vor. Sjóð- urinn hefúr úthlutað fjölmörg- um tónlistarmönnum styrkjum til framhaldsnáms í hljómborð- sleik en jafnframt styrict útgáfúr nómahefta, viðgerðir á orgelum og fleira. Ábyrgð foreldra Siðfræðistofnun stendur fyrir málþingi í dag um ábyrgð foreldra og fjölskyldulíf. Mál- þingið hefst kl. 15 og verður haldið í Norræna húsinu. Þrjú erindi verða haldin. Vilhjál- mur Árnason prófessor heldur erindi sem nefnist Uppeldi til frelsis í neyslusamfélagi, Baldur Kristjánsson dósent nefnir er- indi sitt Hvernig fara fjölskyldu- líf og foreldraábyrgð saman í nútímasamfélagi? og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- verndarstofú, fjallar um For- eldraábyrgð og barnasáttmála SÞ. Að erindum loknum verða stuttar pallborðsumræður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.