Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 35
DV Sport
FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 35
Liverpool vel og það er okkar hlutverk
að reyna að stoppa hann. Ronaldo
er þannig leikmaður að alltaf þegar
hann fær boltann virðist hann geta
gert eitthvað við hann og búið til færi
eða skorað sjálfur. Hann er sennilega
einn af fáum leikmönnum í dag sem
geta klárað leiki upp á eigin spýtur.
Skemmtilegasti völlurinn að
spila á er Old Trafford. Ég er búinn
að halda með Manchester United
frá því að ég var lítill polli og það
var mjög sérstakt fyrir mig að spila
þar. Einnig er gaman að koma á
Anfleld."
Markmiðunum náð
Brynjar spilaði í þrjú ár í Noregi
og Svíþjóð áður en hann hélt til
Englands. Hann segist afar ánægður
með ferilinn. „Ég setti mér það
markmið í upphafi að ná sem allra
lengst þótt ég hafi ekki einsett mér
að spila í einhverri sérstakri deild.
í fyrstu hélt ég kannski að maður
myndi ganga inn í lið í Noregi og fara
síðan eitthvað lengra fljótíega eftir
það, en það var ekki alveg þannig.
Síðan þegar ég fór til Stoke í aðra
deildina setti maður sér ný markmið
um að reyna að vinna sig upp stig af
stigi upp um deildir. Það má kannski
segja að það hafi tekist.
Landsliðið
Brynjar hefur spilað 57 leiki með
íslenska landsliðinu og hann hefur
fulla trú á því að bjartari tfmar komi
brátt. Fram undan er undankeppni
HM og Brynjar segir liðið staðráðið
í að standa sig þar. „Ég er alltaf
bjartsýnn fýrir hönd landsliðsins.
Nú hefst nýtt mót og þú átt alltaf
möguleika þegar flautað er til leiks.
Við verðum að gefa okkur sem bestar
forsendur og bestu möguleika til
þess að reyna að ná stigum úr þeim
leikjum þegar við teljum okkur eiga
möguleika.
Mér finnst kröfurnar ekki of miklar
á landsliðið. Menn vita alveg hvar við
stöndum og það verður aldrei nein
sérstök krafa á það að við komumst á
lokamót í stórri keppni. En við getum
alveg gefið okkur ágætis möguleika
á því að ná upp að þriðja sæti í
riðlinum. Það eru yfirleitt tvö lið sem
eru yfirburðalið í þeim riðli sem við
erum í. Ef það er einhver krafa ætti
hún að vera sú að við náum þriðja til
fjórða sæti.
Ég er alltaf jafnstoltur að spila
með landsliðinu. Þar fékk maður
ákveðinn stökkpall tíl þess að komast
út og maður má aldrei vanmeta það
að spila með landsliðinu.
Það hefur ýmislegt breyst frá því ég
byrjaði að spilameð landsliðinu. Þegar
ég var að byija voru enn mjög margir
KRÚTTLEGUR í GULU
Brynjar Björn er hér í leik með Watford.
að spila heima. En svo gerðist það að
menn fóru að fara utan að spila með
liðum í Evrópu. Það ætti í rauninni
að vera þannig að við styrkjumst um
leið og leikmenn eru klárlega í betra
líkamlegu ásigkomulagi.
Við erum ekki endilega með hæfi-
leikaríkara lið í dag en við vorum
með. Við vorum með mjög hæfi-
leikaríka leikmenn á borð við Rún-
ar (Kristinsson) og Arnór (Guðjohn-
sen). Við söknum slíkra manna að
vissu leyti. Vissulega er Eiður enn að
spila með okkur og hann er okkar
tæknilega hæfileikaríkasti leikmað-
ur. Engu að síður held ég að við höf-
um haft fleiri afgerandi leikmenn
fyrir svona tíu árum."
Frakkaleikurinn
eftirminnilegastur
Brynjar segir leikinn við Frakka
úti í París árið 2000 vera eftirminni-
legasta leikinn á ferlinum.
íslendingar töpuðu 3-2 í hörkuleik
og minnstu munaði að liðið hefði
komið í veg fyrir að heimsmeistarar
Frakka kæmust á Evrópumótið árið
2000 sem þeir unnu. „Ég skoraði
FRAKKALEIKURINN FRÆGI
Brynjar glímir hér við Youri Djorkaeff í
frægum landsleik við Frakka árið 2000.
jöfnunarmark í þeim Ieik og þó
að við höfum tapað þessum leik
var þetta engu að síður gríðarlega
eftirminnilegur leikur. f markinu
sendi Eiður bolta inn fyrir vömina
og við Rúnar (Kristinsson) vorum
báðir að reyna að fara í boltann.
Minnstu munaði að við hefðum náð
að klúðra því að komast í boltann í
öllum æsingnum, en ég náði að pota
í boltann og senda hann framhja
Bernard Lama í markinu. Eftir
markið vissi maður ekki alveg hvað
maður átti að gera. Allt í einu vorum
við búnir að jafna gegn Frökkum á
útivelli eftir að hafa verið 2-0 undir.
Markmið
Núna er farið að síga á seinni
hlutann á ferlinum og hér eftir
er markmiðið að njóta þess sem
mest að spila hvern leik. Nánasta
markmið er að halda sér í deildinni
og ef ég næ að spila áfram í ensku
úrvalsdeildinni væri það frábært. Ef
við náum að halda okkur þar jafnvel
annað tímabil með ekki stærra lið
en Reading er mætti segja að það
sé ótrúlega góður árangur. Ég væri
mjög sáttur ef það tækist.
Ég hef alltaf jafngaman af boltan-
um. Mér finnst þetta skemmtilegra
því lengur sem ég er í boltanum og
þar sem maður á kannski einungis
3-4 ár eftir í boltanum ætla ég að
reyna mitt besta að lifa fýrir hvern
dag.
Það kemur vel til greina að spila
á fslandi eftir atvinnumannaferil-
inn. Maður einbeitir sér að stutt-
um tímabilum í einu og ég get ekki
útilokað neitt í framtíðinni. Hvort
maður hætti alveg eða spili heima í
eitt ár verður að koma í ljós
Að lokum langar mig að óska öll-
um gleðilegs nýs árs og ég þakka
fýrir þau gömlu, taki þeir til sín sem
vilja," segir hinn skeleggi Brynjar
Björn Gunnarsson að lokum.
vidar@dv.is