Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 Fréttir DV SANDKORIV ■ Bjami Benediktsson, stjórn- arformaður Nl, horfir upp á eilítinn vanda eftir stofnun hins nýja félags. Félagar í starfsmanna- félagi ESSO vilja nefnilega ekki tsameinast starfsmanna- félögum ann- arra gamalla fyrirtækja sem runnu ervegnaþess að búið er að byggjaupp drjúga sjóði hjá starfsmannafélagi ESSO og líst félögunum illa á að þeir peningar deilist jafnt niður á alla þar sem mörg hinna starfs- mannafélaganna leggi lítið fé í nýja starfsmannafélagið. Samein- ing hefur verið felld einu sinni, á aðalfundi í desember, en stjórnar- menn æda að reyna á nýjan leik. ■ Samkvæmt heimildum DV geymir starfsmannasjóður ESSO nærri 500 milljónir króna, sem duglegir starfsmenn Olíufélags- ins unnu fyrir, ásamt fjölda verð- mætra fasteigna, meðal annars sumarhúsa- byggðá Laugarvatni. Stjómar- menn í hinu nýja samein- aða starfs- mannafélagi gæm einnig veriðívanda gagnvart samþykktum gamla ESSO-starfsmannafélagsins. Eftir því sem DV kemst næst er þar nefnilega klásúla þess efnis að ef starfsmannafélagið yrði einhvern tíma lagt niður skyldu allir sjóðs- aurarnir renna til góðgerðarmála. Ef rétt reynist er ekki víst að sam- einingin gangi eins snurðulaust íýrir sig og stjórnarmenn vonuðu sem nú þurfa að finna leið fram- hjá lögum starfsmannafélags ESSO til að koma aurum þess inn í nýja félagið. ■ Páll Óskar Hjálmtýsson op- inberar sig í nýíegu einkaviðtali sem birtist á vefnum umsagnir. is. Þar fjallar Páll um ferilinn, ást- arlífið, tónlistina og Eurovision. f viðtalinu segir Palli meðal annars að hann hafl þrisvar sinnum um ævina orðið ástfanginn. Öll sambönd- in enduðu hins vegar á einn veg: þeir sögðu honum upp. Páll lítur þó ájákvæðu hliðarnar í viðtalinu og segir að oft hafi komið góðir textar upp úr sambandsslitunum. ■ „Égtreystialvegdómgreind minni í þeim efnum," segir Ólafur Ragnar Grfmsson, forseti íslands, í viðtali í nýútkomnu tímariti Mannlífs. TUefni ummælanna er umræða síðasta árs um ferð- ir forsetans í einkaþotum auð- manna og stórfyrirtækja. Á meðan Ólafúr Ragnar er ötull talsmaður umhverfisstefnu á alþjóða- vettvangi var hann gagnrýndur fyrir að þiggja far með einkaþotum sem menga talsvert við hvert flug sitt. Þá var fullyrt að með ferð- um sínum með auðmönnum fjarlægist for- setinn alþýðu landsins. Forsetinn vísargagnrýn- inniábugí viðtahnu og segist alls ekki óttast að hann sé að missa tengslin við hina íslenska alþýðu. Sjálfum finnst honum umræður um þotuferðimar hafa verið ansi léttvægar og bendir á að ferðimar sé hægt að telja á fingrum annarrar handar. trausm Aldrei hefur eins miklu af bílum verið farg- að og í nóvember og desember á þessu ári. Haraldur Ólafsson eigandi Furu, segir að sprenging hafi orðið í nóvember í fjölda þeirra bila sem komið var með í brotajárn. Einn bill að meðaltali er afskráður á hverj- um klukkutíma allan ársins hring. Oft er svo dýrt að gera við bíla að hagkvæmara er að henda þeim, segir Stefán Ásgrímsson, rit- stjóri blaðs Félags íslenskra bifreiðaeigenda. EINN BÍLL Mikið að gera Haraldur BROTA- JARNA KLUKKU inw« „fslendingar hafa aldrei hent fleiri bílum en núna í nóvember og desember," segir Haraldur Ólafs- son, eigandi málmvinnslufyrirtæk- isins Furu í Hafnarfirði. Hann segir að það hafi orðið sprenging í nóv- ember í fjölda þeirra bíla sem kom- ið var með í endurvinnslu og mikið hafi verið að gera núna í desember. Meðalaldur þerra bíla sem komið hefur verið með til eyðingar er ell- efu til tólf ár. Haraldur segir bílana koma jafnt yfir árið, nótt sem dag. „Venjulega ró- ast þetta þegar kemur snjór en lítið var af honum fram að jólum. Það er alveg ótrúlega mikið af bílum hérna núna, þeir koma bara í löngum röð- um," segir Haraldur sem lagði mik- ið kapp á að pressa sem flesta bíla fyrir jólin. Bílarnir eru ekki það eina sem Haraldur fær til endurvinnslu. Hann segir að fólk komi með allt ffá brauðrismm upp í landbúnaðarvélar og fiskvinnslutæki. „Bílarnir sem fólk kemur með eru nýrri en áður og sum- ar tegundir eru yngri en aðrar. Það eru líka sömu tegundirnar sem koma ffekar inn en aðrar, bílar sem eru ódýrari í framleiðslu," segir Haraldur. „Þeir einu sem sjást á gömlum bflum núna eru útíendingarnir, íslendingar vilja annað," segir Haraldur. 120 milljónir úr Úrvinnslusjóði Það kostar Úrvinnslusjóð tölu- vert að íslendingar vilja losa sig við bflana fremur en gera við þá. Á þessu ári borgaði sjóðurinn 120 milljónir fyrir förgun á bílum. Fyrir hvern bíl sem fer í brotajárn borgar sjóðurinn 15 þúsund krón- ur. Það þýðir að afskráðir bílar eru átta þúsund talsins, það er sami fjöldi og í fyrra. Samkvæmt þessu fer einn bíll í brotajárn eða er af- Ekki ekið meira Þessum bfl verður ekki bíla sem var úreltur á síðasta ári. skráður með einhverjum hætti á hverjum einasta klukkutíma árs- ins. Guðlaugur Sverrisson, verk- efnastjóri hjáÚrvinnslusjóði, segir að ástæðan fyrir því að fólk hendi bílunum sé sú að það taki því ekki að gera við bílana. Fólk þurfi oftar en ekki að eyða tíma og pening- um í viðgerðirnar og fari því frekar með bílana í brotajárn heldur en að láta gera við þá. Önnur ástæða er sú að bílar sem eru framleidd- ir í dag eru vistvænni og öruggari. Fólk kýs þá frekar að henda bíl sem kostar mikið að gera við og fá sér öruggari og vistvænni bfl. Frá árinu 2003, þegar Úrvinnslu- sjóðurinn var stofnaður, hefur af- skráðum bflum fjölgað um meira helming frá 3.000 upp í 8.000. Bíla- floti fslendinga var miklu minni fyrir tíu árum og sjá menn fram á stigvaxandi aukningu á förgunum í takt við bflaflotann. Árið 2003 varð ekið meira. Hann er einn um átta þúsund sprenging í sölu á bflum og áætl- ar Guðlaugur að eftir sjö til átta ár megi búast við að afskrifuðum bíl- um fjölgi verulega. „Við erum ekki að sjá neinar afgerandi tölur í afskriftunum á árinu en áætía má að eftir sjö til átta ár komi sprengingin sem varð í sölu bíla árið 2003 fram í afskriftum. Þá kemur þynnkan eftir fylliríið," segir Guðlaugur og hlær. Vilja skattinn endurgreiddan Sex til sjö þúsund bílar standa óhreyfðir á bílasölum landsins og er talið að andvirði þeirra sé níu til fimmtán milijarðar. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins fyr- ir nokkru. f fyrra fluttu íslending- ar inn bfla fyrir 30 milljarða króna. Viðskiptaráð hefur lagt fram til- lögu um að virðisaukaskattur og vörugjöld verði endurgreidd í hlut- falli við söluverð fyrir hvern bíl sem fluttur er úr landi. „Áætla má að eftir sjö til átta ár komi sprengingin sem varð í sölu bíla árið 2003 fram í afskriftum. Þá kemur þynnkan eftir fylliríið." Stefán Ásgrímsson, ritstjóri blaðs FÍB, er sammála þessu og segir að með endurgreiðslum á sköttum væri hægt að rétta misræmið milli bfla sem fara í brotajárn og þeirra sem standa óhreyfðir á bflsölum. Hann segir góða hugmynd að geta endurnýtt bflana með því til dæm- is að flytja þá til landa sem vel gætu nýtt eldri notaða bfla sem íslend- ingar vilja ekki lengur. Stefán, sem vel er kunnugur bflamálum á land- inu, tekur líka eftir því að stöðugt sé verið að henda yngri bflum og skil- ur það. „Ef sjálfskipting fer til dæm- is úr bfl árgerð 2001 getur það kost- að hálfa milljón að gera við á meðan þú færð kannski 400 þúsund fyrir hann. Fólk lætur hann frekar gossa í pressuna en að gera við hann. Það segir sig sjálft," segir Stefán. Fólk vill gramsa „Fólk vill oft koma og ná í eitt- hvað í bílana sína eftir að það skil- ur þá eftir," segir Haraldur í Furu um aðfarir fólks eftir að það lætur bíl- ana frá sér. Hann segir að fólk vilji líka stundum horfa á bflana fara í pressuna til að vera viss um að þeim verði fargað. Þess vegna sé Guðlaug- ur farinn að afgreiða bflana fljótt og örugglega. „Einu sinni var ég hérna á laugardagsmorgni og það var Benz sem átti að fara í brotajárn. Ég sat inni og tók þá eftir tveimur sem stóðu hjá í miklum pælingum. Ég vissi alveg hvað var í gangi svo ég skellti króknum í og lét bflinn beint í kvörnina."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.