Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 Ferðir DV A FERÐINNI Umsjón: Baldur Guömundsson. Netfang: baldur&dv.ls Guðmundur Sigurðsson verkstjóri er á ferö um Asíu. Hann er þessa dagana stadd- ur í Taílandi en skrapp í nokkra daga til Kambódíu sem er í suðausturhluta álfunnar. Guömundur heillaðist af landi og þjóð og deilir hér upplifun sinni. Á landamærum Taílands og Kambódíu Eru ævinlega langar raðir fólks með handkerr- ur sem er [ milliríkjaviðskiptum. Það er ótrúlegur dugnaður hjá þessu brosmilda fólki. I Kambódíu Gilda líklega aðrar reglur en í norðurhöfum þar sem nánast allt er bannað sem ekki er sérstaklega leyft. Hér er verið að flytja lifandi fugla á markað. Þeir eru bundnir á fótum og hengdir utan á skellinöðruna. Með þessu verður varan alveg fersk þegar hún kemst í hendur kaupenda. KAMBODIA RIS ÚRÖSKUSTÓNNI Leigubílar í Kambódíu Eru frumstæðir líkt og I öðrum löndum Indókína, ýmist er um að ræða skellinöðrurfyrireinn farþega eða skellinöðrur með tengivagni fyrir hópflutninga. Hér er Valdimar Kúld, skipstjóri úr Stykkishólmi, að leggja I ferðalag með einni skellinöðruútgáfunni. Gamall og lúinn bfllinn liðast eftir vondum veginum, meðalhraðinn er um 30 kflómetrar. Hægt og bítandi miðar samt frá landamærastöðinni í Taflandi til bæjarins Siem Reap í Kambódíu. Þessi þjóðbraut er verri yfirferðar en Sprengisandsleiðin á Is- landi. Það tekur okkur fimm klukku- stundir að fara þessa 150 kflómetra. Á einum stað lendum við í töluverðri bið þar sem brú hafði gefið sig, að hluta til lá hún í ánni en heimamenn tjáðu okkur að það gerði ekkert til, bráðabirgðaviðgerðir hefðu farið fram reglulega undanfarna áratugi á þessari brú og öðrum á leiðinni. Fjölbreytt farartæki Landið ber hvarvetna merki ára- tuga óaldar og stríðshörmunga. Bfl- stjórinn einbeitir sér mjög að akstr- inum og þenur flautuna látlaust, ekki er að sjá neinn tilgang með öllu þessu flauti. Fólk er ekkert að flýta sér í þessu landi. Á vegi okkar verða alis kyns tor- kennileg farartæki auk þess sem bú- peningur er rekinn víða eftir þessari meintu hraðbraut. Bilaðir bflar eru víða í vegköntum og margir berjast við sprungin dekk, enda getur enginn bíll þolað svona veg og bera vegkant- arnir þess merki, með öllum þeim bfl- um og tækjum sem þar standa. Mörg smáþorp eru við veginn, þar er boðið upp á þjónustu við ferðalanga, eink- um þó farkosti þeirra. Verkstæði af öllum gerðum eru í skúrhrófum auk þess sem eldsneyti er seit af flöskum og brúsum. Á verkstæðunum er selt vatn og gos fyrir vegfarendur. Launin eru dollari á dag Að lokum skrönglumst við þó í rykmekki inn í Siem Reap og komum okkur fyrir á þægilegu lúxushóteli, en bærinn býr yfir afar góðum hótelum með vandaðri þjónustu. Góðir mat- sölustaðir eru víða og hinir brosandi Khmerar veita gestum sínum einlæga þjónusm. Sennilega eru þessir mat- sölustaðir með því besta sem þekkist í Austurlöndum fjær. Bærinn er lífleg- ur og skemmtiiegt að kflcja í Bargötuna þar sem ægir saman veitingahúsum af öllum gerðum sem og nuddstofúm sem veita fjölbreytta þjónustu. I nágrenni götunnar eru markað- ir með öllu því sem hægt er að hugsa sér á markaðstorgum, kvöldmarkað- urinn er til dæmis skemmtilegur tfl að skoða og fylgjast með fólki, búpening- urinn er á ferli í nágrenninu og sölu- fólk vart komið af barnsaldri reynir að plokka ferðalanga. Bömin em einlæg og falleg þrátt fýrir að klæði þeirra beri fátæktinni vimi. I landinu gflda hin hörðu lögmál markaðarins og því hafa um sjötíu af hundraði landsmanna um einn dollara á dag í laun fýrir erflði sitt. Þrátt fýrir þessi lágu laun flnnst sölumönnum eðlilegt að selja hálf- an lítra af vami fýrir tvo dollara. Allur varningur er verðlagður í dollurum, mynt landsins, ríal, er lítt eða ekkert notuð. Öll viðskipti fara fram í dollur- um og vissara að hafa þá með sér til landsins. Sem dæmi um verðgildi ríals má nefria að einn kaffibolli kostar lið- lega átta þúsund ríal. Einlægni og góðmennska Á rölti mínu um miðbæinn bnm- aði skyndilega að mér lögregluþjónn á skellinöðm og steig af baki, mér varð hreinlega ekki um sel þegar hann gekk ákveðnum skrefum að mér, með bros á vör kom hann og strauk yfir ístruna Ólíkar aðferðir við flutninga Asna- kerrur eru mikið notaðar til vöru- flutninga þótt vörubílar séu að sjálfsögðu hafðir til stærri verka. mín og sagði „vá". Gekk síðan bros- andi að vélfáki sínum á nýjan leik og ók á brott. Einlægnin og góðmennsk- an skinu af þessum laganna verði sem öðru fólki í landinu. Heista aðdráttarafl ferðamanna í Kambódíu er Týnda borgin, merkar borgarminjar Ankor, Búddabyggingarnar þar eru langstærstu trúarmannvirki sem byggð hafa verið í heiminum, byggingarnar vom í upphafi ætlaðar sem konungshöll fýrir Suryavarman II, konung Khmera, en urðu að búddísku trúarhofi. Borgin gleymdist um aldir en er nú orðin Kambódíumönnum það sem Akropolishæðin er Grikkjum. Fyrir þá sem hafa gaman af öðruvísi ferðalögum er Kambódía heillandi áfangastaður og því fyrr sem fólk kemur þar því frumstæð- ara, mikil og hröð uppbygging á sér stað í landinu sem er að rísa úr öskustónni eftir langt tímabil erfið- leika. Það verður enginn svikinn af landi eða þjóð. Strákar Sem hafa ofan af fyrir sér með dósasöfnun í Bargötu i Siem Reap. Mikið er um að börn stundi betl eða alls kyns sölumennsku, reyndar eru þau afbragðs sölumenn. Þjóðvegirnir eru ótrúlegir Aksturs- menningin ekki síður á skjön við það sem við eigum að venjast. Menn aka í rykmekkinum eins og þeim býður við að horfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.