Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 Fréttir DV Benazir Bhutto ■ 1977 - Eftir að hafa varið bernsku- árum sínum í Pakistan og síðar stundað framhaldsnám meðal annars í Englandi snýr hún heim til Pakistans. ■ 1979,4. apríl - Faðir hennar, Zulfikar Ali Bhutto,ertekinnaf Iffitveimur árum eftir að honum var steypt af stóli sem forsætisráðherra. Sakarefnið var morð á pólitískum andstæðingi. ■ 1986,10. apríl - Benazir Bhutto snýr heim úr útlegð frá Lundúnum og veitir Alþýðuflokknum, sem faðir hennar stofnaði, forystu. ■ 1988,1. desember - Þrjátíu og fimm ára að aldri verður hún fyrsta konan ( embætti forsætisráðherra (múslfmsku ríki, að loknum þingkosningum. ■ 1990,6. ágúst— Ríkisstjórn hennar er ýtt frá völdum vegna ásakana um spillingu og vanhæfni til að fyrir- byggja ofbeldi milll þjóðarbrota. ■ 1993,19. október - Bhutto sver eiö öðru sinni sem forsætisráöherra þjóðarinnar. ■ 1996,5. nóvember- Ríkisstjórn Benazir Bhutto er enn og aftur ýtt frá vegna spillingarmála og gruns um að grafa undan réttarkerfinu. ■ 1999,14. aprd - Bhutto er fundin sek um spillingu að henni fjarverandi. Dómnum var síöar hnekkt en hún heldur áfram að búa í útlegð í Bretlandi og Dúba(. ■ 2007,5. október - Pervez Musharraf, forseti Pakistans, veitir Benazir Bhutto friðhelgi vegna allra ákæra á hendur henni og gerir henni kleift að snúa heim og taka jafnvel upp samstarf við hann. ■ 2007,18. október - Flugvél Bhutto lendir (Karachi og henni erfagnað af fjölda manns, en gleðin er blendin þv( tvær sprengjur eru sprengdar og eitt hundrað þrjátfu og fimm manns láta lífiö og hátt (fimm hundruð slasast. Hún sleppur ómeidd. Síðar sakaði hún stjórnvöld um yfirhylmingu við rannsókn málsins. ■ 2007,22. október - Benazir fær Kflátshótun frá„vini al-Kaída" þar sem segir (bréfi að hún verði mögulega stungin eða ráðist á hana (bifreið hennar eða svefnherbergi. ■ 2007,27. október - Benazir yfirgefur Karachi (fyrsta sinn sfðan sprengjutil- ræðið var gert og erfagnað af fjögur þúsund stuðningsmönnum þarsem hún stendur uppi í sóllúgu bifreiðar- innar. ■ 2007,3. nóvember- Musharraf, forseti landsins, setur á neyðarlög. Af þv( tilefni segir Bhutto að það sé „svartasti dagur" Pakistans og hótar fjöldamótmælum stuðningsmanna sinna á götum borgarinnar. ■ 2007,9. nóvember - Benazir Bhutto er sett í stofufangelsi (Lahore til að koma (veg fyrir að hún veiti forystu kröfugöngu fyrir lýðræði. Öryggis- sveitirsmala saman þúsundum stuðningsmanna hennar. ■ 2007,13. nóvember - Benazir er sett (stofufangelsi í annað slnn á innan við viku. Hún höfðar í fyrsta sinn til Musharrafs að láta af embætti og binda enda á spillta stjórn hans á Pakistan. Hún segist ekki munu lengur standa (viðræðum við „einræðisherra" og lýsir áhuga slnum á að stofna til samstarfs við útlægan stjórnarandstæðing og fyrrverandi forsætisráðherra, Nawaz Sharif. ■ 2007,30. nóvember- Benazir birtir stefnuskrá sína þar sem hún lofar atvinnu, húsnæði og heilsugæslu. 2007,8. desember - Þrír stuðnings- manna hennar eru drepnir þegar ráðist er á svæðisskrifstofu hennar ( Naseerabad. ■ 2007,10. desember- Flokkur Sharifs tilkynnir aö hann muni taka þátt (fyrirhuguðum þingkosningum. ■ 2007,15. desember- Neyðarlögum er aflétt. ■ 2007,25. desember - Benazir Bhutto sakar Musharraf um að hafa mistekist að koma (veg fyrir fjölgun öfgafullra Islamskra strlðsmanna og heitir að ráðast gegn þeim hópum ef hún fer með sigur af hólmi ( þingkosningunum. ■ 2007,27. desember - Benazir Bhutto er ráðin af dögum ( Rawalpindi. Benazir Bhutto Var helsti andstæðingur Pervez Musharraf, forseta Pakistans. W KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaóur skrifar: kolbeimmdv.is Benazir Bhutto mætti örlögum sínum í lok síöasta árs. Hún hafði snúið heim til Pakistans úr útlegð í október með það fyrir augum að blanda sér í stjórnmál landsins, en þau höfðu einkennst af mikilli ólgu. Helsti andstæðingur hennar, Pervez Musharraf, forseti Pakistans, lá undir ámæli vegna einræðistilburða, en naut þó stuðnings hersins enda lengi bundist hon- um sterkum böndum. Fæddist inn í heim stjórnmála Benazir Bhutto fæddist 21. júní 1953 og var elsta barn foreldra sinna, Zulflkars Ali Bhutto og eiginkonu hans Begum Nusrat Ispahani. Foreldrar hennar voru velmegandi sjíar í Karachi. Faðir hennar gegndi embætti forseta Pakistans frá 1971-1973 og var forsætisráðherra frá 1973-1977. Hann var einn af stofnendum Alþýðuflokks Pakistans, en var bolað frá völdum í Pakistan eftir valdarán hersins árið 1977 og tekinn af lífi árið 1979. Að loknu námi, fyrst í Bandaríkj- unum og síðar á Englandi, sneri Ben- azir heim, dl þess eins að vera sett í stofufangelsi. Henni var leyft að fara til Bretlands þar sem hún leiddi Al- þýðuflokkinn úr útlegð. Árið 1988, í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu í meira en áratug, vann flokkur hennar flest sæti í þjóðar- ráðinu og varð hún forsætisráðherra samsteypustjórnar, þrjátíu og fimm ára að aldri. Á þeim tíma var hún yngsta manneskjan og fyrst kvenna til að stýra múslímskri þjóð. Benazir Bhutto, fyrrverandi for- sætisráðherra Pakistans, var ráðin af dögum 27. desember í sjálfsmorðsárás í Rawalpindi í Pakistan. Þetta var annað tilræðið gegn henni síðan hún sneri heim úr útlegð 18. október. Þá sprungu tvær sprengjur við bílalest hennar þar sem hún var á leið til Karachi skömmu eftir að vél hennar hafði lent. Benazir slapp með skrekkinn í fyrra tilræðinu, en sama er ekki hægt að segja um eitt hundrað þrjátíu og sex manns sem létu lífið og um fjögur hundruð og fimmtíu manns sem særðust. Meðal þeirra sem létust voru um fimmtíu örygg- isverðir stjórnmálaflokks henn- ar, Alþýðuflokksins, sem höfðu myndað keðju umhverfis hana. Benazir Bhutto hafði ekki far- ið í grafgötur með möguleikann á því að atlaga yrði gerð að lífi henn- ar og í viðtali við CNN í september, tæpum mánuði áður en hún sneri heim til Pakistan, viðurkenndi hún fuslega þann möguleika. Barist við klerkastéttina Fyrsta kjörtímabili sínu varði Benazir nær eingöngu í baráttu við Sorg Stuðningsmenn Benazir Bhutto voru harmi slegnir þegar fréttir af dauða hennar bárust. klerkastéttina og aðra þá sem sem staðráðnir voru í að koma henni frá völdum. Enda fór það svo á endan- um að herinn sakaði hana um van- hæfni og spillingu og ýtti henni til hliðar. Bjartsýni pakistönsku þjóð- arinnar vék fyrir misheppnuðum tilraunum til lýðræðis og brostnum vonum. Við tók þriggja ára tímabil spill- ingar undir ríkisstjórn Nawz Sharif, sem að lokum var líkt og Benazir rutt frá völdum af hernum. Þremur árum eftir að Benazir laut í lægra haldi fyr- ir hernum var hún kosin í embætti forsætisráðherra að nýju. En nafn hennar var atað auri vegna spilling- ar Asifs Zardari, eiginmanns hennar, hún var rúin trausti heima fyrir og að margra mati undir hæl eiginmanns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.