Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Síða 23
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 23 LÍKIST KALLINUM MEIRAOGMEIRA auðvelt að biðja hann um hvað sem er. Við erum búin að vera miklir vinir í mörg ár. Hann er maður orða sinna og stendur við allt sem hann segir. Hann er heill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og er mjög vandvirk- ur og samviskusamur. Þorsteinn fer aldrei á bakvið fólk og er sannur vin- ur vina sinna. Hann á fáa vini en mjög góða, enda er hægt að treysta hon- um fullkomlega. Hann er mjög ljúfur í umgengni við alla og er hvers manns hugljúfi. Ég held að hann eigi eftir að standa sig með prýði í nýja starfinu. Ég þekki hann ekki af neinu öðru en góðu einu. Hann er pottþéttur og ger- ir allt hundrað prósent." Sérvitur með afbrigðum Bragi Kristjónsson bóksali lýsir Þorsteini sem sérvitrum öðlingi. Þeir þekkjast í gegnum djúpstæðan bók- menntaáhuga Þorsteins. „Hann Þor- steinn er óvenjulegt öðlingseintak af manneskju. Hann er eldgömul sál og óvenjulegur að því leytinu til. Hann er vísnastrákur, les mikið af ljóðum ffá öllum tímum og yrkir sjálfur. Hann fylgist afar vel með í bókmennta- og ljóðlistaheiminum. Ég þekki hann ekki mikið sem persónu en hann kemur oft til mín tíl að grúska og spjalla um ljóð og bækur," segir Bragi af einlægni. „Ég er ekkert viss um að Þorsteinn ætli sér stóra hlutí í pólítík. Hann á ekki langt að sækja dómara- genin því afi hans, Þorsteinn Thorar- ensen, var dómari og fógetí á sínum tíma. Ég heyrði að hann hefði stað- ið sig vel sem aðstoðarmaður dóms- málaráðherra og ég held að hann hafi alla burði til að verða afbragðsdómari. Það er margt sem mælir með honum í þetta „djobb" nema það helst að hann er sonur pabba síns. Þetta kunningja- samfélag er samslungið í hagsmunum og greiðasemi en það er helvíti hart að láta það bitna á hæfiieikafólki. Það má ekki gerast," segir Bragi ákveðinn og heldur áfram: „Þorsteinn er afger- andi einstaklingur og ég held að hann hafi orðið fyrir aðkasti sem unglingur vegna þess að hann er sonur Dav- íðs. Hann hefur komið hingað frá því hann var rúmlega tvítugur, í ein fimmtán ár. Ég held að hann sé sér- vitur með afbrigðum en er bæði meinfyndinn og skemmtilegur, rétt eins og pabbi hans. Hann er að líkjast kallinum meira og meira með hverju árinu sem h'ð- ur, ekki síst í útlití, þó hann sé ekki eins hárp- rúður. Ef ég ættí að lýsa Þorsteini í einu orði myndi ég segja að hann væri ákaflega vís maður." Bókhneigður Þorsteinn Davíðsson er mikið fyrir lestur góðra bókmennta. Barðist fyrir Pétur Hafstein Stefán Friðrik Stefánsson, blogg- ari og fyrrverandi meðlimur í stjórn SUS, kynntíst Þorsteini í kosninga- baráttu Péturs Hafstein til forseta fyrir tólf árum. „Við komum að þeirri bar- áttu með ólíkum hætti en áttum gott samstarf. Þegar ég fór að taka meiri þátt í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokks- ins kynntíst ég honum betur. Ég þekki ekkert nema gott til Þorsteins," segir Stefán Friðrik. „ Þorsteinn er mj ög líkur pabba sín- um í útliti en er sumpart svolítið fjar- lægur. Hann er rólegur og hlédræg- ur enda held ég að það hljótí að vera þung byrði að vera sonur svona sterks leiðtoga. Ég held að hann hafi mik- inn áhuga á pólítik en geti ekki náð langt í pólitík án þess að verða líkt við pabba sinn. Ég held að það skemmi frekar fyrir honum en hitt. Það verður alltaf talað um hann sem son Davíðs Oddssonar. Svolítíð eins og að vera með blett á sér sem maður getur ekki þvegið af. Auðvitað get- ur það þó gagn- Forðast sviðsljósið Stefán Friðrik segir Þorstein vera mann sem vinni mikið á bakvið tjöldin. „Hann vill síður vera í sviðs- ljósinu en á marga góða vini í Sjálf- stæðisflokknum; Björn Bjarnason og fleiri. Ég verð að viðurkenna að það kom mér mjög á óvart að hann skyldi koma hingað norður en um ástæð- ur þess hef ég ákveðnar kenningar. Ég held að það sé verið að undirbúa það að Þorsteinn fari í pólitík. Það er gott fyrir hann að fara út á lands- byggðina og öðlast aðra sýn á landið. Hann sótti um héraðsdómarastöðu í Reykjavík en fékk ekki. Ég held að það hafi verið gott fyrir Þorstein því hann hefur haft mikinn „101-stimpil" á sér hingað til. Hann þarf meiri yfirsýn því hann er mikill Reykvíkingur í sér, rétt eins og pabbi hans." Að matí Stefáns Friðriks mun fólk fylgjast betur með Þorsteini í stöðu héraðsdómara en öðrum stöðum. „Smásjáin verður á honum og ég held að það muni taka hann tíma að sanna að hann hafi ekki verið ráðinn vegna tengsla sinna. Þor- steinn er mjög frambærilegur maður sem hefur margt með sér en hann er með þann stimpil að menn hafi reddað þessu fyrir hann. Það verð- ur spennadi að fylgjast með honum í nýju starfi og ég óska honum velfamaðar," segir Stefán Friðrik að lokum. Mikill og góður húmoristi Þor- steinn var í að- alstjórn Sam- bands ungra sjálf- ' I ** Góðir vinir Ragnheiður Elín Clausen og Þorsteinn Davíðsson hafa lengi verið góðir vinir. stæðismanna, SUS, árin 1995-1999. Þar var einnig Sigurður Kári Kristj- ánsson, síðar formaður SUS og nú al- þingismaður. Þeir tveir voru einnig samtíða Þor- steini í lagadeildinni og hafa þeir fé- lagar starfað saman bæði á vettvangi lögfræðinnar og stjórnmálanna. „Við erum góðir vinir. Þorsteinn er þræl- hress og skemmtilegur, mikill og góð- ur húmoristí." Sigurður nefnir auk þess hversu fjölbreytt og skemmtí- legt áhugasvið Þorsteinn hefur. „Fyrir utan auðvitað aðalviðfangsefnið sem lýtur að lögfræði og stjómmálum hef- ur Þorsteinn mikinn áhuga á mats- eld, fótbolta bókmenntum og tónlist. Hann er mikill Pink Floyd-maður sem er góður kostur." En hefur Þorsteinn einhveija galla? „Hans helstu ókostír liggja í því að hann er Arsenal-mað- ur en sjálfur er ég Manchester-maður. Það fer auðvitað mjög í taugamar á honum þegar mínum mönnum geng- ur vel. Annars er mér það ómögulegt að sjá galla í fari vina minna." Sigurði líst mjög vel á nýju stöðu Þorsteins. „Hann er réttsýnn maður, hann Þorsteinn. Hann hefur sterka réttlætiskennd sem er geysilega góð- ur og nauðsynlegur kostur í fari þeirra sem sinna starfi dómara. Ég hef eng- ar áhyggjur af honum í þessu starfi. Mér hefur svolítið fundist að þeir sem gagnrýna þessa stöðuveitingu hvað mest séu að reyna að ná sér niður á föður hans. Þorsteinn er látinn gjalda fyrir það hverra manna hann er. Ég held að menn ættu frekar að þakka fyrir það að fá góðan mann í þetta starf frekar en að nudda sér upp úr ættemi hans. Ef menn hafa eitthvað upp á forfeður hans að klaga ættu þeir ffekar að beina spjótmn sínum gegn þeim en honum." Verkin munu tala Þorsteinn Davíðsson, fyrrverandi aðstoðarsaksóknari og deildarstjóri við embætti lögreglustjórans á höf- uðborgarsvæðinu, var skipaður hér- aðsdómari ffá og með 1. janúar. Hann mun verða með 75% starfsskyldu við Héraðsdóm Norðurlands eystra og 25% við Héraðsdóm Austurlands og hafa starfsstöð við Héraðsdóm Norð- urlands eystra. Þorsteinn var með flensu fyrsta vinnudaginn og mætti því ekki. Fyrsta dómsmál hans verð- ur tekið fyrir 17. janúar næstkomandi, en þar stefiiir Hörður Snorrason Eyja- fjarðarsveit fyrir Héraðsdóm Norður- lands eystri. Einkasonur Davíðs Oddssonar hefur tekið við stöðu dómara, eftir umdeilda ráðningu fram yfir þrjá hæfari umsækjendur. En hvaða mann hefur Þorsteinn Davíðsson að geyma? DV leitaði álits hjá nokkrum þeirra sem þekkja Þorstein Davíðsson hvað best. Þorsteinn Davíðsson fæddist 12. nóv- ember árið 1971. Hann er sonur Dav- íðs Oddssonar, fyrrverandi forsætís- ráðherra, og Astríðar Thorarensen. Þorsteinn var í sigurliði Mennta- skólans í Reykjavík í Gettu betur 1988. Hann útskrifaðist með stúdentspróf ffá MR árið 1992 og er með embættis- próf í lögfræði ff á Háskóla íslands sem hann lauk árið 1999. Þorsteinn starf- aði við Héraðsdóm Reykjavíkur en gerðist síðan aðstoðarmaður Bjöms Bjamasonar dómsmálaráðherra. Þá var hann deildarstjóri við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu en því starfi gegndi hann til 20. desember er hann var ráðinn héraðs- dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands. Ráðning hans þykir umdeild, ekki síst vegna þess að þrír umsækjendur vom metnir hæfari af þar til sídpaðri matsnefiid. Aðrir umsækjendur um embættið vom: Guðmundur Kristj- ánsson hæstaréttarlögmaður, Halldór Bjömsson aðstoðarmaður hæstarétt- ardómara, Pétur Dam Leifsson lekt- or við lagadeild Háskóla íslands og félagsvísinda- og lagadeild Háskól- ans á Akureyri og Ragnheiður Jóns- dóttir, löglærður fulltrúi sýslumanns- ins á Húsavík. Ráðningin hefur vakið hörð viðbrögð í þjóðfélaginu þar sem margir telja Þorstein ekki þann hæf- asta í starfið. En hvaða mann skyldi Þorsteinn Davíðsson hafa að geyma? Góðurfélagi Bjöm Bjarnason dómsmálaráð- herra þekkir Þorstein vel, enda störf- uðu þeir saman um nokkurt skeið. „Það sem kom mér mest á óvart, þeg- ar Þorsteinn Davíðsson kom tíl starfa fyrir mig sem aðstoðarmaður, var lög- ffæðileg þekking hans. Hún auðveld- aði honum að benda á lagaákvæði eða fordæmi sem hafa yrði í huga við úrlausn einstakra mála. Hann tók af- stöðu með vísan til vel ígrundaðra lagaraka, þegar um álitaefni af þeim toga var að ræða. Þorsteinn er þar fyr- ir utan margffóður um menn og mál- efrii. Honum er einkar lagið að setja skoðanir fram í rituðu máli, enda hef- ur hann gott vald á íslenskri tungu og kann þar að auki orðrétta kafla úr bókmenntum, svo að ekki sé minnst á allan kveðskapinn og vísumar. Þor- steinn er góður félagi," segir Björn. Af kynnum sínum við Þorstein að dæma efast Bjöm ekki um burði hans til að verða góður dómari. „Ég áma honum heilla á nýjum starfsvettvangi. Ég ef- ast ekki um að Þorsteinn verður rétt- sýnn dómari." Hvers manns hugljúfi Ragnheiður Elín Clausen er góð vinkona Þorsteins. Hún sparaði ekki jákvæðu lýsingarorðin um vin sinn þegar DV náði af henni tali. „Þor- steinn Davíðsson er einn sá mestí öðlingur sem hægt er að finna. Hann er góður drengur og sómamaður í alla staði. Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt nema gott um Þorstein," segir hún og útskýrir nánar: „Það er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.