Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 41
DV Ættfræöi FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 41 MADURVIKUiNjWK Ólafur Ragnar Grímsson forseti Islands Herra Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti íslands, lýsti því yfir í nýársávarpi sínu, að hann gæfi kost á sér til endurkjörs í forsetaembættið á þessu ári. Hann hefur verið forseti Is- lands frá 1996, eða í tæp þrjú kjörtímabil. 'ffeS íw Starfsferill Ólafur Ragnar Grímsson fæddist á Isafirði 14.5. 1943. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1962, lauk BA-prófi f hagffæði og stjórnmálafræði ffá Uni- versityofManchester 1965 og doktors- prófi í stjómmálafræði frá sama skóla 1970, fyrstur íslendinga til að ljúka doktorsprófi í þeirri fræðigrein. Ólafur Ragnar var skipaður lektor í stjómmálafræði við HÍ 1970, Iagði grunn að kennslu í þeirri fræðigrein sem þá var ný námsbraut við skólann, var hann skipaður fyrsti prófessor í stjómmálafræði við HÍ 1973 og mót- aði kennslu og stundaði rannsókn- ir í stjómmálafræði við HÍ, einkum á íslenska stjórnkerfinu, og tók þátt í alþjóðlegu vísindasamstarfi stjóm- málaffæðinga á árunum 1970-88. Þá var hann stjórnandi útvarps- og sjón- varpsþátta um íslensk þjóðmáí á ár- unum 1966-71 sem vöktu þjóðarat- hygli og ruddu nýjar brautir í slíkri fj ölmiðlaumfjöllun. Ólafur sat í stjóm Sambands ungra ffamsóknarmanna 1966-73, í fram- kvæmdastjóm Framsóknarflokksins 1971-73, sat á Alþingi sem vþm. Sam- taka ffjálslyndra og vinstri manna 1974 og 1975, var formaður ffamkvæmda- stjómar Samtaka ffjálslyndra og vinstri manna 1974-75, var alþm. Reykvík- inga fyrir Alþýðubandalagið 1978- 83, varaþm. 1983-91, og alþm. Reyk- nesinga 1991-95. Hann var formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1980- 83, formaður framkvæmdastjómar Alþýðubandalagsins 1983-87, var rit- stjóri Þjóðviljans 1983-85 og formað- ur Alþýðubandalagsins 1987-95. Þá var hann fjármálaráðherra í rfldsstjóm Steingríms Hermannssonar 1988-91. Ólafur Ragnar sat í hagráði 1966- 68, í útvarpsráði 1971-75, var formaður milliþinganefndar um staðarval rflds- stofríana 1972-75, formaður Félagsvís- indafélags Islands 1975, varaformað- ur Öryggismálanefrídar 1979-90, sat í stjórn Landsvirkjunar 1983-88, sat þing Evrópuráðsins 1981-84 og 1995- 96, var formaður skipulagsnefndar þingmannaráðstefnu Evrópuráðsins um ráðstefriuna Norður-Suður: Hlut- verk Evrópu 1982-84 og var formaður og síðar forseti alþjóðlegu þingmanna- samtakanna Parliamentarians for Global Action 1984-90 og sat í stjórn samtakanna til 1996. Fyrir störf sín á þessum vettvangi tók hann við Frið- arverðlaunum Indiru Gandhi en auk þeirra hefur hann hlotið fjölda alþjóð- legra viðurkenninga. Hann var í stjóm ffiðarfrumkvæðis sex þjóðarleiðtoga 1984-89, var kjörinn heiðursdoktor frá háskólanum í Ás í Noregi 1997 og há- skólanum í Manchester 2001. Hann var kjörinn fimmti forseti íslenska lýð- veldisins 1996. Ólafur Ragnar Grímsson er höf- undur fjölda ffæðigreina og ritgerða sem birst hafa bæði í íslenskum og er- lendum tímaritum. Fjölskylda Ólafur Ragnar kvæntist hinn 14.11. 1974 Guðrúnu Katrínu Þorbergsdótt- ur, f. 14.8. 1934, d. 12.10. 1998, fram- kvæmdastjóra. Foreldrar hennar vom Þorbergur Friðriksson, skipstjóri og hafrísögumaður í Reykjavík, og Guð- rún Bech húsmóðir. Tvíburadæmr Ólafs Ragnars og Guðrúnar Katrínar em Guðrún Tinna, f. 30.8. 1975, viðskiptaffæðingur, og Svanhildur Dalla, f. 30.8. 1975, stjóm- málaffæðingur. Ólafur Ragnar kvæntist 14.5. 2003 Dorrit Moussaieff, f. 12.1. 1950, skart- gripahönnuði. Foreldrar hennar eru Shlomo Moussaieff og Alisa Moussa-- ieff. Foreldrar Ólafs Ragnars voru Grímur Kristgeirsson, f. 29.9. 1897, d. 19.4. 1971, hárskeri og bæjarfulltrúi á ísafirði, og k.h., Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar, f. 20.11.1914, d. 4.5.1968, hús- móðir. Ætt Grímur var hálfbróðir, samfeðra, Hjalta hagfræðings. Grímur var son- ur Kristgeirs, b. í Gilstreymi í Lund- arreykjadal í Borgarfirði Jónssonar, b. á Heiðarbæ í Þingvallasveit, bróð- ur Helgu, ömmu Andrésar Guðjóns- sonar, skólameistara Vélskóla íslands, og langömmu Magnúsar Jóns Árna- sonar sem var bæjarstjóri í Hafríar- firði. Bróðir Jóns var Eiríkur, langafi Kristjóns, föður Braga bóksala og Jó- hönnu, blaðamanns og rithöfundar, móður rithöfundanna Illuga, Hrafns og Elísabetar Jökulsbama. Jón var sonur Gríms, b. og skyttu á Nesjavöll- um í Grafningi Þorleifssonar, ættföður Nesjavallaættar Guðmundssonar, b. í Norðurkoti í Grímsnesi Brandssonar, b. á Krossi Eysteinssonar, bróður Jóns, föður Guðna, ættföður Reykjakotsætt- ar, langafa Halldórs, afa Halldórs Kilj- an Laxness. Guðni var einnig lang- afi Guðna á Keldum, langafa Vigdísar Finnbogadóttur, fýrrv. forseta. Móðir Kristgeirs var Guðrún Guðmundsdótt- ir, systir Þorláks, alþm. í Fífuhvammi. Systir Guðrúnar var Katrín, amma Ar- inbjöms Kolbeinssonar læknis og Jó- hanns Hannessonar kristniboða. Móðir Gríms var Guðný, syst- ir Þórðar, prests á Söndum, langafa Gunnars Amar Gunnarssonar list- málara, Þórðar Gunnarssonar lög- fræðings, og Þórðar Sverrissonar, fyrrv. framkvæmdastjóra hjá Eimskipfélag- inu. Guðný var dóttir Ólafs, skipstjóra í Illíðarhúsum í Reykjavík Guðlaugs- sonar, og Sesselju Halldóru Guð- mundsdóttur. Svanhildur var systir Hjartar Hjart- ar, forstöðumanns skipadeildar SfS, föður Sigríðar K. Hjartar sem var for- maður Garðyrkjufélags Islands. Svan- hildur var dóttir Ólafs Ragnars Hjartar, jámsmiðs á Þingeyri, bróður Friðriks Hjartar, skólastjóra á Akranesi, afa Friðriks Guðna Þórleifssonar, skálds og kennara. Ólafur Ragnar var sonur Hjartar, b. á Gerðhömrum og í Arn- kötludal upp af Steingrímsfirði, bróð- ur Ragnhildar í Bolungarvík, ömmu Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, fyrrv. alþingisforseta og Ágústs skrif- stofumanns á Patreksfirði, föður Helga sendiherra. Önnur systir Hjartar var Ólína, amma Ágústu Ágústsdóttur söngkonu. Hjörtur var sonur Bjarna, b. á Hamarlandi Eiríkssonar og Sig- ríðar Friðriksdóttur, prófasts á Stað á Reykjanesi Jónssonar, bróður Þorvarð- ar, prests á Prestbakka, forföður Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar og Ól- afs Skúlasonar biskups. Annar bróðir Friðriks var Jón Reykjalín, forfaðir Val- gerðar Sverrisdóttur alþm. Móðir Sig- ríðar var Valgerður Pálsdóttir, prests á Stað Hjálmarssonar. Móðir Páls var Filippía Pálsdóttir, systir Bjama land- læloiis. ANDLÁT Björn Þórhallsson viðskiptafræðingur. Bjöm Þórhallsson viðskiptafræð- ingur, Goðheimum 26, Reykjavík, lést á Landspítalanum aðfaranótt 25. desember, 77 ára að aldri. Útför hans fer fram í Langholtskirkju föstudaginn 4. janúar 2008. Starfsferill Bjöm fæddist að Efri-Hólum í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp og á Kópaskeri. Hann lauk stúdentsprófi í MA 1951 og viðskipta- fræðiprófi í Hl 1955. Björn var full- trúi hjá Regin Jif. í Reykjavík 1955-59, fulltrúi hjá Últíma Jif. 1960-66, vann á eigin vegum við endurskoðun, bók- hald, eignaumsýslu og fleira 1966-72, var starfsmaður og starfandi formað- ur Landssambands íslenskra verslun- armanna 1972-89 og vann síðan á ný á eigin vegum frá 1989 þar til hann lét af störfum sökum aldurs og veikinda árið 2000. Bjöm sat í stjórn Stúdenta- félags Reykjavíkur 1955-56, var í ffarn- talsnefnd Reylqavíkur frá 1962 og for- maður 1966-78 og 1982-92, sat í stjóm Sparisjóðs alþýðu 1966-70, í banka- ráði Alþýðubankans 1970-76, í stjóm Landssambands íslenskra verslun- armanna frá 1957 og formaður 1972- 89, sat í stjóm Verslunarmannafélags Reykjavíkur 1960-72, í stjóm Lífeyr- issjóðs verslunarmanna 1974-92, var stjómarformaður Dagblaðsins 1975- 95, sat í stjóm Frjálsrar fjölmiðlunar um árabil, sat í miðstjóm ASÍ 1976- 88 og var varaforseti ASÍ 1980-88, sat í miðstjóm Sjálfstæðisflokksins 1977- 89, í stjóm Húsnæðisstofríunar rflds- ins 1980-93, var einn af stofríendum útgerðarfélagsins Ögurvíkur hf. 1971 og stjórnarformaður þar 1989-95. Fjölskylda Bjöm kvæntist 17.6. 1953 Guðnýju S. Sigurðardóttur, f. 10.11. 1933, hús- móður. Foreldrar Guðnýjar vom Sig- urður Sigurðsson, f. 20.10. 1905, d. 24.7. 1943, verslunarmaður í Reykja- vík, og Dagmar Karlsdóttir, f. 17.7. 1914, d. 17.1. 1996, húsmóðir. Hálf- bróðir Guðnýjar er Níels Hjaltason, f. 1952. Guðný átti einnig fjögur hálf- systkini samfeðra. Synir Bjöms og Guðnýjar em Þór- hallur, f. 6.12.1953, viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandií Reykj avík, var kvæntur Guðnýju Gunnarsdóttur, en þau skildu og er dóttir þeirra Hildur Guðný, f. 30.9. 1975, tónlistarkennari í Reykjavík, en sambýlismaður henn- ar er Eyjólfur Þorleifsson, f. 31.7.1973, tónlistarmaður, böm þeirra eru Kristj- ana Guðný, f. 24.8. 2001 og Þórhallur Gísli, f. 2.7. 2003, en dætur Þórhalls og konu hans, Wasana Thaisomboon, þau skildu, eru Hrafríhildur f. 22.11. 1991, og ÞórJiildur f. 5.1.1993, en sam- býliskona Þórhalls er Anna Janyalert, f. 1968, og fóstursonur Þórhalls, son- ur Önnu, er Jón, f. 25.8. 1990; Karl, f. 26.4. 1957, viðskiptafræðingur, fýrr- verandi bæjarstjóri Selfoss og Árborg- ar og nú sviðsstjóri hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, kvæntur Katrínu Ingu Karlsdóttur, f. 23.1.1958, verslun- armanni, og em böm þeirra Bjöm Þór, f. 16.12. 1988, framhaldsskólanemi, Dagmar, f. 22.1. 1993, en fósturbörn Karls, börn Katrínar, eru Jón Þorkell, f. 25.2. 1976, læknir, kvæntur Álflúldi Þórðardóttur, f. 27.1. 1972, hjúkmn- arfræðingi, og er sonur þeirra Einar, f. 13.9. 2006, ogÁsa Ninna, f. 18.3.1985, háskólanemi. Systkini Bjöms: Friðrik, f. 16.4. 1932, d. 13.10.1992, bifvélavirkjameist- ari í Reykjavflc; Gunnar Þór, f. 18.1. 1935, vélfræðingur í Kópavogi; Guð- rún, f. 7.3.1940, d. 4.7.2006, dagmóðir í Reykjavík; Gunnþórunn Rannveig, f. 21.5. 1941, húsmóðir á Seltjamarnesi; Barði, f. 14.9.1943, d. 28.11.1980, skip- stjóri á Kópaskeri; Kristveig, f. 13.2. 1946, forstöðukona í Danmörku; Þor- bergur, f. 3.4.1949, yfirvélstjóri í Kópa- vogi; Guðbjörg, f. 25.4.1952, sjúkraliði í Kópavogi. Foreldrar Bjöms voru Þórhallur Bjömsson, f. 9.1. 1910, d. 16.6. 2000, kaupfélagsstjóri á Kópaskeri, síðar fulltrúi forstjóra SÍS, og k.h., Margrét Friðriksdóttir, f. 11.6. 1910, d. 9.10. 1989, húsmóðir. Ætt Þórhallur var sonur Bjöms alþm. á Vflángavatni Kristjánssonar, b. þar Kristjánssonar af Kjamaætt. Móð- ir Bjöms alþm. var Jómría, systir Bjöms, föður Þórarins skólameistara. Jónína var dóttir Þórarins á Vfldnga- vatni, bróður Ólafar, ömmu Bene- dikts Sveinssonar alþm., föður Bjarna forsætisráðherra, föður Bjöms dóms- málaráðherra. Þórarinn var sonur Björns á Vfldngavatni, bróður Þór- arins, afa Nonna. Móðir Þórhalls var Gunnþórunn Þorbergsdóttir. Móð- ir Gunnþórunnar var Guðrún, systir Bjöms alþm. Guðrún var dóttir Þor- láks pr. á Skútustöðum, af Reylq'a- lilíðarætt, bróður Benedikts, afa Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra, og bróður Sólveigar, móður ráðherranna Kristjáns og Péturs Jónssona, ömmu Haralds Guðmundssonar ráðherra og Iangömmu Jóns Sigurðssonar, fýrrv. ráðherra. Margrét var systir Barða hjá VSÍ, Kristjáns í Últíma og Jóhanns í Káp- unni, dóttir Friðrilcs, stórbónda á Effi-Hólum Sæmundssonar, b. í Nar- fastaðaseli Jónssonar, á Höskulds- stöðum, bróður Jóhannesar, langafa Salome, fyrrv. alþingisforseta. Annar bróðir Jóns var Sæmundur, afi Valdi- mars Ásmundssonar ritsqóra, föður Héðins alþm. Móðir Friðrilcs var Þór- ný Jónsdóttir, af Gottskálksætt. Móð- ir Margrétar var Guðrún, ljósmóðir á Efri-Hólum Halldórsdóttir, b. á Syðri- Brekkum Guðbrandssonar og Dýrleif- ar Kristjánsdóttur, b. í Leirhöfrí á Sléttu Þorgrímssonar, b. Hraunkoti í Aðaldal Marteinssonar, b. í Garði Þorgríms- sonar, b. í Baldursheimi Marteinsson- ar. Móðir Kristjáns var Vigdís Hall- grímsdóttir, ættföður Hraunkotsættar Helgasonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.