Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 Sport PV íslenska landsliðið í handbolta hefur undirbúning sinn fyrir Evrópumeistaramótið á fjögurra þjóða móti um helgina. Eftir það verða svo tveir leikir gegn Tékk- landi hér heima áður en innrásin til Noregs hefst 17. janúar. Alfreð Gíslason segir sín mál við Bogdan Wenta útrædd en þeir verði aldrei félagar aftur. ndirbúningur íslenska landsliðsins í handbolta fyrir Evrópumeistaramót- ið í Noregi sem fer fram seinna í mánuðinum hefst um helgina. Landsliðið tekur þátt í sterku fjögurra þjóða móti, LK Cup, í Dan- mörku. Þar verður leik- ið gegn Pólverjum, Norð- mönnum og Dönum. Fyrsti leikur liðsins er í dag gegn Póllandi, á morgun leika strákarnir svo gegn Noregi og lokaleikurinn verður gegn gestgjöfum Danmerkur á sunnudaginn. Alfreð Gíslason var kátur þegar DV náði tali af honum og sagðist alltaf hlakka til þess þegar landsliðið kæmi saman eins og allir í liðinu. Hann sagðist ekki vita hvar liðið stæði og það væri í mörg horn að líta. „Nú er þetta allt að fara í gang og eins og í fyrra erum við að koma í þetta mót nánast án undirbúnings. Ég veit ekld alveg hvar við stöndum en þessir leikir eru mikilvægir og góðir til þess að spila liðið saman," sagði Alfreð. Landsliðið er í góðu ástandi hvað varðar meiðsli, sagði Alfreð, sem hafði meiri áhyggj- ur af litlum spilatíma sumra manna. „Það er ekki mikið um meiðsli þannig að við erum í góðum málum hvað varðar þau mál. Sumir strákanna spila þó ekki mikið með sínum fé- lagsliðum. Einar Hólmgeirs hefur ekki fengið mikinn tíma sem og Logi Geirsson og Fúsi. Ég þarf því að sjá stöðuna á þeim öllum." Spurður um áheyrslurnar á mótinu sagði Alfreð að í mörg horn væri að líta varnar- og sóknarlega. Verði Sigfús Sigurðsson ekki í standi til að spila vörn og sókn er ekki lík- legt að hann fari með á mótið. „Það fer eftir því hvað Guðjón Valur má spila mikið hvem- ig við útfærum 5+1 vörnina. Hann er ekki al- heill í öxlinni og ekki víst hvað hann má spila mikið. Ég prófaði að nota Róbert Gunnars- son sem fremsta mann gegn Ungverjum hér heima um daginn og það gekk svona að hluta til ágætlega. Gegn Ungverjum gekk best að hafa Vigni og Sverre saman í miðvörðunum og ég kem til með að prófa það aftur. Það er samt nokk- uð ljóst að erfitt verður að taka tvo varnarsér- fræðinga með á Evrópumótið. Ef Fúsi verður ekki í standi til að spila sóknina líka er stór spurning hvort ég geti tekið bæði hann og Sverre með sem eingöngu varnarmenn. Sóknarlega þurfum við að rifja upp allt sem við höfum verið að gera og svo verða þrjú til fjögur ný atriði sem ég ætla að bæta við. Þau atriði komast nú ekki í gagnið um helgina en veröa meira notuð gegn Tékkum hér heima," sagði Alfreð en ísland leikur tvo vináttuleiki gegn Tékklandi hér heima 13. og 14. janúar. Nítján leikmenn voru valdir til Danmerk- urferðarinnar en Jaliesky Garcia verður ekki með á mótinu. Hinn ungi Sigurbergur Sveins- son fer aftur á móti með til Danmerkur og þá er Alfreð að skoða hina ýmsu kosti til að gefa Snorra Steini smá hvíld á miðjunni. „Garcia verður ekki með í Danmerkur- ferðinni. Hann kemur til landsins 7. janúar. Þess vegna er ég til dæmis með Sigurberg inni til að skoða hann betur og svo þarf ég að sjá í hvaða standi Logi Geirsson er og Arnór Atlason líka. Garcia er búinn að spila betur og betur með hverjum leik hjá Grosswalls- tadt og gæti reynst mikilvægur fýrir okkur á EM. Svo náttúrulega ef Einar Hólmgeirs verður eins og hann er bestur get ég allt- af sett Ólaf Stefáns á miðjuna," sagði Alfreð sem hefur margt í huga hvað varðar miðju- stöðuna. „Eins og staðan er í dag er Snorri Steinn miðjumaður númer eitt. Á því leikur enginn vafi. En það koma nokkrir til greina að leysa þá stöðu líka og þar eru það helst Arnór Atla, Óli Stef og jafnvel Guðjón Valur. Þetta eru svona þau atriði sem ég þarf að skoða hvort sé hægt að gera en mikið af þessu ræðst af því hvort Einar Hólmgeirs verður heill. Langflestar stöðurnar eru alveg pottþéttar en hvernig endanlegt lið verður ræðst í þess- um næstu fimm leikjum." Alfreð segist ekki pæla mikið í því að vinna á mótinu en segir mikilvægt fyrir sjálfstraustið að spila vel. „f fyrra komum við inn í þetta sama mót og fengum stóran skell gegn Norðmönnum. Framhaldið af því var samt mjög gott. Ég er ekkert að endilega að stefna á að sigra á þessu móti þótt það sé að sjálfsögðu mikilvægt fyrir sjálfstraustið að spila vel. Það er mikilvægt að nota þetta mót til að berja gömlu og nýju hugmyndirnar inn í strákana og geta svo sýnt árangurinn gegn Tékkunum hérna heima." Leiðinleg uppákoma varð á heimsmeist- aramótinu í Þýskalandi á síðasta ári þegar Alffeð og Bogdan Wenta, þjálfari Pólverja, rifust harkalega eftir leik þjóðanna. Alfreð sagði Wenta hafa verið að bera lygasögur af sér og þetta mál sé svo sannarlega geymt en ekki gleymt. „Við verðum aldrei félagar aftur. Hann fór yfir strikið en við höfum rætt mál- in aðeins og það er svo sem allt búið á milli okkar. Við munum takast í hendur á mótinu vissulega en við förum aldrei í frí aftur sam- an," sagði Alfreð að lokum í léttum dúr. tomas@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.