Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 43
PV Helgarblað FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 43 Gyllta glasið" var veitt í þriðja sinn í haust. Það eru Vín- þjónasamtökin íslensku sem veita viðurkenninguna tíu evrópskum vínum sem þykja skara fram úr. Skilyrði eru þau að vínin kosti innan við 2.500 krón- - ur. Vininnflytjendur tilnefndu 45 ; vín sem fulltrúar innflytjenda og -- vínþjóna smökkuðu blint og dæmdu. 5 rauðvín og 5 hvítvín hlutu „Gyllta glasið" og ég fjallaði | - um þessi vín ítvígang íhaust. 2001 þótti einstaklega góður í Rioja. Heitt og þurrt veður gáfu þroskuð og glæsileg vín. 2002 þótti mun síðra, kalt sumarog votviðrasamtá uppskerutíma. Winespectator gefur árinu 2001 eink- ^ unnina 93 en 2002 einungis 84. Jafnvel þótt þetta tiltekna vín væri Tjf betra árið 2002 ætti öllum að vera . || Ijóst að sá árgangur fékk enga f viðurkenningu. Eg gerði þrjá hátíðarpistla og hér að neðan eru þau þrjú vín ml semduttuútíumbroti. 1 Þar fjallaði ég einnig n umrauðvíninMarchese Antinori (2090 kr), | Fontodi (1890 kr), K d'Arenberg Footbolt mf (1790 kr), Quinta do | Crasto (2090 kr), Baron F de Ley Finca (2190 kr) og Montes Alpha Syrah (1590 kr) EinnighvítvíninCasaldi Serra (1590 kr), Lalande Pouilly Fuissé (2070 kr) og Tenuta Sant'Antonio (1490 Innflytjendur skreyta sig með þessum heiðri og er það vel. Hins vegar er með ólíkindum að sjá j Baron de Ley Reserva í 2002 með miðanum | „Gyllta glasið". Þetta vín 1 fékk aldrei „Gyllta glas- m ið" og það veit innflytj- p: andi og söluaðili |a (ÁTVR). Hins vegar i fékk þetta vín, ár- 9 gangur 2001, viður- j kenningu. Árgangur V PÁLMt JÓN ASSON vínsérfrædingur DV Tempus Two Vine Vale Shiraz 2005 Tempus Two er skemmtilegt ástralskt fyrirtæki í örum vexti. Upphafsárið 1997 framleiddi víngerðin 6000 kassa afvíni en nú eru þeiryfir 100.000. Víntegundirnar eru 19 og flöskurnar sérinnfluttar, sérkennilegar í laginu og með miða úr málmi. Venjulega eru slíkar æfingar til að skapa flott útlit utan um ómerkilegt innihald en ekki hér. Þetta er afar áfengt (15%) og ágengt vín. Sterkur ilmur af plómum, sveskjum, brómberjum, pipar og eikarvanillu. Þessi mikla og áfenga lykt minnir á bláan Ópal, Victory V og hóstasaft. í munni enn meiri pipar, plómur og brómber með karamellukeim af tólf mánuðum í eikartunnum. Mjög kraft- og bragðmikið vín. Áberandi tannín sem myndi mýkjast á nokkrum árum í kjallara. Kröfuhart vín sem :s( reyndist vel með villibráð og sterkum ostum. 1.890 krónur. BeringerClearLake Zinfandel 2004 Vin frá Beringer hafa notið mikillar hylli hér á landi um langt árabil en vínhúsið var stofnað 1876 af bræðrunum Jacob og Frederick Beringer. Þeir fluttu frá Mainz í Þýskalandi og fundu í Napa Valley kjöraðstæður til víngerðar. Þetta vín er úr þrúgum sem ræktaðar eru í Clear Mountain Vineyard. Dumbrautt með heitum pipar í nefi, svörtum kirsuberjum, sólberjum, píputóbaki ogTópasi. Villiber í munni, hindber, jarðarber, kirsuber, lakkrís og eikað eftirbragð. Heitt í nefi, enda ’ 'i !/. 14,5%, og með fínu tanníni. Fanta- 1111 góður Zinfandel-bolti. 1.820krónur. Klein Constantia Sauvignon Blanc2006 Landstjórinn Simon van der Stel stofnaði Constantia- vingerðina 1685. Constantia-vínin nutu mikilla vinsælda, ekki síst eftir að Hendrik Cloete tók við henni 1778. Þau voru eftirsótt meðal aðalsmanna, kónga og keisara, eins og Napóleons og Friðriks mikla og Jane Austen og Dickens lofuðu vínið. Rótarlús lagði víngerðina í rúst og eins og margar aðrar lenti hún í eigu stjórnvalda. í kjölfarið fylgdi aðskilnaðarstefna og algert niðurlægingarskeið. Buggie Jooste keypti Klein Constantia 1980 og nú er þetta vel rekið fjölskyldufyrirtæki. Þetta vín er óeikað úrSauvignon Blanc (90%) og Semillon (10%). Vorið 2006 var óvenju vindasamt og sumarið þurrt. Berin reyndust því lítil en kraftmikil. Afar góð angan af fresíum ásamt ferskjum, eplum, melónu og sítrus. Sýruríkt í munni með greip, límónuþerki, grænum _ „ _ . eplum, hunangi og ungum aspas. T j y T Kitlar bragðlaukana. Fantagott vín J -L J J með flotta sögu. 1.490 krónur. „Þennan kalkún hef ég alltaf matreitt fyrir gamlárskvöld í gegnum árin. Þetta er góð fylling sem bara klikkar ekki," segir Lára Sandholt, matgæðingur vikunnar, sem býður upp á hátíðarkalkún. Lára vill helst ekki láta uppi hvar hún fékk uppskriftina. „Það er eiginlega leyndarmál," segir hún og hlær. „En þetta er gömul og góð uppskrift sem er búin að fylgja mér síðan ég byrjaði að búa, eða í þrjátíu ár." Lára segist hafa látið nokkra fá uppskriftina, „nokkra útvalda í kringum mig" eins og hún orð- ar það í léttum dúr. Lára var með fimmtán manns í mat á gamlárs- kvöld og segist hún hafa verið með tvo um 7 kg kalkúna sem dugi til þess að allir fái nóg. Uppskriftin sem hér fylgir er þó miðuð við ör- lítið minni kalkún. Hátíðarkalkúnn Láru Sandholt • Kalkúnn 6 kg Undirbúningur 24 klst. fyrir eldun • Stór bali, sett í hann um það bil 6 til 71 afvatni. (balann er sett eftirfarandi: • 125 g gróftsalt • 3 msk. piparkorn • 1 msk. kúmen • 1 kanilstöng • 4negulnaglar • 2 msk. allrahanda • 4 stk. stjörnuanís • 2 msk. Ijóst múskat • 200 g sykur • 2 stk. laukar, ferskir skornir í fernt • 6 cm biti af engifer skorinn ísex sneiðar • 1 appelsína skorin í fernt • 4 msk. hlynsíróp • 4 msk. hunang • Knippi afsteinselju Þetta er hrært saman, innyflin tekin úr fugli, hann settur í bal- ann og látinn liggja í kulda í 24 tíma fyrir eldun. Fuglinn tekinn úr balanum, þerraður, farið undir húðina með smjörklípu, vel í leggi, fara var- lega þannig að húðin rifni ekki. Fuglinn kryddaður með salti og pipar. Fyiling: • 6 sneiðar beikon • 1 stk. laukur • 1 rauð paprika • 2 stilkar sellerí • 5 meðalstórir sveppir • 150gsmjör • V4 bolli valhnetur • 6 sneiðar franskbrauð, ristað og skorpan skorin af • 1 egg • 1 matskeið fersk salvía • 1 tsk. tímían • 2 perur • salt og pipar Beikonið skorið í bita og steikt á pönnu. Laukur, paprika, sveppir og sellerí smátt skorið, brauðið skorið í teninga og allt sett á pönnuna, látið malla smástund. Sett síðan í skál, kælt aðeins, perur afhýddar, kjarninn tekinn úr og skornar í teninga, egg, krydd og perur sett út í og fuglinn fylltur. Eldun: Ofninnhitaðurí 140°C, steiking40 mínákg. Fuglinnsetturíofnskúffuna ásamt smjöri, ausa yfir hann soðinu á u.þ.b. 20 til 30 mín. fresti á meðan hann er eldaður. Sósan: • ’/i. paprika • 1-2laukar • 14 púrrulaukur • 2-3 gulrætur • 2 sellerfstilkar • 2 greinar nýtt tímían • 2-3 lárviðarlauf Framangreint skorið í grófa bita og léttsteikt á pönnu ásamt innyflum úr 2-3 msk olíu. Sett í pott með 21 af vatni, soðið niður. Soðið sigtað og sett í pott ásamt soði úr ofnskúffu, sósan bökuð upp í rjóma, krydduð með kalkúnakrafti og lituð með sósulit ef vill. Meðlæti: Brúnaðar kartöflur, hrásalat, maís og annað eftir smekk. Með kalkúninum er drukkið: Soligamar Reserva 2001, 92 punkta vín, þetta vín endurspeglar þennan frábæra árgang. Meðalrautt á litinn og í nefi má finna krydd, kirsuber og brómber. Þetta er vandað vín með ríkt ávaxtabragð, djúpt og örlítið tannískt. Má geyma til 2020. Fáanlegt í Heiðrúnu og Kringlunni. Verð 2.990 krónur. Áramótabomba Láru Eftirréttur fyrir 6 • 1 hvítur marengsbotn (Myllan) • '/2 stór poki makkarónukökur • 3 stór Mars-súkkulaði • 4 kókósbollur • 2 I rjómi • Vi kassi rommkúlur • vínber • jarðarber Marengs brotinn í munnbita í stóra desertskál, makkarónur settar í poka og muldar með höndum eða buffhamri, 2 Mars brædd í dassi af rjóma, látið kólna aðeins, sett út í Vz 1 af þeyttum rjóma, þetta er sett ofan á marengs og makkarónukökur, fara með sleif eða gaffli í botninn til þess að makkarónur og marengs blotni. Kókosbollur hlutaðar í bita og settar ofan á, síðan er 1 til 2 pelum af þeyttum rjóma bætt ofan á. Bræða rommkúlur í dassi af rjóma í gufubaði, kæla aðeins, þeyta 'h 1 af rjóma og blanda saman. Þetta er sett ofan á og síðan eru sett vínber, jarðaber og 1 Mars í litlum bitum. „Ég skora á Hildi Gunn- laugsdóttur, vinkonu mína, aö vera nœsti matgœðingur." Humarhúsið • Amtmannstíg 1 • 101 Reykjavík • Sími: 561 3303 • humarhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.