Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 31
DV Sport FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 31 NAl’iV: Toni Kroos ÞJÓDERNI: Þýskur FÆDDUR: 1990 ————. UÐ: Bayern MCinchen ■ Toni Kroos er miðjumaður sem er alinn upp hjá Greifswalder SC (Þýskalandi en hann gekk til liðs við Bayern Munchen árið 2006. Það var strax sagt að Kroos myndi fá tækifæri með Bayern á þessu tímabili og hann hefur ekki látið sitt eftir liggja. Hann byrjaði opnunarleikinn á tímabilinu þegar Bayern burstaði Energie Cottbus 5-0 þar sem hann átti tvær stoðsendingarfyrir mark. Á heimsmeistaramóti U17 ára landsliða 2007 var hann valinn besti leikmaður mótsins og fékk bronsskóinn en hann skoraði fimm mörk. JiAFN: Karim Benzema ÞJÓDRRNI: Franskur FÆDDIJR: 1987 UD: Lyon ■ Benzema hefur alla t(ð leikið með Lyon. Hann kom upp úr uppeldisstarfi þeirra en þessi strákurerframherji sem getur auk þess spilað á báðum köntum. Eftir góða frammistöðu með unglingaliðum Lyon báðu Alsíringar hann um að leika með landsliði sínu en hann er af alsírskum uppruna. Hann neitaði því og valdi frekar að spila með franska landsliðinu en með þvf fékk hann sitt fyrsta tækifæri í mars 2007. Þá skoraði hann eina mark Frakka í 1 -0 sigurleik á Austurríki en hann hefur síðan þá verið fastamaður í franska landsliðshópnum auk þess að vera markahæstur ffrönsku deildinni. NAFN: Luka Modric ÞJÓDFRM: Króatískur FÆDDUR: 1985 UÐ: Dinamo Zagreb ■ Þó Modric hafi aldrei leikið utan Bosníu og Króatfu er hann einn heitasti leikmaðurinn f Evrópu í dag. Framganga hans með króatíska landsliðinu hefur valdið þvf að hann má vart snerta bolta án þess að útsendarar allra stórliða Evrópu séu mættir til að fylgjast með. Hann þreytti frumraun sína með króatíska landsliðinu á heimsmeistara- mótinu f Þýskalandi 2006 þar sem hann kom tvisvar inn á í riðlakeppninni. Hann skoraði svo sitt fyrsta landsliðsmark gegn (tölum í vináttuleik f ágúst á sama ári. Styrkleiki hans þykir hversu góður hann er með báðum fótum og hlaup hans á bolta gera samherjum hans Iffið mjög auðvelt með hann á miðjunni. NAFN: Nuri Sahin ÞJÓDFHNI: Tyrkneskur FÆDDUR: 1988 UÐ: Feyenoord (að láni frá Borussia Dortmund) ■ 6. ágúst 2005,16 ára og 335 daga gamall, setti Sahin met í þýsku úrvalsdeildinni þegar hann varð yngsti leikmaðurinn til að leika í deildinni og skoraði f þeim leik. Hann var einnig yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir höndTyrklands en hann skoraði einnig ( sfnum fyrsta leik með tyrkneska landsliðinu þegar það lék gegn fæðingarlandi hans, Þýskalandi. Hann varð þriðji markahæsti á heimsmeistara- móti unglinga f Perú þar sem hann leiddi lið sitt til góðs árangurs, eða fjórða sætis. NAFN: Vanden Borre ÞJÓBEllNI: Belgfskur FÆDDUR: 1987 UD: Fiorentina ■ Vanden Borre líður best sem hægri bakvörður en hann getur auðveldlega leikið sem miðvörður og jafnvel á miðjunni, svo mikill er leikskilningur hans og styrkur. Hann byrjaði að leika fyrir uppeldisfélag sitt f Belgíu, Anderlecht, 2003 og var kominn í belgíska landsliðið ári síðar. Hann vakti mikla athygli þegar Anderlecht mætti Chelsea f meistaradeildinni 2005 og hófst f raun mikið kaupphlaup um drenginn eftir þann leik. Stórlið á borð við Barcelona, Inter, Juventus, Bayern Munchen ogTottenham voru á eftir honum en á endanum gerði hann samning við ítalska liðið Fiorentina þar sem hann leikur ( dag. NAFN: Andriy Schevchenko ÞJÓDERNI: Úkrafnskur FÆDDUR: 1976 UD: Chelsea ■ Sögu Schevchenkos þekkja allir. Sló í gegn með Dynamo Kyiv og fór f framhaldi af því til AC Milan þar sem hann drottnaði yfir ítölsku deildinni f sjö ár. Hann var keypturtil Chelsea fyrir 30 milljónir punda sumarið 2006 en þá fór að síga á ógæfuhliöina. Hann gat varla keypt sér mark með Chelsea og datt fljótlega út úr plönum Joses Morinho. Hjá nýjum knattspyrnustjóra Chelsea hefur Schev- chenko fengið fleiri tækifæri og fundið markaskóna aftur. 2008 gæti verið ár endurvakningar hjá úkrafnsku stórstjörnunni. NAFN: Alexandre Pato ÞJÓÐERNI: Brasilískur FÆDDUR: 1989 UÐ: AC Milan ■ Pato braust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2006 þegar hann lék með Internaci- onal í heimalandinu. Hann tryggði liðinu sinn fyrsta meistaratitil U20 ára liðsins og var kallaður í U18 ára landslið Brasilfu. Internacional gerði það sem það gat til að halda stráknum og framlengdi við hann samninginn en áhugi AC Milan var of mikill og festi ítalska stórveldið kaup á stráknum.Vegna ítalskra knattspyrnu- laga má Pato ekki byrja að spila fyrr en nú f janúarog bíður því þessi strákur, sem kallaður er Öndin, eftir þvf að fá að spreyta sig með Milan. Á hverju ári brjótast nýjar stjörnur fram á sjónarsvið knatt- spyrnunnar. Hverjar verða þær árið 2008? í þessa hluti getur verið erfitt að spá en DV fjallar hér um átta leikmenn sem vert er að fylgjast með á nýju ári. NAFN: Hatem Ben Arfa ÞJÓDEllNI: Franskur FÆDDUR: 1987 UD: Lyon ■ Annar uppalinn í Lyon og tilvonandi stjarna er Hatem Ben Arfa. Hann vakti mikla athygli þegar hann skoraði 15 mörk í 22 leikjum fyrir U17 ára lið Frakka í leið þeirra að Evrópu- meistaratitli þess aldursflokks árið 2004. Eftir það bað Túnis hann um að leika fyrir sitt landslið á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi 2006 en hann neitaði þó svo hann sé ættaður þaðan og vildi eins og Benzema halda áfram að spila fyrir Frakkland. Hann fékk svo tækifærið með franska A-landsliðinu ( október 2007 þegar hann kom inn á fýrir Frank Ribéry á 64. mfnútu gegn Færeyjum og skoraði síðasta mark liðsins í 6-0 sigri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.