Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 Helgarblaö DV Skuldir heimilanna hafa aukist mun hraöar en ráöstöfunartekjur þeirra á undanförnum árum. Fjöldi íslenskra heimila er nú þegar rekinn meö lánum. Ingólfur H. Ingólfsson Qármálaráðgjafi segir heimilin hafa flúið ís- lensku krónuna og steypt sér í skuldir í erlendum gjaldmiðlum. Ólafur Ragnar Grímsson hvetur íslendinga til aðhalds i íjármálum á nýju ári. ERLA HLYNSDÓTTIR bladamadur skrifar: erla@dv.is Islendingar sökkva í sífellt dýpra skuldafen og nú er svo komið að skuldir á hvert mannsbarn nema 4,7 milljónum króna. fslensk heim- ili eru þau þriðju skuldsettustu með- al OECD-ríkjanna. Hlutur erlendra skulda heimilanna af heildarskuld- um hefur farið vaxandi frá upphafi árs 2006. Veik króna hefur leitt til þess að stærri hluti lána er nú í erlendri mynt og ekkert lát virðist á skuldaaukning- unni. Heildarskuldir landsmanna gagnvart lánakerfinu eru 1.482 millj- arðar. Skuldaaukning ekki í rénun Skuldir íslenskra heimila við bankakerfið halda áfram að aukast. f nóvemberlok námu þær 824 millj- örðum króna og höfðu þá hækkað um rúman fimmtung frá sama tíma í fyrra. Hlutfall erlendra lána jókst einnig og í lok nóvember námu þau um 125 milljörðum króna, sem er 11 prósenta aukning frá fyrra ári. Ásamt Jtví að údánin jukust má rekja aukn- inguna til þess að gengi krónunnar veiktist um 5 prósent í mánuðinum. Miðað við þá skuldaaukningu sem varð á fyrstu þremur fjórðungum árs- ins frá fyrra ári telur Greining Glitnis að gera megi ráð fyrir að skuldir heim- ilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekj- um hækki enn frekar hér á landi, þrátt fyrir að lánakjör hafi farið versnandi á árinu og gera megi ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist töluvert á þessu ári. Leyfa sér að skulda Holland og Danmörk sem tróna á toppi skuldalistans eiga það sameig- inlegt með íslandi að opin- beri geirinn er öflugur. Ráð- stöfúnartekjurnar eru litlar en þær fara hvorki í skóla né Það tæki heimilin 2,5 ár að greiða niður skuld- irnar efhver einasta króna sem kæmi inn færi í afborganir. heilbrigðismál þar sem ríkið sér að mestu um þann þátt hjá þessum þjóðum. Einnig búa þær að stóru líf- eyrissjóðakerfi og reynslan sýnir að eftir því sem fólk er öruggara um líf- eyrisframfærsluna, því meiri líkur eru á að það leyfi sér að skulda. Allar tekjur í 2,5 ár beint í skuldir Ingólfur H. Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Fjármála heimilanna ehf., segir að þegar skuldir heimil- anna séu orðnar eins hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum og raun ber vitni megi vissulega tala um skuldafen. Það tæki heimilin 2,5 ár að greiða nið- ur skuldirnar ef hver einasta króna sem kæmi inn færi í afborganir. Hann segir að mikið áhyggjuefni í tengslum við skuldaaukninguna hér á landi sé sú undarlega staðreynd að stór hluti af skuldum heimilanna vex sjálfkrafa í verðbólgunni. Þessi sjálf- virka hækkun lána hefur numið 5,9 prósentum á árinu, eða um 40 millj- örðum króna. Ingólfur segir þessa milljarðaaukningu á lánum heimil- anna ekki tilkomna vegna aukinn- ar lántöku þeirra eða óráðsíu heldur einfaldlega vegna verðtryggingarinn- ar. Heimilin hafa flúið íslensku krónuna Hörður Garðarsson hjá Greiningu Glitnis segir stöðuna ekki eins svarta og hún kunni að virðast. Hann segir mikilvægt að hafaíhuga að - Lán í erlendri mynt aukast Hlutfall erlendra lána hefur aukist um 11 prósent frá fyrra ári hjá íslenskum heimilum. húsnæðislán eru talin inn í skulda- töluna. Því er ekki aðeins um neyslu- skuldir að ræða. Lánakjör hafa batnað gríðarlega á undanförnum árum og fólk hefur í kjölfarið tekið stærri fast- eignalán. Þó að skuldir hafi stækkað hafa eignirnar einnig aukist, eins og greiningardeildir viðskiptabankanna hafa bent ötullega á. Ingólfúr segir málið hins vegar ekld svo einfalt. Eignirnar eru vissu- lega að stærstum hluta heimilin okk- ar en einmitt þess vegna er okkur óhægt um vik að selja þær harðni í ári. Á meðan kaupmáttur heldur enn áfram að vaxa höfum við þó efni á að greiða af lánunum. Eitt er þó ljóst í hans huga: „Heimilin hafa flúið ís- lensku krónuna." Tekjulág heimili rekin með lánum Ingólfúr vekur athygli á því að heimili tekjulægstu hópanna í land- inu eru rekin með halla. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar duga tekjurnar ekki fyrir gjöldum. „Það þýðir einfaldlega að þessi heimili eru rekin með lánum," segir hann. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Is- m % . lands, sagði í nýársræðu sinni að þanþolið í hagkerfinu hefði á köfl- um reynst ótrúlegt: „En nú bendir margt til að hollt sé að ganga hægar um gleðinn- ar dyr, nema staðar um stund og hug- leiða hvað skiptir mesm." Hann hvet- ur íslendinga til að setja sparnað í öndvegi á nýju ári og gera aðhald og nýtni að aðalsmerki. Þó íslending- ar hafi stundum verið miklir eyðslu- seggir, eins og forsetinn komst að orði, er nú kominn tími til að venda kvæði sínu í kross. Húsnaeðisliðurinn skiptir sköpum Greiningardeildir viðskiptabankanna segja ástandið ekki jafn slæmt og það kann að virðast þvi húsnæðislán séu inni í skuldatölunni. > SKULDSETNING HEIMILA EFTIR LONDUM - Skuldir heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum* SKULDIR HEIMILANNA ~ - Sem hlutfall af ráðstöfunartekjum _ ftalía Finnland Svlþjóð Bandaríkin England Ástralía Island Holland Danmörk * fyrir áriö 2005 2003 2004 2005 2006 2007 V Miöað viö tölur Hagstofunnar um ráös 15 jfl Fjármálaráöuneytisins um þróun ráös ráöstöfunartekjur og spár ráöstöfunartekna a mann. IS HEIMILIN í SKULDAFENI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.