Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 11
PV Helgarblaö FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 11 HLUTFALLSLEGA MEST FJOLGUN* Fjöldi áriö 1995 Fjöldi áriö 2007 109 366 1.230 2.361 684 1.225 4.917 8.147 17.659 28.561 1. Fljótsdalshreppur 2. Álftanes 3. Vogar 4. Mosfellsbær 5. Kópavogsbær HLUTFALLSLEGA MEST FÆKKUN Fjöldi áriö 1995 Fjöldi áriö 2007 1. Árneshreppur 88 48 2. Breiödalshreppur 337 218 3. Vesturbyggð 1.340 920 4. Tjörneshreppur 86 60 5. Strandabyggð 682 500 * Allar tölur eru miðaðar við 1. desember. Heimildir: Hagstofan og Samband íslenskra sveitarfélaga vel í þessum minni byggðarlögum eru tú dæmis bættar samgöngur og almenn lífsskilyrði sem eru sambærileg við það sem gengur og gerist á þéttbýlisstöðum," segir Gunnþórunn og nefnir hluti eins og fjarskipti og aukna fjölbreytni á atvinnumöguleikum fýrir fólk. „Þetta lítur út íyrir að vera einfalt en það virðist vera flókið að koma því í framkvæmd," segir Gunnþórunn. Vestfirðir á leið í eyði „Við eigum í vök að verjast og ef fer sem horfir verður engin byggð eftir á Vestfjörðum eftir fimmtíu ár," segir Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Fólksflóttinn frá Vest- fjörðum virðist engan endi ætla að taka. í öllum tíu sveitarfélögum Vest- fjarða hefur verið stöðugur flótti undanfarin ár. Segir Ragnar að þar sé helst um að kenna gölluðu kvótakerfi og lélegum samgöngum. Skemmst er að minnast þess þegar 120 manns var sagt upp á Flateyri í fyrra þegar fyrirtækið Kambur ehf. var selt. Árið 1995 voru íbúar á Vestfjörðum rúmlega níu þúsund. 1 byrjun síðasta mánaðar var fjöldinn 7.309 og því hefur íbúum Vestfjarða fækkað um rúmlega átján prósent á síðustu tólf árum. Fækkunin hefur verið mest í einum afskekktasta hreppi Vestfjarða, Árneshreppi, en þar hefur íbúum fækkað um helming frá árinu 1995. Fækkunin hefur einnig verið áberandi mikil í stærri sveitarfélögum Vestfjarða. Þannig hefur íbúum í Vesturbyggð fækkað umtalsvert. í Vesturbyggð eru þéttbýlisstaðirnir Patreksfjörður og Bfldudalur og hefur íbúum þar fækkað um 420 frá árinu 1995. Þar búa nú 920 manns. Vantar innspýtingu Þrátt fyrir flóttann eru íbúar bjartsýnir en margir líta hýru auga til oh'uhreinsistöðvar á Vestflörðum. Yrði slík verksmiðja að veruleika myndi hún geta skapað fimm til sjö hundruð störf. „Það er ekkert launungarmál að þessi olíuhreinsistöð yrði öflug fyrir atvinnuhfið í fjórðungnum. Það er ekki bjart yfir nema að það komi veruleg innspýting í atvinnulífið." Ragnar gagnrýnir einnig sam- göngumál á Vestfjörðum sem hann segir að séu í töluverðum ólestri. „Það er alltaf verið að horfa til Vestfjarða „Þetta líturút fyrir að vera einfalt en það virðist vera flókið að koma því í framkvæmd." sem náttúruparadísar og staðar sem hægt væri að byggja upp fyrir ferðamanninn. Á meðan vegasamgöngumar eru svona fórnar fólk ekki bílunum sínum í að fara þessa vegi. Forsenda alls uppgangs á þessu svæði eru bættar samgöngur. Þetta er ákveðinn fórnarkostnaður en jafnframt fjár- festing til framtíðar." einar@dv.is Bæjarstjóri Vestmannaeyja sér fram á bjarta tíma þrátt fyrir stöðugan fólksílótta: Fækkað um níu hundruð á sautján ámm Fólksfækkun í Vestmannaeyjum hefur verið stöðug frá árinu 1991. Þannig voru íbúar í Vest- mannaeyjum 4.923 árið 1991 samanborið við 4.040 í lok árs 2007. Fækkunin er því 17,9 prósent á sautj- án árum. Þrátt fyrir þessa stöðugu fækkun er Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, bjartsýnn á að nú séu tímar stöðugrar fólksfækkunar að baki. Stórstígar breytingar eru væntanlegar í samgöng- um til Vestmannaeyja með tilkomu Landeyjahafn- ar á Bakkafjöru. Við þá breytingu styttist sigling- in milli lands og Eyja úr þremur klukkustundum í hálfa klukkustund. í staðinn fýrir tvær ferðir á hverjum degi verður ferðunum fjölgað upp í sex til átta á degi hveijum. „Þetta er vissulega ekki sú þróun sem við höfum óskað eftir. Annars er ekkert í þessari íbúaþróun sem kemur okkur á óvart. Á ár- inu 2007 var hún sú minnsta frá árinu 1993. Það er jákvæður punktur," segir Elliði. Bætur í samgöng- um hafa verið mikið kappsmái fýrir íbúa í Vest- mannaeyjum. Elliði segir að fólksfækkunin sé nán- ast eingöngu slæmum samgöngum að kenna. „Það held ég að sé engin spurning. Þetta horfir til bóta með Bakkafjöru þar sem fjarlægðin styttist milli lands og Eyja og ferðum fjölgar. Það er risastökk sem við tökum þar." Þrátt fýrir niðurskurð á þorskkvótanum hefur verið mikill uppgangur í sjávarútvegi í Vestmanna- eyjum. Til marks um það voru sjö ný skip keypt til Vestmannaeyja á síðasta ári og á þessu ári eru að minnsta kosti þrjú ný skip væntanleg. Auk þess hækkaði íbúðaverð í Vestmanneyjum á síðasta ári umtalsvert. Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði hef- ur einnig verið mikil. „Ég held að það sé flest sem bendir til þess að þessi þróun muni snúast við á næstu árum. Trú einstakiinga og fjárfesta á sam- félaginu virðist vera mikil," segir Elliði. Meðaltekj- ur í Vestmannaeyjum eru nokkuð háar og því hef- ur niðurskurður þorskkvótans ekki haft jafnslæm áhrif og í öðrum sveitarfélögum. „Hann hefur að sjálfsögðu haft áhrif. Ég tel samt að við séum bet- ur í stakk búin til þess en oft áður til að takast á við þennan aflasamdrátt." Allt frá því byggð reis í Vestmannaeyjum hefur atvinna að mestu byggst á sjávarútvegi. Nýjar atvinnugreinar eru í burðarliðnum í Vestmanna- eyjum en í vor er fyrirhugað að bjórverksmiðja verði teldn í notkun við höfnina. Talið er að allt að sjö til fimmtán störf muni skapast við það. Auk þess hefur verið sótt um lóð við höfnina undir vatnsverksmiðju sem mun flytja út á milli 150 og 170 gáma af vatni í viku hverri. „Til marks um þennan uppgang erum við í fyrsta skipti komin í þá stöðu að vera búin með allar lóðir á hafnarsvæðinu. Því held ég að bjartir tímar séu fram undan í Vestmannaeyjum," segir Elliði bæjarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.