Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008
Umræða DV
ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðiö-Vísir útgáfufélag ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir
RITSTJÓRAR:
JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason
FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson
FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og I gagnabönkum án endurgjalds.
öll viötöl blaðsins eru hljóörituö.
AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40.
SANDKORIM
■ Tvær athyglisverðar sjálfslýs-
ingar hafa borist frá stjórnmála-
mönnum undanfarið. Össur
Skarphéð-
insson iðn-
aðarráð-
herra titlaði
sjálfan sig
„starfsmann
á plani" á
bloggsíðu
sinni nýver-
ið, sem er
tilvísun í þættina um Nætur-
vaktina. Hann sé ekki forsætis-
ráðherra, utanríkisráðhera eða
fjármálaráðherra og hafi því
takmörkuð völd. Vangaveltur
manna snúast nú aðallega um
það hver sé Georg Bjarnfreðar-
son í rfldsstjórninni.
■ Guðni Ágústsson, formað-
ur Framsóknarflokksins, komst
hins vegar að þeirri niðurstöðu
í Kryddsíld
Stöðvar 2 að
hann væri
Öskubuska.
Guðni á þar
við að hann
varekki
valinn for-
maður eftir
brotthvarf
Halldórs Ásgrímssonar. „Ég
var Öskubuska sem átti ekki að
vera á ballinu og missti skóinn
minn," útskýrði hann. En líking-
unni er ábótavant, því enginn
kom prinsinn. Kannski er Guðni
orðinn Þyrnirós.
■ Undarlegt ástand virðist vera
innan Frjálslynda flokksins. For-
maður ungra ffjálslyndra, Viðar
H.Guð-
johnsen,
gagnrýndi
Kristin H.
Gunnarsson
þingmann
harkalega
í aðsendri
grein í Morg-
unblaðinu
í gær. „Kiddi sleggja", sem áður
var þingmaður fýrir Alþýðu-
bandalag og Framsóknarflokk,
sýnir ekki nógan vilja til sam-
starfs, að mati ungliðaforingj-
ans. Þannig styður hann kirkj-
una, þrátt fýrir að ffjálslyndir
hafi oftar en einu sinni lagt fram
frumvarp um aðskilnað ríkis og
kirkju. Þeir sem vilja kynna sér
málstað hins nýja frjálslynda
finna hann á vefsíðunni www.
kristinn.is.
■ Davíð Oddsson seðlabanka-
stjóri verður sextugur 17. þessa
mánaðar. Af því tilefni gef-
ur Sam-
band ungra
sjálfstæðis-
manna út rit
til heiðurs
honum, með
svipmynd-
umafævi
hansog
brotum úr
ræðum hans og ritum. Þeir sem
skrá sig fýrir kaupum á bókinni
fýrir klukkan fimm í dag fá nafn
sitt skráð á heillaóskalista sem
verður birtur fremst í bókinni.
Gefst þar minni spámönn-
um kostur á að skrá nafn sitt
á spjöld sögunnar fyrir aðeins
4.490 krónur.
Forseti v01 framhald
LEIÐARI
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR.
Sú ákvörðun Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, forseta íslands, að gefa
kost á sér til áframhaldandi setu
á Bessastöðum er fagnaðarefni. í
forsetatíð sinni hefur Ólafur Ragnar unn-
ið mörg ágæt verk og hann er góður og
verðugur fulltrúi þjóðarinnar ásamt eig-
inkonu sinni, Dorrit Mousaieff, á sviði
heimsins. Deilt hefur verið á forsetann
fyrir tíð ferðalög til útlanda og það er fúll-
komlega réttlætanlegt. Einnig hefur ver-
ið deilt á hann fyrir að að fylgja ekki eft-
ir málum af festu og vinna þannig þjóð
sinni gagn. Þar má nefna baráttuna gegn
þeirri vá sem stafar af eiturlyfjaneyslu.
En þetta eru smámál í samanburði við
það gagn sem forsetinn hefur gert þjóð
sinni. Hann hefur fært embætti sitt til
þjóðarinnar. Sú var lengst af tiðin að for-
setinn var nánast heilagur og ekki mátti
fjalla um hann í fjölmiðlum nema helgi-
slepjan væri alltumlykjandi. Þetta hef-
ur breyst að því leyti að fólk tjáir sig hik-
/>fl sýiiíliforsetinn ad liiinn var engin jnmtudúkkti.
laust um embættið og gjörðir forsetans.
Hann er því ekki eins fjarlægur og fyrir-
rennarar hans. Ólafur Ragnar hefur ver-
ið ófeiminn að rjúfa þá hefð sem var um
að forsetinn mætti ekki tjá sig um þjóðfé-
lagsmál. Hann hefur valdið ólgu á með-
al pólitískra andstæðinga með því að
lýsa skoðunum á ýmsum málum. Hæst
reis óvildin en jafnframt aðdáunin þeg-
ar forsetinn lýsti því að hann myndi beita
neitunarvaldi sínu gegn umdcildum fjöl-
miðlalögum sem átti að þröngva upp á
þjóðina. Þá sýndi forsetinn að hann var
engin puntudúkka heldur notaði emb-
ætti sitt til að veita nauðsynlegt aðhald.
Vonandi á þjóðin eftir að sjá meira af |
slíkum verkum forsetans á næstu fjór-
um árum. Engar líkur eru á öðru en því
að hann verði kosinn áfram og þau fram-
boð sem hugsanlega munu koma fram
verða aðeins til skemmtunar. Forsetinn
vill framhald og hann fær það. En hann
mun líka fá aðhald.
MESTA SAGA SEM SÖGÐ HEFUR VERIÐ
SVARTHÖFDI
Sagan segir að eitt sinn hafi
Hann ákveðið að láta til sín
taka og skapað þann veru-
leika sem við lifum nú í. Hann
umbreytti öllu á 14 árum, allt þar
til uppstigning hans var skyndi-
lega tilkynnt þjóðinni. Allt frá þeim
degi hefur hann
birst okkur þegar
vandi steðjar
að, þegar við
eyðum um
efni fram eða
rösum út. Hann
leiðbeinir okkur
úr fjarlægð, refsar
okkur fyrir stjórnleysið, til dæmis
með 13,75% vöxtum á syndir okk-
Svo gripið sé í frásagnir fylg-
ismanna hans frá þeim tíma
sem hann réð ríkjum: „Það
er... alkunna, hvernig hann út-
rýmdi lóðaskortinum í Reykjavík
með einu pennastriki..." Greint er
frá því í ræðum og ritum fylgis-
manna hans hvernig honum
tókst á einstakan hátt að lækka
skatta, breyta fjárlagahalla í af-
gang, svipta sjálfan sig völdum
og draga sig í hlé þegar verkið var
fullkomnað.
Eftirstandandi lærisveinar
Hans hafa gert son Hans að
dómara. Þetta þótti sumum
mönnum gagnrýnivert, jafnvel
þótt fjöldi annarra trúarbragða
greini frá sams konar atburðum. I
kristinni trú var lesú sonur Guðs.
Guð skapaði heiminn, en menn
spilltust með tímanum, og þar
kom að, að hann sendi son sinn
sem fulltrúa sinn á jörðu, mönn-
unum til bjargar. Hvers vegna er þá
athugavert að Hann beri lærisvein-
um sínum þau skilaboð að ofan,
að sonur hans skuli dæma menn?
Fyrir þessu eru fordæmi.
Menn gera mistök. Fyrir
því eru líka fordæmi. En
þau eru til þess að læra af
þeim. Látum son Hans ekki hljóta
sömu örlög og sag-
an segir að Jesú hafi
hlotið, þannig að hann
setjist við hlið föður
síns, og yfirgefi þannig
oss.
Boðað hefur verið að Árni
Mathiesen fjármálaráðherra,
sonur Matthíasar M. Mathie-
sen, fyrrverandi fjármálaráðherra,
útskýri innvígslu sonar-
ins í dómarasæti, þrátt
fyrir þrenningu hæfari
umsækjenda. Svarthöfði
biður fólk að huga að trúnni.
Var einhver sem kvartaði, þegar
Jesú leiddi mennina en þeir ekki
hann? Einhver nefnd? Talaði ein-
hver um „hæfniskröfur" þá? Var
Jesú pólitískt ráðinn?
DÓMSTÓLL GÖTUIVIVAR
FINNUR ÞÚ FYRIR MUN Á BÓICAVERÐIEFTIR SKATTALÆKKANIR í FYRRA?
„Veistu það, ég hef bara ekki pælt (því.
Ég kaupi ekki bækur það oft að ég finni
fyrir því, svo ég get ekki sagt beint já
eða nei. Ef ég fer og kaupi bók mun ég
án vafa skoða verðið á henni áður en
ég ákveð að kaupa hana."
Ásrún Jónsdóttir,
27 ára hjúkrunarfræðingur
„Ég svo sem kaupi það lítið af bókum
að ég finn ekki mikið fyrir því. Ég hugsa
að ég myndi seint gera vesen út af því
ef ég myndi kaupa bók sem mér finnst
of dýr. En ég velti fyrir mér verði á
matvöru. Ég fann fyrir því að hún
lækkaði (fyrra en mér finnst hún hafa
hækkað aftur og er jafnvel enn dýrari (
sumum tilvikum."
Gunnlaugur Heiðar Jakobsson,
49 ára öryrki
„Nei, ég kaupi nánast ekkert af bókum.
Ég reyndar keypti nokkrar bækur í
Bónus og Krónunni fyrir jólin. Kaupi
frekar bækurnar mfnar þar en (
bókabúðum. Ef ég myndi fara og
kaupa bók núna, velta fyrir mér
verðinu og vera ósátt, myndi ég frekar
sleppa því að kaupa bókina."
Sigríður Einarsdóttir,
30 ára heimavinnandi húsmóðir
„Nei, ekki neinum, ég kaupi ekki
bækur. Ég myndi auðvitað velta þessu
fyrir mér ef ég væri á annað borð að
kaupa mikið af bókum. Ég geri það
með matvöruverð og myndi hiklaust
gera það með bækur l(ka. Ef mér finnst
bók of dýr sleppi ég að kaupa hana."
Leifur Linduson, 24 ára litari hjá
málningarfyrirtæki