Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008
Ættfræöi DV
Ættfræði DV
Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir
þjóðþekktra (slendinga sem hafa verið
í fréttum í vikunni, rifjar upp frétt-
næma viðburði liðinna ára og minnist
horfinna merkra íslendinga. Lesendur
geta sent inn tilkynningar um
stórafmæli á netfangið kgk@dv.is.
í fréttum var þetta helst 3. janúar 1968
Forsætisráðherra og forseti
Ásgeir var annar forseti íslenska
lýðveldisins á árunum 1952-1968, sá
fýrsti sem var þjóðkjörinn og eini for-
seti lýðveldisins sem áður hafði ver-
ið forsætisráðherra. Hann fæddist á
Kóranesi á Mýrum 13. maí 1894, son-
ur Ásgeirs Eyþórssonar kaupmanns
og Jensínu Bjargar Matthíasdóttur, af
Eyrarætt Jóns forseta. Ásgeir lauk stúd-
entsprófl frá MR 1912, guðfræðiprófi
frá HÍ1915 og stundaði ffamhaldsnám
í Kaupmannahöfn og Uppsölum.
Ásgeir varð þingmaður fýrir áeggj-
an mágs síns, varð forsætisráðherra
við erfiðustu aðstæður sem hægt er að
hugsa sér, skipti um stjómmálaflokk
og sigldi síðan lygnari sjó sem óbreytt-
ur þingmaður í átján ár. Þá bauð hann
sig fram til forseta og sigraði ffambjóð-
anda tveggja stærstu stjómmálaflokka
landsins. Síðan þá hafa stjórnmála-
flokkamir ekki reynt að segja þjóðinni
fyrir verkum í forsetakosningum.
Mágarfara á þing
Ásgeir var ritari Þórhalls Bjarnar-
sonar biskups 1915-1916 og kvæntist
ári síðar dóttur hans, Dóru Þórhalls-
dóttur. Bróðir Dóru, Tryggvi, sem var
guðffæðingur eins og Ásgeir, komst í
innsta liring TímakMkunnar sem rit-
stjóri blaðsins 1917 en hafði þó alla tíð
meira traust innan þingfloldcs Fram-
sóknar en Jónas frá Hriflu. Tryggvi var
kjörinn á þing árið 1923 og fýrir áeggj-
an hans og ábendingar bauð Ásgeir sig
ffamfyrir Framsóknarflokkinn í Vestur-
ísafjarðarsýslu sama ár og náði kjöri.
Hann var síðan þingmaður fsflrðinga
tíl 1952 er hann var kjörinn forseti.
Hátindur Tryggva og Jónasar
Þrátt fýrir ólíka manngerð voru
Tryggi og Jónas miklir vopnabræður í
kosningabaráttunni 1927. Eftir kosn-
ingasigur Framsóknar varð Tryggvi
forsætísráðherra en Jónas dóms-,
kirkju- og fræðslumálaráðherra. Góð-
æri var í landinu og stjórnin var félags-
leg, ffamfarasinnuð og bjartsýn. Hún
samdi stjómarfrumvörp á færibandi
um landbúnað, samgöngur, rfkisút-
varp, sundhöll og fjölda héraðsskóla.
Góðærið og bjartsýnin náðu hámarki
með Alþingishátíðinni 1930 er Jiing-
að mættu Kristján X og fjöldi annarra
þjóðhöfðingja.
Kreppa, vantraust og þingrof
En eftir hátíðina komu timburmenn
sem breyttust í heimskreppu með verð-
hruni á útflutningsafurðum, rekstrar-
vanda fýrirtælqa og atvinnuleysi. Al-
þýðuflokkurinn sem varið hafði stjóm
Framsóknar falli frá 1927 snéri sér nú
til sjálfstæðismanna og vildi leiðrétta
hið hrikalega atkvæðamisvægi. Þessir
aðilar komu sér saman um stíka leið-
réttíngu og vantrauststíllögu á ríkis-
stjómina sem áttí að koma tfl umræðu
á Alþingi 14. aprfl 1931. En í stað þess
að bíða eftír vantrausti hélt Tryggvi
forsætísráðherra stutta tölu sem lauk
á tflkynningu um að hann hefði feng-
ið umboð og samþykld konungs til
að slíta þingi og þinginu væri því þar
með slitíð. Þingrofið vakti hörð við-
brögð stjómarandstöðunnar og sumir
kratanna vfldu slíta öllu sambandi við
konung, Framsókn og sveitir landsins
og stofna fríríkið Reykjavík. Gerður var
aðsúgur að forsætisráðherranum og
haldnir háværir mótmælafundir við
heimili hans í ráðherrabústaðnum,
kvöld eftir kvöld.
Phyrrosarsigur Framsóknar
I kjölfarið fóm ffarn Aiþingiskosn-
ingar þar sem Framsóknarflokkurinn
vann sinn stærsta kosningasigur, fýrr
og síðar, fékk 35,9% atlcvæða og þar
með hreinan meirihluta þeirra þing-
manna sem kosið var um. Þeir höfðu
hins vegar ekki meirihluta í efri defld
og komu því engum málum fram ef
krötum og sjáifstæðismönnum sýndist
svo. Hin pólitíska pattstaða var algjör.
Tryggvi myndaði nú nýja stjóm ffarn-
sóknarmanna þar sem Jónas hélt sín-
um ráðuneytum en Ásgeir Ásgeirsson
varð fjármálaráðherra. Stjómin setti
nefnd á laggirnar tíl að semja um kjör-
dæmamátíð og fékk þannig starfsfrið
í eitt ár. En að því liðnu hafði nefridin
ekki náð samkomulagi svo stjómin var
aftur orðin óstarfhæf.
Ásgeir verður forsætisráðherra
Meirihluti ffamsóknarþingmanna
ákvað nú að semja við sjálfstæðismenn
um breytta kjördæmaskipan. Ásgeiri
var fatíð að ræða við þá og leiddi það til
stjómarmyndunar þessara flokka sum-
arið 1932. Tryggvi var þá orðinn lang-
þreyttur og heilsutæpur svo það kom í
hlut Ásgeirs að verða forsætisráðherra
og reyna hið ómögulega: Takast á við
kreppu sem var langt í frá heimatil-
búin, semja við sjálfstæðismenn um
lcjördæmamálið án þess að Framsókn
misstí um of úr sínum aski og halda
óróaseggjum Jónasar fr á Hriflu á mott-
unni.
Jónas og klofningurinn
Jónas fr á Hriflu neitaði öllum samn-
ingum og vildi láta sverfa tfl stáls. Hann
vann þvi að skipulagsbreytingum á
Framsóknarflokknum sem urðu til
þess að miðstjóm og þingflokkur gátu
nú beitt einstaka þingmenn flokksaga.
Með breytingum á þingflokknum eftír
kosningar 1933 náði Jónas undirtökun-
um og krafðist samsteypustjómar með
Alþýðuflokki. Tveir framsóknarþing-
menn neituðu að styðja stíka stjóm og
var þar með vikið úr flokknum. Tryggvi
gekk þá úr Framsóknarflokknum og
stofhaði Bændaflokkinn.
Ásgeir hafði aldrei verið viðhlæj-
andi Jónasar og Jónas vann gegn Ás-
geiri og rfldsstjóm hans af alefli. Þó var
Ásgeiri falið að leiða stjómarmyndun-
arviðræður við Alþýðuflokkinn haust-
ið 1933 en hann afþakkaði gott boð og
baðst lausnar fýrir sig og ráðuneytí sitt
haustíð 1933 þó stjómin sæti fram yfir
kosningar 1934.
Ásgeiri tókst að semja við sjáJfstæð-
ismenn um breytingar á kosninga-
Tryggvi Þórhallsson Hann var mágur
Ásgeirs og átti stóran þátt í að koma
honum á þing.
Forsetahjónin Herra Ásgeir Ásgeirsson, forseti (slands, og Dóra Þórhallsdóttir
forsetafrú skömmu eftir að Ásgeir var kjörinn forseti.
lögum án þess að gerðar yrðu róttæk-
ar breytíngar á kjördæmaskipan og
máttu framsóknarmenn þar vel við
una. Hann fýlgdi mági sínum ekki yfir
í Bændaflokkinn en sagði sig úr Fram-
sóknarflokknum 1934 og gekk síðan
tíl liðs við Alþýðuflokkinn og var þing-
maðurhans 1937-1952.
unum, sanngjam og hófsamur í dóm-
um um menn og málefni, yfirvegaður,
vel menntaður, sleipur tungumálamað-
ur, myndarlegur og virðulegur í fram-
komu. Frá hjaðningarárum þingrofs-
ins var Ásgeir til dæmis sá þingmaður
Framsóknarflokksins sem sjálfstæðis-
menn báru mest traust tfl.
Ásgeirorðaðurvið
forsetaembættið
Sveinn Bjömsson forseti lést af
hjartaslagi 26. janúar 1952. Fyrstu al-
mennu forsetakosningamar vora því
ákveðnar 29. júm'. Ýmsir vora nefndir
sem eftirmenn Sveins og kom Ásgeir þá
einna oftast til álita. Fyrir þvi voru ýmsar
ástæður. Hann hafði alla tíð notið virð-
ingar og ttausts annarra stjómmála-
manna, langt út fýrir raðir síns flokks,
þótti frjálslyndur og sjálfstæður í skoð-
Jónas Jónsson frá Hriflu Honum var
ætið i nöp við Ásgeir og það var svo
sannarlega gagnkvæmt.
Viðkvæmt stjórnarsamstarf
En hér var í fleiri hom að títa því
sjálfstæðismenn voru í stjómarsam-
starfi við Framsólcn vorið 1952 og sam-
skipti Ólafs Thors og Hermanns Jón-
assonar höfðu ekki verið upp á marga
fiska frá því Hermann ásakaði Ólaf um
eiðrofið tíu árum fyrr. Eiðrofið snérist
um leiðréttingu á kjördæmaskipan í
óþökk Framsóknar, en sem þingmað-
ur Alþýðuflokksins var Ásgeir einmitt
fýrsti flutningsmaður tillögunnar um
Bjarni Jónsson vígslubiskup Hann
hafði aldrei mikinn metnað fýrir forseta-
embættinu en var beittur þrýstingi af
Ólafi Thors og Hermanni Jónassyni.
T
„Á þessum fyrsta degi árs-
ins 1968 tilkynni ég, svo
ekki verði um villzt, að
ég mun ekki verða í kjöri
við þær forsetakosningar,
sem fara í hönd á þessu
nýbyrjaða ári. Fjögur kjör-
tímabil, sextán ár í for-
setastól, er hæfilegur tími
hvað mig snertir, og ég
þakka af hrærðum huga
það traust, sem mér hefur
þannig verið sýnt..."
Svo mörg voru orð herra
Ásgeirs Ásgeirssonar, for-
seta íslands, í nýársávarpi
hans árið 1968 er hann
tjáði þjóðinni að hann yrði
ekki aftur í kjöri sem for-
seti íslands.
breytt kosningalög árið 1942, rétt eins
og hann beitti sér fýrir stíkum breytíng-
um sem forsætisráðherra tæpum ára-
tugfýrr.
Séra Bjarni talaður til
Hermann Jónasson gat því ekld
hugsað sér að Ásgeir yrði forsetí og réri
í Ólafi Thors um að Framsóknarflokkur
og Sjálfstæðisflokkur kæmu sér saman
um ffambjóðanda. Ólafur vildi ekki
spilla stjómarsamstarfinu og féllst því
á að séra Bjarni Jónsson, dómkirkju-
prestur og heiðursborgari Reykjavflc-
ur, yrði frambjóðandi þessara tveggja
stærstu stjómmálaflokka landsins sem
höfðu tvo þriðju hluta atkvæða á bak
við sig. Það kostulega við framboð séra
Bjama fólst í því að hann var sjálfur
ekkert áfjáður í að verða forseti heldur
lét hann tíl leiðast undir miklum þrýst-
ingi flokksformannanna.
Vígstaða Ásgeirs
Ásgeir hafði Alþýðuflokkinn heflan
á bak við sig, noklcra framsóknarmenn
og þó nokkra málsmetandi sjálfstæð-
ismenn. Þar munaði þó mest um vin-
sælan borgarstjóra í Reykjavík, Gunn-
ar Thoroddsen, tengdason Ásgeirs,
sem studdi hann af alefli. Nú reyndi á
flokkshollustu annars vegar og sjálf-
stæði Icjósenda hins vegar.
Þegar talið hafði verið upp úr kjör-
kössunum kom í ljós að Ásgeir hafði
sigrað með 32.925 atkvæðum, séra
Bjarni hafði fengið 31.042 atkvæði og
þriðji frambjóðandinn, Gísli Sveins-
son, fýrrverandi alþingisforseti fékk
4.225 atkvæði.
Pólitískur forseti
Til vora sjálfstæðismenn sem fýr-
irgáfu aldrei Gunnari Thoroddsen að
taka tengdaföður sinn fram yfir flokks-
agann. Ekki verður þó sagt að sjálf-
stæðismenn hafi þurft að kvarta und-
an forsetatíð Ásgeirs. Hann var mun
pólitískari en flestir aðrir forsetar og
sjálfstæðismönnum að skapi í þeim
efrium. Hann talaði tæpitungulaust
fýrir NATÓ-aðfld íslendinga í áramóta-
ávarpi sínu 1958 auk þess sem flest
bendir tfl þess að hann hafi haft bein
afskipti af myndun Viðreisnarstjóm-
arinnar 1958 og 1959. Mestu skiptir þó
að hann var vinsæll og virtur forsetí og
landi og þjóð tfl sóma.
Gunnar Thoroddsen Hann var tengda-
sonur Ásgeirs og vinsæll borgarstjóri
sjálfstæðismanna í Reykjavík. Liklega reið
stuðningur hans baggamuninn í
forsetakosningunum 1952.