Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 Helgarblaö DV Skuldir heimilanna hafa aukist mun hraöar en ráöstöfunartekjur þeirra á undanförnum árum. Fjöldi íslenskra heimila er nú þegar rekinn meö lánum. Ingólfur H. Ingólfsson Qármálaráðgjafi segir heimilin hafa flúið ís- lensku krónuna og steypt sér í skuldir í erlendum gjaldmiðlum. Ólafur Ragnar Grímsson hvetur íslendinga til aðhalds i íjármálum á nýju ári. ERLA HLYNSDÓTTIR bladamadur skrifar: erla@dv.is Islendingar sökkva í sífellt dýpra skuldafen og nú er svo komið að skuldir á hvert mannsbarn nema 4,7 milljónum króna. fslensk heim- ili eru þau þriðju skuldsettustu með- al OECD-ríkjanna. Hlutur erlendra skulda heimilanna af heildarskuld- um hefur farið vaxandi frá upphafi árs 2006. Veik króna hefur leitt til þess að stærri hluti lána er nú í erlendri mynt og ekkert lát virðist á skuldaaukning- unni. Heildarskuldir landsmanna gagnvart lánakerfinu eru 1.482 millj- arðar. Skuldaaukning ekki í rénun Skuldir íslenskra heimila við bankakerfið halda áfram að aukast. f nóvemberlok námu þær 824 millj- örðum króna og höfðu þá hækkað um rúman fimmtung frá sama tíma í fyrra. Hlutfall erlendra lána jókst einnig og í lok nóvember námu þau um 125 milljörðum króna, sem er 11 prósenta aukning frá fyrra ári. Ásamt Jtví að údánin jukust má rekja aukn- inguna til þess að gengi krónunnar veiktist um 5 prósent í mánuðinum. Miðað við þá skuldaaukningu sem varð á fyrstu þremur fjórðungum árs- ins frá fyrra ári telur Greining Glitnis að gera megi ráð fyrir að skuldir heim- ilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekj- um hækki enn frekar hér á landi, þrátt fyrir að lánakjör hafi farið versnandi á árinu og gera megi ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist töluvert á þessu ári. Leyfa sér að skulda Holland og Danmörk sem tróna á toppi skuldalistans eiga það sameig- inlegt með íslandi að opin- beri geirinn er öflugur. Ráð- stöfúnartekjurnar eru litlar en þær fara hvorki í skóla né Það tæki heimilin 2,5 ár að greiða niður skuld- irnar efhver einasta króna sem kæmi inn færi í afborganir. heilbrigðismál þar sem ríkið sér að mestu um þann þátt hjá þessum þjóðum. Einnig búa þær að stóru líf- eyrissjóðakerfi og reynslan sýnir að eftir því sem fólk er öruggara um líf- eyrisframfærsluna, því meiri líkur eru á að það leyfi sér að skulda. Allar tekjur í 2,5 ár beint í skuldir Ingólfur H. Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Fjármála heimilanna ehf., segir að þegar skuldir heimil- anna séu orðnar eins hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum og raun ber vitni megi vissulega tala um skuldafen. Það tæki heimilin 2,5 ár að greiða nið- ur skuldirnar ef hver einasta króna sem kæmi inn færi í afborganir. Hann segir að mikið áhyggjuefni í tengslum við skuldaaukninguna hér á landi sé sú undarlega staðreynd að stór hluti af skuldum heimilanna vex sjálfkrafa í verðbólgunni. Þessi sjálf- virka hækkun lána hefur numið 5,9 prósentum á árinu, eða um 40 millj- örðum króna. Ingólfur segir þessa milljarðaaukningu á lánum heimil- anna ekki tilkomna vegna aukinn- ar lántöku þeirra eða óráðsíu heldur einfaldlega vegna verðtryggingarinn- ar. Heimilin hafa flúið íslensku krónuna Hörður Garðarsson hjá Greiningu Glitnis segir stöðuna ekki eins svarta og hún kunni að virðast. Hann segir mikilvægt að hafaíhuga að - Lán í erlendri mynt aukast Hlutfall erlendra lána hefur aukist um 11 prósent frá fyrra ári hjá íslenskum heimilum. húsnæðislán eru talin inn í skulda- töluna. Því er ekki aðeins um neyslu- skuldir að ræða. Lánakjör hafa batnað gríðarlega á undanförnum árum og fólk hefur í kjölfarið tekið stærri fast- eignalán. Þó að skuldir hafi stækkað hafa eignirnar einnig aukist, eins og greiningardeildir viðskiptabankanna hafa bent ötullega á. Ingólfúr segir málið hins vegar ekld svo einfalt. Eignirnar eru vissu- lega að stærstum hluta heimilin okk- ar en einmitt þess vegna er okkur óhægt um vik að selja þær harðni í ári. Á meðan kaupmáttur heldur enn áfram að vaxa höfum við þó efni á að greiða af lánunum. Eitt er þó ljóst í hans huga: „Heimilin hafa flúið ís- lensku krónuna." Tekjulág heimili rekin með lánum Ingólfúr vekur athygli á því að heimili tekjulægstu hópanna í land- inu eru rekin með halla. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar duga tekjurnar ekki fyrir gjöldum. „Það þýðir einfaldlega að þessi heimili eru rekin með lánum," segir hann. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Is- m % . lands, sagði í nýársræðu sinni að þanþolið í hagkerfinu hefði á köfl- um reynst ótrúlegt: „En nú bendir margt til að hollt sé að ganga hægar um gleðinn- ar dyr, nema staðar um stund og hug- leiða hvað skiptir mesm." Hann hvet- ur íslendinga til að setja sparnað í öndvegi á nýju ári og gera aðhald og nýtni að aðalsmerki. Þó íslending- ar hafi stundum verið miklir eyðslu- seggir, eins og forsetinn komst að orði, er nú kominn tími til að venda kvæði sínu í kross. Húsnaeðisliðurinn skiptir sköpum Greiningardeildir viðskiptabankanna segja ástandið ekki jafn slæmt og það kann að virðast þvi húsnæðislán séu inni í skuldatölunni. > SKULDSETNING HEIMILA EFTIR LONDUM - Skuldir heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum* SKULDIR HEIMILANNA ~ - Sem hlutfall af ráðstöfunartekjum _ ftalía Finnland Svlþjóð Bandaríkin England Ástralía Island Holland Danmörk * fyrir áriö 2005 2003 2004 2005 2006 2007 V Miöað viö tölur Hagstofunnar um ráös 15 jfl Fjármálaráöuneytisins um þróun ráös ráöstöfunartekjur og spár ráöstöfunartekna a mann. IS HEIMILIN í SKULDAFENI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.