Peningamál - 01.08.2000, Síða 21

Peningamál - 01.08.2000, Síða 21
20 PENINGAMÁL 2000/3 verulega undir mitt sl. ár og verðmæti hans í evrum var á fyrri hluta yfirstandandi árs ríflega 20% meira en á sama tíma í fyrra, enda hefur gengi evrunnar verið mjög hagstætt fyrir útflutning. Innlend eftir- spurn á svæðinu virðist þó einnig hafa tekið við sér ef marka má vöxt innflutnings, sem hefur aukist ívið meira að verðmæti. Þess ber þó að gæta að lækkun á gengi evrunnar blæs út verðmæti utanríkisviðskipta í evrum mælt og verðhækkun olíu hefur haft veruleg áhrif á verðmæti innflutnings. Verðlagsþróun á evrusvæðinu hefur verið hag- stæð sl. ár, þótt hækkun olíuverðs hafi haft töluverð áhrif. Verðbólga mæld sem 12 mánaða hækkun hinn- ar samræmdu vísitölu neysluverðs fór niður fyrir 1% um mitt síðasta ár, en lítið eitt yfir 2%, hina opinberu viðmiðun Seðlabanka Evrópu, í mars sl.. Án orkuliða hefur verðbólgan hins vegar haldist mjög lág eða u.þ.b. 1%. Það verður því vart annað sagt en vel hafi tekist til um varðveislu verðstöðugleika á evrusvæð- inu, þótt ytri aðstæður hafi tímabundið leitt til lítið eitt meiri verðbólgu en verðbólgumarkmið ECB seg- ir til um.6 Reynsla Íra, Finna o.fl. jaðarþjóða mun verða próf- steinn á aðlögunarhæfni einstakra landa Frá sjónarhóli Íslendinga er áhugavert að fylgjast með þróun mála í þeim löndum sem segja má að séu á jaðri Myntbandalagsins í efnahagslegu tilliti og bjuggu við mun meiri hagvöxt en svonefnd kjarnaríki við stofnun Myntbandalagsins. Einkum var staða Ír- lands og Finnlands áberandi frábrugðin kjarnaríkjun- um, en svipaða sögu má segja um Spán og Portúgal.7 Vegna mikils hagvaxtar bjuggu löndin við mun hærri skammtímavexti í aðdraganda stofnunar Myntbanda- lagsins og þurftu að lækka þá mjög ört við inngöngu í bandalagið, þótt flest efnahagsleg rök hafi hnigið að því að vexti héldust háir. Enn sem komið er virðist þetta þó hafa valdið minni röskun en ætla mátti.8 Verðbólga er töluvert meiri á Írlandi en í öðrum lönd- um Myntbandalagsins og fór yfir 5% á tímabilinu mars til maí. Verðbólga er einnig nokkru meiri á Spáni og í Portúgal. Í Finnlandi er verðbólga hins vegar heldur minni en að meðaltali í löndum mynt- bandalagsins, þrátt fyrir öflugan hagvöxt um nokk- urra ára skeið. Atvinnuleysi þar er hins vegar enn mikið þótt það hafi lækkað verulega frá kreppu- árunum í byrjun tíunda áratugarins. Verðbólgan á Írlandi vekur óhjákvæmilega spurn- ingar um hvort þar birtist sá vandi myntbandalagsins í hnotskurn sem orðið gæti því að fjörtjóni. Til þess að draga úr vexti innlendrar eftirspurnar hafa lönd sem eru í stöðu Írlands ekki önnur úrræði en aðhald í Verðlagsþróun á evrusvæðinu 1997-2000 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M 1997 1998 1999 2000 0.0 0.5 1.0 1.5 2.0 2.5 3.0 3.5 4.0 4.5 5.0 5.5 % EMU11 Þýskaland Frakkland Spánn Írland Mynd 5 12 mán. %-breyting samræmdrar neysluverðsvísitölu Heimild: Datastream. Vísbendingar um þróun efnahagsmála á evrusvæðinu 1997-2000 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M 1997 1998 1999 2000 0 5 10 15 20 25 30 -5 -10 % 8.0 8.5 9.0 9.5 10.0 10.5 11.0 11.5 12.0 % Iðnaðarframleiðsla* (vinstri ás) Atvinnuleysi (hægri ás) Útflutningur (vinstri ás) Mynd 4 *Árstíðarleiðrétt.Heimild: Datastream. 6. Verðbólgumarkmið ECB er að halda verðbólgu innan við 2% til lengri tíma litið. Að verðbólga fari tímabundið yfir markið er því ekki ósam- rýmanlegt verðbólgumarkmiðinu. Nokkur umræða hefur átt sér stað um hvort verðbólgumarkmið bankans sé nægilega vel skilgreint. Ýmsir telja að rétt væri að taka upp skýra viðmiðun við einhvern mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu, til þess að koma í veg fyrir að tímabundnar sveiflur í ytri skilyrðum, t.d. orkuverði, hafi óeðlilega mikil áhrif á peningastefnuna. 7. Staða Hollands er reyndar einnig mjög frábrugðin stöðu stóru ná- grannaríkjanna. Þjóðarbúskapur Hollendinga er hins vegar mjög ná- tengdur þeim, enda telst Holland í hópi kjarnaríkjanna. 8. Áköfustu gagnrýnendur myntbandalagsins telja þó að þróunin á fyrsta ári þess gefi ærin tilefni til þess að hafa áhyggjur og sýni glögglega veikleika þess. Sjá t.d. Feldstein, Martin: The European Central Bank and the Euro: The First Year, NBER Working Paper Series nr. 7517, febrúar 2000.

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.