Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 21

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 21
20 PENINGAMÁL 2000/3 verulega undir mitt sl. ár og verðmæti hans í evrum var á fyrri hluta yfirstandandi árs ríflega 20% meira en á sama tíma í fyrra, enda hefur gengi evrunnar verið mjög hagstætt fyrir útflutning. Innlend eftir- spurn á svæðinu virðist þó einnig hafa tekið við sér ef marka má vöxt innflutnings, sem hefur aukist ívið meira að verðmæti. Þess ber þó að gæta að lækkun á gengi evrunnar blæs út verðmæti utanríkisviðskipta í evrum mælt og verðhækkun olíu hefur haft veruleg áhrif á verðmæti innflutnings. Verðlagsþróun á evrusvæðinu hefur verið hag- stæð sl. ár, þótt hækkun olíuverðs hafi haft töluverð áhrif. Verðbólga mæld sem 12 mánaða hækkun hinn- ar samræmdu vísitölu neysluverðs fór niður fyrir 1% um mitt síðasta ár, en lítið eitt yfir 2%, hina opinberu viðmiðun Seðlabanka Evrópu, í mars sl.. Án orkuliða hefur verðbólgan hins vegar haldist mjög lág eða u.þ.b. 1%. Það verður því vart annað sagt en vel hafi tekist til um varðveislu verðstöðugleika á evrusvæð- inu, þótt ytri aðstæður hafi tímabundið leitt til lítið eitt meiri verðbólgu en verðbólgumarkmið ECB seg- ir til um.6 Reynsla Íra, Finna o.fl. jaðarþjóða mun verða próf- steinn á aðlögunarhæfni einstakra landa Frá sjónarhóli Íslendinga er áhugavert að fylgjast með þróun mála í þeim löndum sem segja má að séu á jaðri Myntbandalagsins í efnahagslegu tilliti og bjuggu við mun meiri hagvöxt en svonefnd kjarnaríki við stofnun Myntbandalagsins. Einkum var staða Ír- lands og Finnlands áberandi frábrugðin kjarnaríkjun- um, en svipaða sögu má segja um Spán og Portúgal.7 Vegna mikils hagvaxtar bjuggu löndin við mun hærri skammtímavexti í aðdraganda stofnunar Myntbanda- lagsins og þurftu að lækka þá mjög ört við inngöngu í bandalagið, þótt flest efnahagsleg rök hafi hnigið að því að vexti héldust háir. Enn sem komið er virðist þetta þó hafa valdið minni röskun en ætla mátti.8 Verðbólga er töluvert meiri á Írlandi en í öðrum lönd- um Myntbandalagsins og fór yfir 5% á tímabilinu mars til maí. Verðbólga er einnig nokkru meiri á Spáni og í Portúgal. Í Finnlandi er verðbólga hins vegar heldur minni en að meðaltali í löndum mynt- bandalagsins, þrátt fyrir öflugan hagvöxt um nokk- urra ára skeið. Atvinnuleysi þar er hins vegar enn mikið þótt það hafi lækkað verulega frá kreppu- árunum í byrjun tíunda áratugarins. Verðbólgan á Írlandi vekur óhjákvæmilega spurn- ingar um hvort þar birtist sá vandi myntbandalagsins í hnotskurn sem orðið gæti því að fjörtjóni. Til þess að draga úr vexti innlendrar eftirspurnar hafa lönd sem eru í stöðu Írlands ekki önnur úrræði en aðhald í Verðlagsþróun á evrusvæðinu 1997-2000 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M 1997 1998 1999 2000 0.0 0.5 1.0 1.5 2.0 2.5 3.0 3.5 4.0 4.5 5.0 5.5 % EMU11 Þýskaland Frakkland Spánn Írland Mynd 5 12 mán. %-breyting samræmdrar neysluverðsvísitölu Heimild: Datastream. Vísbendingar um þróun efnahagsmála á evrusvæðinu 1997-2000 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M 1997 1998 1999 2000 0 5 10 15 20 25 30 -5 -10 % 8.0 8.5 9.0 9.5 10.0 10.5 11.0 11.5 12.0 % Iðnaðarframleiðsla* (vinstri ás) Atvinnuleysi (hægri ás) Útflutningur (vinstri ás) Mynd 4 *Árstíðarleiðrétt.Heimild: Datastream. 6. Verðbólgumarkmið ECB er að halda verðbólgu innan við 2% til lengri tíma litið. Að verðbólga fari tímabundið yfir markið er því ekki ósam- rýmanlegt verðbólgumarkmiðinu. Nokkur umræða hefur átt sér stað um hvort verðbólgumarkmið bankans sé nægilega vel skilgreint. Ýmsir telja að rétt væri að taka upp skýra viðmiðun við einhvern mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu, til þess að koma í veg fyrir að tímabundnar sveiflur í ytri skilyrðum, t.d. orkuverði, hafi óeðlilega mikil áhrif á peningastefnuna. 7. Staða Hollands er reyndar einnig mjög frábrugðin stöðu stóru ná- grannaríkjanna. Þjóðarbúskapur Hollendinga er hins vegar mjög ná- tengdur þeim, enda telst Holland í hópi kjarnaríkjanna. 8. Áköfustu gagnrýnendur myntbandalagsins telja þó að þróunin á fyrsta ári þess gefi ærin tilefni til þess að hafa áhyggjur og sýni glögglega veikleika þess. Sjá t.d. Feldstein, Martin: The European Central Bank and the Euro: The First Year, NBER Working Paper Series nr. 7517, febrúar 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.