Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 2

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 2
PENINGAMÁL 2002/1 1 Verðbólga hefur reynst meiri og þrálátari á undan- förnum mánuðum en vonast hafði verið til. Mæld sem tólf mánaða hækkun neysluverðs fór verðbólga stigvaxandi á síðasta ári og varð 9,4% frá upphafi til loka þess. Verðbólga á fjórða ársfjórðungi var heldur meiri en Seðlabankinn spáði í nóvember síðast- liðnum en frávikið var þó vel innan skekkjumarka. Ársfjórðungslegar verðbólguspár hafa reynst of lágar allt síðan í febrúar á síðasta ári. Ástæðan er ekki síst sú að gengi krónunnar lækkaði nánast stöðugt frá miðju ári 2000 þar til snemma í desember 2001, en í spám bankans hefur jafnan verið reiknað með óbreyttu gengi frá spádegi til loka spátímabilsins. Rætur gengislækkunarinnar jafnt sem verðbólgunnar sjálfrar liggja hins vegar í þeirri ofþenslu eftirspurnar sem varð á árunum 1998 til 2000 og launahækkunum langt umfram vöxt framleiðni sem héldu áfram af fullum krafti 2001. Gengi krónunnar lækkaði í kjölfar 0,8% vaxta- lækkunar Seðlabankans 8. nóvember sl. og náði lág- marki 28. nóvember. Það var þá orðið tæplega 4½% lægra en miðað var við í verðbólguspánni sem bank- inn birti í nóvember sl. Góðar fréttir af utanríkis- viðskiptum og afkomu útflutningsgreina undir lok nóvember og síðar samkomulag aðila vinnumarkaðar um frestun á endurskoðun kjarasamninga sneru þróuninni hins vegar við. Við bættist síðan ákvörðun um auknar aflaheimildir og undir lok janúar var krónan nærri 8% sterkari en þegar hún náði lágmarki í nóvember. Mun betra jafnvægi hefur ríkt á gjald- eyrismarkaði undanfarnar vikur en lengst af á síðasta ári. Til marks um það er að óvænt 0,9% hækkun vísi- tölu neysluverðs í janúar olli ekki nema mjög tíma- bundinni ókyrrð. Styrking krónunnar undanfarnar vikur veldur því að verðbólguspáin sem birtist í þessu hefti Peningamála byggist á hærra gengi en miðað var við í síðustu spá og er það í fyrsta skipti síðan í maí árið 2000 sem gengisviðmiðun hefur hækkað þegar ný verðbólguspá er gerð. Sennilegt er að endurbætur sem gerðar hafa verið að undanförnu á mörkuðum sem Seðlabankinn vinn- ur á hafi leitt til betra jafnvægis og minni sveiflna á gjaldeyrismarkaði. Settur hefur verið á laggirnar millibankamarkaður með gjaldeyrisskiptasamninga og er þess vænst að hann stuðli að skilvirkari miðlun lauss fjár og marktækara vaxtarófi á millibanka- markaði. Einnig hefur bankinn átt viðskipti við við- skiptavaka á gjaldeyrismarkaði framhjá markaðnum vegna sérstakra og óvenjulegra tilefna. Þá hafa endurhverf viðskipti við Seðlabankann á undan- förnum misserum að fullu bætt úr þeim lausafjár- skorti sem orðið hefur vegna inngripa Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði og hækkunar bundinna inn- stæðna lánastofnana vegna bindiskyldu. Einstakar stofnanir eiga því að geta mætt lausafjárþörf innan núverandi kerfis án þess að til sértækra aðgerða komi af hálfu Seðlabankans. Eins og áður hefur komið fram í Peningamálum taldi Seðlabankinn að gengi krónunnar hefði verið orðið mun lægra en efnahagslegar aðstæður gáfu til- efni til. Í nóvember voru því forsendur fyrir tölu- verðri styrkingu þess. Sem fyrr segir snerist gengis- þróunin við í byrjun desember. Bankinn telur líkur á framhaldi þessarar þróunar á næstunni. Áætlanir benda til að viðskiptahallinn í ár verði jafnvel enn minni en spáð var í desember sl., eða á bilinu 4% til 4½% af landsframleiðslu. Þá benda kannanir bankans til að bankar, Landsvirkjun, sveitarfélög og Inngangur Vextir óbreyttir að sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.