Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 4

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 4
PENINGAMÁL 2002/1 3 Verðbólga jókst verulega á síðasta ári Verðbólga jókst töluvert á síðasta ári. Vísitala neyslu- verðs hækkaði um 9,4% frá upphafi til loka árs, og hafði tólf mánaða hækkun vísitölunnar ekki verið meiri frá því í ágúst 1990. Verðbólga milli áranna 2000 og 2001 var að meðaltali 6,7% sem er mesta meðalverðbólga frá árinu 1991. Eins og sést á mynd 1 hefur verðbólga aukist stöðugt síðan í mars á síðasta ári. Þessa aukningu má rekja til launahækkana umfram vöxt framleiðni á undanförnum misserum og gengislækkunar krónunnar frá því á miðju ári 2000. Launavísitalan sem Hagstofa Íslands reiknar hækkaði um 7,6% yfir árið 2000 og um 9,6% yfir árið 2001. Framleiðni, mæld sem aukning landsframleiðslu umfram vöxt vinnuafls, jókst hins vegar um 2,7% árið 2000 en aðeins um 1% árið 2001. Verð erlendra gjaldmiðla hækkaði um 17,3% yfir árið 2001 og var í lok ársins orðið 26,7% hærra en á miðju ári 2000. Bæði miklar launahækkanir og lækkun gengis krón- unnar eiga sér hins vegar rætur í þeirri ofþenslu og Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Forsendur styrkara gengis hafa batnað Verðbólga, mæld sem tólf mánaða hækkun neysluverðs, fór stigvaxandi á síðasta ári og var 9,4% frá upphafi til loka árs. Samkomulag aðila vinnumarkaðarins í desember dró úr líkum á víxlhækkun launa og verðlags og stuðlaði að hækkun á gengi krónunnar. Meðal annars af þeim sökum hafa horfur um verðbólgu á þessu ári batnað og spáir bankinn nú um 3% verðbólgu yfir árið þrátt fyrir mikla hækkun vísitölu neysluverðs í byrjun þessa árs. Verðlagsviðmiðun aðila vinnumarkaðar í maí næst þó sennilega ekki nema til komi frekari hækkun á gengi krónunnar eða ef sértækar aðgerðir í verðlagsmálum skila nægilegum árangri. Forsendur fyrir hærra gengi hafa hins vegar styrkst umtalsvert þar sem viðskipta- halli minnkar hraðar en áður var reiknað með og kannanir benda til að fjármögnun hans gangi auðveldlega fyrir sig í ár, án atbeina ríkissjóðs eða Seðlabankans. Þá hefur verið mikill kraftur í út- flutningsstarfsemi og afkoma fyrirtækja á hlutabréfamarkaði hefur batnað. Velta í greinum sem fram- leiða fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkað er hins vegar byrjuð að dragast saman og endurspeglar það bætt innra og ytra jafnvægi þjóðarbúsins. Frekari hækkun gengisins eða meiri slökun spennu í þjóðarbúinu virðist hins vegar nauðsynleg til að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á spátímabil- inu því ætla má að verðbólga verði að óbreyttu í kringum 3% á árinu 2003. Styrkist ekki á næstunni for- sendur þess að verðbólgumarkmið bankans náist mun það dragast lengur en ella að hægt verði að slaka frekar á aðhaldi í peningamálum. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 25. janúar 2002. Mynd 1 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N J 1998 1999 2000 2001 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 % Verðbólguþróun 1998-2002 12 mánaða breytingar Helstu viðskiptalönd Íslands Ísland: Samræmd vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofa Íslands. Ísland: Neysluverðsvísitala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.