Peningamál - 01.02.2002, Page 4

Peningamál - 01.02.2002, Page 4
PENINGAMÁL 2002/1 3 Verðbólga jókst verulega á síðasta ári Verðbólga jókst töluvert á síðasta ári. Vísitala neyslu- verðs hækkaði um 9,4% frá upphafi til loka árs, og hafði tólf mánaða hækkun vísitölunnar ekki verið meiri frá því í ágúst 1990. Verðbólga milli áranna 2000 og 2001 var að meðaltali 6,7% sem er mesta meðalverðbólga frá árinu 1991. Eins og sést á mynd 1 hefur verðbólga aukist stöðugt síðan í mars á síðasta ári. Þessa aukningu má rekja til launahækkana umfram vöxt framleiðni á undanförnum misserum og gengislækkunar krónunnar frá því á miðju ári 2000. Launavísitalan sem Hagstofa Íslands reiknar hækkaði um 7,6% yfir árið 2000 og um 9,6% yfir árið 2001. Framleiðni, mæld sem aukning landsframleiðslu umfram vöxt vinnuafls, jókst hins vegar um 2,7% árið 2000 en aðeins um 1% árið 2001. Verð erlendra gjaldmiðla hækkaði um 17,3% yfir árið 2001 og var í lok ársins orðið 26,7% hærra en á miðju ári 2000. Bæði miklar launahækkanir og lækkun gengis krón- unnar eiga sér hins vegar rætur í þeirri ofþenslu og Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Forsendur styrkara gengis hafa batnað Verðbólga, mæld sem tólf mánaða hækkun neysluverðs, fór stigvaxandi á síðasta ári og var 9,4% frá upphafi til loka árs. Samkomulag aðila vinnumarkaðarins í desember dró úr líkum á víxlhækkun launa og verðlags og stuðlaði að hækkun á gengi krónunnar. Meðal annars af þeim sökum hafa horfur um verðbólgu á þessu ári batnað og spáir bankinn nú um 3% verðbólgu yfir árið þrátt fyrir mikla hækkun vísitölu neysluverðs í byrjun þessa árs. Verðlagsviðmiðun aðila vinnumarkaðar í maí næst þó sennilega ekki nema til komi frekari hækkun á gengi krónunnar eða ef sértækar aðgerðir í verðlagsmálum skila nægilegum árangri. Forsendur fyrir hærra gengi hafa hins vegar styrkst umtalsvert þar sem viðskipta- halli minnkar hraðar en áður var reiknað með og kannanir benda til að fjármögnun hans gangi auðveldlega fyrir sig í ár, án atbeina ríkissjóðs eða Seðlabankans. Þá hefur verið mikill kraftur í út- flutningsstarfsemi og afkoma fyrirtækja á hlutabréfamarkaði hefur batnað. Velta í greinum sem fram- leiða fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkað er hins vegar byrjuð að dragast saman og endurspeglar það bætt innra og ytra jafnvægi þjóðarbúsins. Frekari hækkun gengisins eða meiri slökun spennu í þjóðarbúinu virðist hins vegar nauðsynleg til að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á spátímabil- inu því ætla má að verðbólga verði að óbreyttu í kringum 3% á árinu 2003. Styrkist ekki á næstunni for- sendur þess að verðbólgumarkmið bankans náist mun það dragast lengur en ella að hægt verði að slaka frekar á aðhaldi í peningamálum. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 25. janúar 2002. Mynd 1 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N J 1998 1999 2000 2001 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 % Verðbólguþróun 1998-2002 12 mánaða breytingar Helstu viðskiptalönd Íslands Ísland: Samræmd vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofa Íslands. Ísland: Neysluverðsvísitala

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.