Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 49

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 49
Til fjöldauppsagna hefur t.d. komið hjá flugfélögum og í hótelrekstri, sem beinlínis má rekja til atburð- anna. Enn berast fréttir um að umtalsverðar fjölda- uppsagnir séu framundan, t.d. í bílaiðnaðinum. Þess ber að gæta að atvinna og atvinnuleysi er tafin vís- bending um ástand efnahagsmála. Eftir samdráttar- skeiðið sem stóð frá þriðja ársfjórðungi árið 1990 til fyrsta ársfjórðungs árið 1991 náði atvinnuleysi t.d. hámarki um mitt árið 1992. Hagvöxtur í Evrópu staðnaði á sl. ári... Fyrst eftir að merki um efnahagslægð gerðu vart við sig í Bandaríkjunum voru bundnar vonir við að þróunin þar myndi ekki hafa mikil áhrif í Evrópu. Bent var á að evrusvæðið væri sjálfri sér næg efna- hagseining og að útflutningur þaðan til Banda- ríkjanna næmi innan við 3% af landsframleiðslu svæðisins. Jafnvel var talið að Evrópa gæti gegnt hlutverki nokkurs konar dráttarvagns heimsbúskap- arins meðan samdráttur gengi yfir Bandaríkin (sem virðist reyndar í mótsögn við fyrrnefnda sjónar- miðið). Þessar vonir reyndust byggðar á tálsýn. Þróunin undirstrikar að miðlun hagsveiflunnar á milli landa á sér aðeins stað að hluta til fyrir tilstilli beinna við- skipta. Fjármálamarkaðir gegna ekki síður lykilhlut- verki. Auk þess varð efnahagur Evrópu ekki aðeins fyrir sömu áföllum og Bandaríkin, heldur að sumu leyti í meiri mæli. Afturkippurinn í hátæknigeiranum snart ýmis evrulönd ekki síður en Bandaríkin. Sama má segja um ýmis mikilvæg viðskiptalönd evru- svæðisins í Asíu, sem urðu fyrir enn meiri skelli en Bandaríkin. Evrulöndin eru háðari orkuinnflutningi en Bandaríkin og til viðbótar varð landbúnaður svæðisins fyrir áföllum. Eigi að síður hefur afturkippurinn í hagvexti verið minni, sem e.t.v. má fyrst og fremst rekja til þess að þjóðarbúskapur evrusvæðisins var í betra jafnvægi fyrir, vægi hlutabréfafjármögnunar er þar minna, hlutabréfaeign hlutfallslega minni og hag- vöxtur ekki í jafn miklum mæli sprottinn af örum vexti og fjárfestingu í hátæknigeiranum. Á þriðja fjórðungi sl. árs mældist enn hagvöxtur á evru- svæðinu. Fjárfesting hefur dregist nokkuð saman, en minna en í Bandaríkjunum. Mest munar þó um að út- flutningur evrusvæðisins hefur staðist efnahags- lægðina betur, sem þakka má lágu gengi evrunnar. 48 PENINGAMÁL 2002/1 Mynd 10 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 2001 80 85 90 95 100 105 110 115 120 125 1995=100 Iðnaðarframleiðsla á evrusvæðinu 1985-2001 Heimild: EcoWin. Árstíðarleiðréttar, mánaðarlegar tölur Mynd 9 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 0 1 2 3 4 5 6 7 -1 -2 -3 % Hagvöxtur á evrusvæðinu 1991:IV - 2001:III Heimild: EcoWin. Breyting milli ársfjórðunga á árskvarða Mynd 8 1980 82 84 86 88 90 92 94 96 98 00 01 0 200 400 600 800 1.000 -200 -400 -600 % Atvinnusköpun í bandaríska einkageiranum 1980-2001 Heimild: Economy.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.