Peningamál - 01.02.2002, Side 49

Peningamál - 01.02.2002, Side 49
Til fjöldauppsagna hefur t.d. komið hjá flugfélögum og í hótelrekstri, sem beinlínis má rekja til atburð- anna. Enn berast fréttir um að umtalsverðar fjölda- uppsagnir séu framundan, t.d. í bílaiðnaðinum. Þess ber að gæta að atvinna og atvinnuleysi er tafin vís- bending um ástand efnahagsmála. Eftir samdráttar- skeiðið sem stóð frá þriðja ársfjórðungi árið 1990 til fyrsta ársfjórðungs árið 1991 náði atvinnuleysi t.d. hámarki um mitt árið 1992. Hagvöxtur í Evrópu staðnaði á sl. ári... Fyrst eftir að merki um efnahagslægð gerðu vart við sig í Bandaríkjunum voru bundnar vonir við að þróunin þar myndi ekki hafa mikil áhrif í Evrópu. Bent var á að evrusvæðið væri sjálfri sér næg efna- hagseining og að útflutningur þaðan til Banda- ríkjanna næmi innan við 3% af landsframleiðslu svæðisins. Jafnvel var talið að Evrópa gæti gegnt hlutverki nokkurs konar dráttarvagns heimsbúskap- arins meðan samdráttur gengi yfir Bandaríkin (sem virðist reyndar í mótsögn við fyrrnefnda sjónar- miðið). Þessar vonir reyndust byggðar á tálsýn. Þróunin undirstrikar að miðlun hagsveiflunnar á milli landa á sér aðeins stað að hluta til fyrir tilstilli beinna við- skipta. Fjármálamarkaðir gegna ekki síður lykilhlut- verki. Auk þess varð efnahagur Evrópu ekki aðeins fyrir sömu áföllum og Bandaríkin, heldur að sumu leyti í meiri mæli. Afturkippurinn í hátæknigeiranum snart ýmis evrulönd ekki síður en Bandaríkin. Sama má segja um ýmis mikilvæg viðskiptalönd evru- svæðisins í Asíu, sem urðu fyrir enn meiri skelli en Bandaríkin. Evrulöndin eru háðari orkuinnflutningi en Bandaríkin og til viðbótar varð landbúnaður svæðisins fyrir áföllum. Eigi að síður hefur afturkippurinn í hagvexti verið minni, sem e.t.v. má fyrst og fremst rekja til þess að þjóðarbúskapur evrusvæðisins var í betra jafnvægi fyrir, vægi hlutabréfafjármögnunar er þar minna, hlutabréfaeign hlutfallslega minni og hag- vöxtur ekki í jafn miklum mæli sprottinn af örum vexti og fjárfestingu í hátæknigeiranum. Á þriðja fjórðungi sl. árs mældist enn hagvöxtur á evru- svæðinu. Fjárfesting hefur dregist nokkuð saman, en minna en í Bandaríkjunum. Mest munar þó um að út- flutningur evrusvæðisins hefur staðist efnahags- lægðina betur, sem þakka má lágu gengi evrunnar. 48 PENINGAMÁL 2002/1 Mynd 10 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 2001 80 85 90 95 100 105 110 115 120 125 1995=100 Iðnaðarframleiðsla á evrusvæðinu 1985-2001 Heimild: EcoWin. Árstíðarleiðréttar, mánaðarlegar tölur Mynd 9 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 0 1 2 3 4 5 6 7 -1 -2 -3 % Hagvöxtur á evrusvæðinu 1991:IV - 2001:III Heimild: EcoWin. Breyting milli ársfjórðunga á árskvarða Mynd 8 1980 82 84 86 88 90 92 94 96 98 00 01 0 200 400 600 800 1.000 -200 -400 -600 % Atvinnusköpun í bandaríska einkageiranum 1980-2001 Heimild: Economy.com.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.