Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 51

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 51
bankans (markmið um vexti á millibankamarkaði – federal funds rate) komnir niður í 1,75%, sem eru lægstu millibankavextir í 40 ár. Höfðu vextirnir þá lækkað um samtals 4,75% á árinu, í 11 áföngum. Raunvextir eru þar með orðnir nálægt núlli, eða jafn- vel neikvæðir. Þessi hrina vaxtalækkana átti sér stað mjög tímanlega í samanburði við fyrri samdráttar- skeið. Í kjölfar samdráttarins fyrir áratug voru vext- irnir t.d. mun hærri. Um mitt ár 1990, áður en banda- ríski seðlabankinn hóf að lækka vexti, voru stýri- vextir bankans 8% og tóku ekki að lækka verulega fyrr en samdrátturinn var um garð genginn. Hægari lækkun vaxta síðast þegar samdráttur varð í banda- rísku efnahagslífi má rekja til meiri verðbólgu þá, en hún var 6,3% í árslok 1990. Seðlabanki Evrópu (ECB) hefur oft verið gagn- rýndur fyrir að ganga ekki jafn vasklega til verks í vaxtalækkunum og bandaríski seðlabankinn. Frá því í maí hafa vextir bankans í endurhverfum viðskiptum verið lækkaðir fjórum sinnum, úr 4,75% í 3,25%, eða um 1½%. Hér skal ekki fullyrt hvað hæft er í gagn- rýni á vaxtastefnu bankans, en draga má þá ályktun af fyrstu yfirlýsingum bankans að hann, eins og margir aðrir, hafi e.t.v. vanmetið alþjóðlegt eðli sam- dráttarins og um of einblínt á miðlun samdráttar í Bandaríkjunum í gegnum bein utanríkisviðskipti. Á hinn bóginn er ástæða til að hafa í huga að aðstæður í Evrópu eru að mörgu leyti frábrugðnar. Í fyrsta lagi er afturkippurinn í Evrópu í heild minni en í Banda- ríkjunum, sbr. framangreint. Í öðru lagi var aðhald peningastefnunnar ekki eins mikið í upphafi og því ekki þörf á að vinda ofan af því aðhaldi með skjótum hætti. Í þriðja lagi hefur gengi evrunnar verið mjög lágt, sem vinnur á móti peningalegu aðhaldi, auk þess sem frekari gengislækkun, sem of mikil lækkun vaxta gæti stuðlað að, er óæskileg. Í fjórða lagi hefur vaxtalækkun verið talin hafa meiri áhrif í Evrópu, því að bankar gegna þar stærra hlutverki í fjármála- kerfinu. Að sumu leyti stendur Evrópa sterkar að vígi þegar möguleikar á skjótum efnahagsbata eru metnir. Offjárfesting varð þar ekki jafn mikil, utanríkisvið- skipti í betra jafnvægi, samkeppnisstaða hagstæðari, heimilin ekki jafn skuldug og fjárhagur þeirra ekki jafn næmur fyrir sviptingum á verðbréfamörkuðum.6 Þessar aðstæður gætu stuðlað að því að viðbrögð við vaxtalækkunum, þótt þær séu minni, verði sterkari en í Bandaríkjunum. Einnig hefur verið gripið til aðgerða í ríkisfjármálum Að því leyti standa Bandaríkin betur að vígi en önnur helstu efnahagsveldi heims, að svigrúm þeirra til að beita ríkisfjármálum til þess að örva hagvöxt er lík- lega meira. Jafnvel þótt aðildarlönd EMU hafi náð verulegum árangri við að bæta stöðuna í ríkisfjár- málum eru opinberar skuldir margra aðildarlanda enn of miklar til þess að ráðlegt sé að beita markvissum örvunaraðgerðum. Hagvaxtar- og stöðugleikasátt- málinn setur að auki strangar skorður við halla- myndun aðildarlanda EMU. Hins vegar kann umfang sjálfvirkrar sveiflujöfnunar að vera meira í Evrópu en 50 PENINGAMÁL 2002/1 Mynd 13 1984 86 88 90 92 94 96 98 00 02* 0 1 2 3 -1 -2 -3 -4 -5 -6 -7 -8 % af VLF Jöfnuður hins opinbera á evrusvæðinu, í Japan og Bandaríkjunum 1984-2002 * Spá. Heimildir: OECD, EcoWin. Bandaríkin Japan Evru- svæðið Mynd 12 1999 2000 2001 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 % Stýrivextir seðlabanka Bandaríkjanna og Evrópu 4. janúar 1999 - 25. janúar 2002 Heimild: EcoWin. Seðlabanki Bandaríkjanna Seðlabanki Evrópu 6. Skuldir heimilanna hafa þó einnig aukist mjög í Evrópu, en mismikið. Í Þýskalandi er hlutfall skulda heimilanna af ráðstöfunartekjum orðið hærra en í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.