Peningamál - 01.02.2002, Page 51

Peningamál - 01.02.2002, Page 51
bankans (markmið um vexti á millibankamarkaði – federal funds rate) komnir niður í 1,75%, sem eru lægstu millibankavextir í 40 ár. Höfðu vextirnir þá lækkað um samtals 4,75% á árinu, í 11 áföngum. Raunvextir eru þar með orðnir nálægt núlli, eða jafn- vel neikvæðir. Þessi hrina vaxtalækkana átti sér stað mjög tímanlega í samanburði við fyrri samdráttar- skeið. Í kjölfar samdráttarins fyrir áratug voru vext- irnir t.d. mun hærri. Um mitt ár 1990, áður en banda- ríski seðlabankinn hóf að lækka vexti, voru stýri- vextir bankans 8% og tóku ekki að lækka verulega fyrr en samdrátturinn var um garð genginn. Hægari lækkun vaxta síðast þegar samdráttur varð í banda- rísku efnahagslífi má rekja til meiri verðbólgu þá, en hún var 6,3% í árslok 1990. Seðlabanki Evrópu (ECB) hefur oft verið gagn- rýndur fyrir að ganga ekki jafn vasklega til verks í vaxtalækkunum og bandaríski seðlabankinn. Frá því í maí hafa vextir bankans í endurhverfum viðskiptum verið lækkaðir fjórum sinnum, úr 4,75% í 3,25%, eða um 1½%. Hér skal ekki fullyrt hvað hæft er í gagn- rýni á vaxtastefnu bankans, en draga má þá ályktun af fyrstu yfirlýsingum bankans að hann, eins og margir aðrir, hafi e.t.v. vanmetið alþjóðlegt eðli sam- dráttarins og um of einblínt á miðlun samdráttar í Bandaríkjunum í gegnum bein utanríkisviðskipti. Á hinn bóginn er ástæða til að hafa í huga að aðstæður í Evrópu eru að mörgu leyti frábrugðnar. Í fyrsta lagi er afturkippurinn í Evrópu í heild minni en í Banda- ríkjunum, sbr. framangreint. Í öðru lagi var aðhald peningastefnunnar ekki eins mikið í upphafi og því ekki þörf á að vinda ofan af því aðhaldi með skjótum hætti. Í þriðja lagi hefur gengi evrunnar verið mjög lágt, sem vinnur á móti peningalegu aðhaldi, auk þess sem frekari gengislækkun, sem of mikil lækkun vaxta gæti stuðlað að, er óæskileg. Í fjórða lagi hefur vaxtalækkun verið talin hafa meiri áhrif í Evrópu, því að bankar gegna þar stærra hlutverki í fjármála- kerfinu. Að sumu leyti stendur Evrópa sterkar að vígi þegar möguleikar á skjótum efnahagsbata eru metnir. Offjárfesting varð þar ekki jafn mikil, utanríkisvið- skipti í betra jafnvægi, samkeppnisstaða hagstæðari, heimilin ekki jafn skuldug og fjárhagur þeirra ekki jafn næmur fyrir sviptingum á verðbréfamörkuðum.6 Þessar aðstæður gætu stuðlað að því að viðbrögð við vaxtalækkunum, þótt þær séu minni, verði sterkari en í Bandaríkjunum. Einnig hefur verið gripið til aðgerða í ríkisfjármálum Að því leyti standa Bandaríkin betur að vígi en önnur helstu efnahagsveldi heims, að svigrúm þeirra til að beita ríkisfjármálum til þess að örva hagvöxt er lík- lega meira. Jafnvel þótt aðildarlönd EMU hafi náð verulegum árangri við að bæta stöðuna í ríkisfjár- málum eru opinberar skuldir margra aðildarlanda enn of miklar til þess að ráðlegt sé að beita markvissum örvunaraðgerðum. Hagvaxtar- og stöðugleikasátt- málinn setur að auki strangar skorður við halla- myndun aðildarlanda EMU. Hins vegar kann umfang sjálfvirkrar sveiflujöfnunar að vera meira í Evrópu en 50 PENINGAMÁL 2002/1 Mynd 13 1984 86 88 90 92 94 96 98 00 02* 0 1 2 3 -1 -2 -3 -4 -5 -6 -7 -8 % af VLF Jöfnuður hins opinbera á evrusvæðinu, í Japan og Bandaríkjunum 1984-2002 * Spá. Heimildir: OECD, EcoWin. Bandaríkin Japan Evru- svæðið Mynd 12 1999 2000 2001 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 % Stýrivextir seðlabanka Bandaríkjanna og Evrópu 4. janúar 1999 - 25. janúar 2002 Heimild: EcoWin. Seðlabanki Bandaríkjanna Seðlabanki Evrópu 6. Skuldir heimilanna hafa þó einnig aukist mjög í Evrópu, en mismikið. Í Þýskalandi er hlutfall skulda heimilanna af ráðstöfunartekjum orðið hærra en í Bandaríkjunum.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.