Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 15

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 15 Þó þarf að hafa varann á við túlkun fólgna framvirka vaxtafer- ilsins um þessar mundir vegna þess að nýlegar útgáfur erlendra aðila á skuldabréfum í krónum, eða öllu heldur eftirspurn eftir innlendum skulda bréfum sem af þeim leiðir, hefur hliðrað vöxtum óverðtryggðra styttri ríkisverðbréfa niður á við en jafnframt aukið eftirspurn eftir innlánum á millibankamarkaði en íslenskir bankar sem eru mót aðilar útgefenda bréfanna nota bæði óverðtryggð ríkisskuldabréf og milli- bankamarkaðinn til að verja stöður sínar. Þessi aukna eftirspurn hef ur þrýst niður millibankavöxtum, sérstaklega á lengri hluta þess mark- aðar, þ.e. innlána til u.þ.b. árslengdar.3 Af þessum sökum er lík legt að fólgni framvirki vaxtaferillinn endurspegli ekki nægilega vel vænt ingar markaðsaðila um þróun stýrivaxta á næstu misserum. Væntingar greiningaraðila um þróun stýrivaxta næstu tvö árin virðast styðja þessa ályktun (sjá svör þeirra í rammagrein VIII-1). Þeir gera að meðaltali ráð fyrir að stýrivextir nái hámarki í tæplega 12% um mitt næsta ár sem er töluvert hærra vaxtastig en lesa má út úr fólgnum framvirkum vöxtum, auk þess sem þeir gera ráð fyrir að stýrivextir muni lækka töluvert hægar og verði rúmlega 11% eftir eitt ár en verði komnir niður í tæplega 8% eftir tvö ár.4 Þetta eru verulega hærri vextir en þessir sömu aðilar bjuggust við í september í könnun sem birt var í Peningamálum 2005/3, en þá gerðu þeir ráð fyrir rúm- lega 9% vöxtum eftir eitt ár og um 7,5% eftir tvö ár. Ólíkt því sem lesa má út úr fólgnum framvirkum vöxtum virðast því vaxtahækkun Seðlabankans í september og boðskapur bankans í Peningamálum þá hafa haft töluverð áhrif á væntingar greiningaraðila um þróun stýri- vaxta á næstu tveimur árum. Vaxtahækkunin í september skilaði sér að fullu í hækkun raunstýrivaxta... Frá því að Seðlabankinn hóf að hækka vexti í maí 2004 hefur það dreg ið verulega úr virkni stýrivaxta hve verðbólguvæntingar hafa hækk að. Frá síðari helmingi ársins 2004 hafa þær lengst af verið í námunda við 4%. Þær hafa hins vegar ekki hækkað í kjölfar þess að verð bólga jókst á haustmánuðum nema hjá einstaklingum sem um mán aðamótin október/nóvember væntu meiri verðbólgu á næstu tólf mánuðum en þeir gerðu í júlí.5 Hækkun stýrivaxta í september um 0,75 prósentur skilaði sér því að fullu sem hækkun raunstýrivaxta, en hækkun raunstýrivaxta er forsenda þess að áhrifa aukins aðhalds pen- ingastefnunnar gæti um verðtryggða vaxtarófið. 3. Ítarlega umfjöllun um skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í krónum er að finna í grein Þorvarðar Tjörva Ólafssonar í þessu hefti Peningamála. 4. Eins og vikið er að í rammagrein VIII-1 sker einn greiningaraðili sig nokkuð úr í mati sínu á þróun stýrivaxta næstu tvö árin. Telur hann að vextirnir nái hámarki fljótlega við mun lægra vaxtastig en aðrir svarendur í könnuninni og að þeir komi síðan til með að lækka tiltölulega hratt í kjölfarið og verði lægri í árslok 2007 en lesa má út úr fólgnu framvirku vöxtunum. 5. Verðbólguvæntingar almennings fylgja mjög vitund þeirra um liðna verðbólgu og ættu því að lækka á ný á næstu mánuðum haldi verðbólgan áfram að hjaðna. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd III-4 Stýrivextir Seðlabankans samkvæmt framvirkum vöxtum og spá greiningaraðila september 2005 - desember 2007 7 8 9 10 11 12 200720062005 Spá greiningaraðila Framvirkir vextir % % Mynd III-5 Raunstýrivextir Vikulegar tölur 8. janúar 1997- 8. nóvember 2005 Verðbólguvæntingar almennings Verðbólguspár sérfræðinga á markaði Verðbólguálag ríkisbréfa til átta ára Verðbólguálag ríkisbréfa til tveggja ára Verðbólguvæntingar almennings til næstu tólf mánaða voru kannaðar um mánaðarmót ágúst og september og um mánaðarmót október og nóvember, fyrra gildi verðbólguspár sérfræðinga á markaði miðar við tólf mánaða verðbólgu til loka árs 2006, seinna gildi miðar við verð- bólgu næstu tólf mánuði. Heimild: Seðlabanki Íslands. Raunstýrivextir miðað við: 0 1 2 3 4 5 6 7 8 200520042003200220012000199919981997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.