Glóðafeykir - 01.11.1973, Qupperneq 12
12
GLÓÐAFEYKIR
Launagreiðslu r:
Um sl. áramót voru fastráðnir starfsmenn 145 og hafði fjölgað um
24 á árinu. Alls tóku 730 rnanns laun hjá félaginu á sl. ári. Launa-
greiðslur kaupfélagsins og fyrirtækja þess námu kr. 89.6 millj., en
þegar launaskattar eru teknir með, eru heildargreiðslur kaupfélags-
ins vegna launa rúmlega 100 milljónir króna. Launagreiðslur hafa
á síðasta ári hækkað um rösklega 46%.
Fjárfestingar:
Mjög miklar fjárfestingar urðu hjá kaupfélaginu á sl. ári, en verða
þó margfalt meiri á þessu ári. Bygging á sláturhúsi stendur yfir.
Byggt var sprautuverkstæði \ ið bifreiðaverkstæðið, keyptur var vöru
lyftari og mokstursvél, ein sendibifreið bættist við, nýr gufuketill
var keyptur fyrir mjólkursamlagið, fyrir utan aukningu á tækjakosti
fyrir bifreiða- og vélaverkstæðið, áhöld og innréttingar. Alls var
varið til fjárfestinga á árinu 23.9 millj.
Fasteignir:
Fasteignir og lóðir K. S. voru bókfærðar í árslok á 103.8 millj. en
bifreiðar, vélar og áhöld á um 18 millj. Eigið fé kaupfélagsins er um
áramótin 135.6 millj., eða um 27% af niðurstöðum eignareiknings.
Sauðfjárslátrun:
Á sl. hausti slátraði K. S. á þremur stöðum, eins og haustið á und-
an, þ. e. a. s. á Sauðárkróki, Hofsósi og Haganesvík. Alls var slátrað
45.546 kindum, sem er 2.151 kind fleira en haustið á undan. Meðal-
þungi dilka varð á öllum húsunum 15.239 kg og hafði hækkað urn
454 gr. frá árinu á undan. Heildarkjiitinnlegg varð 710 tonn. Að
auki var slátrað tæplega 500 nautgripum og um 170 folöldum og
hrossum. Endanlegt verð til innleggjenda varð töluvert hærra en
verðlagsgrundvöllur gerði ráð fyrir. Á árinu greiddi kaupfélagið til
bænda fyrir aðrar afurðir en mjólk kr. 116.7 millj.
Rekstrarafkoman 1972:
Þrátt fyrir gífurlega aukinn tilkostnað, má þegar á heildina er
litið, telja að rekstrarafkoman sé mjög góð.
Heildarafskriftir af húseienum, vélum, áhöldum 02' bifreiðum
O ’ 7 o