Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 13
GLÓÐAFEYKIR
13
Nýbygging fjóss í Vallholti ytra.
eru rúmar 13 millj. Reikningsuppgjör ársins sýndi hagnað að upp-
hæð kr. 9.1 millj., og ráðstafaði aðalfundur félagsins þeirri upphæð
þannig, að í varasjóð var lagt 2.6 millj., 6.2 millj. eru endurgreiddar
til félagsmanna í hlutfalli \ið viðskipti þeirra við félagið, en það
er 6% af allri ágóðaskyldri vöruúttekt, eða eins mikil endurgreiðsla
og lög leyfa. í Menningarsjóð K. S. var lagt 250 þtis. og eftirstöðvar
yfirfærðar til næsta árs.
Stjóm félagsins:
Úr stjórn félgsins áttu að ganga, Jóhann Salberg Guðmundsson,
Sauðárkróki, og Marinó Sigurðsson, Álfgeirsvöllum, en voru báðir
endurkjörnir. Fyrir í stjórninni voru Tobías Sigurjónsson, Geld-
íngaholti, Gísli Magnússon, Eyhildarholti, Jón Eiríksson, Djúpadal,
Þorsteinn Hjálmarsson, Hofsósi og Stefán Gestsson, Arnarstöðum.
Varamenn í stjórn voru kjörnir Gunnar Oddsson, Flatatungu og
Magnús H. Gíslason, Frostastöðum. Endurskoðendur félagsins voru
kjörnir Vésteinn Vésteinsson, Hofstaðaseli og Sigmundur (riið-
mundsson, Sauðárkróki. í stað Árna Gíslasonar, Eyhildarholti, er
eigi gaf kost á sér til endurkjörs.
Sauðárkróki, 17. maí 1973.
H. R. Tr.