Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 15

Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 15
GLÓÐAFEYKIR 15 Halldór Gíslason og Guðrún Sigurðardóttir, Halldórsstöðum, i Staðarrétt, ásamt aðstoðarfólki. launagreiðslur kaupfélagsins og Fiskiðjunnar rúmlega 100 millj. króna, hækkun frá síðasta ári rösklega 46%. Heildarvelta. Sala á erlendum vörum og þjónustu nam á árinu 1972 rösklega 344.3 millj. kr. og hafði aukizt frá fyrra ári um 60.9 millj. eða 21.5%. Sala búvara nam 308.6 millj. kr. og hafði aukizt frá árinu áður um 35.6 millj. eða rúmlega 13%. Sala Fiskiðjunnar var 56.5 millj. Varð því heildarvelta kaupfélagsins og Fiskiðjunnar 709.5 millj. kr. alls og hafði hækkað um 105 millj. tæpar frá árinu á undan. Fjárfestingar. Fjárfestingar voru miklar á síðasta ári. Þá hófst bygging hins nýja og fullkomna sláturhúss og voru bókfærðar fjárfestingar þess 16.1 millj. kr,, en raunverulega var búið að verja til þess miklu meira fé, sem fært hefur verið til skuldar á viðskiptareikninga þeirra aðila, sem eru að vinna að ýmsum þáttum þessarar framkvæmdar, svo sem við færibrautakerfi, múrverk, ókomnar vörur, sem búið er að greiða upp í og fleira.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.