Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 20
20
GLÓÐAFEYKIR
Gisli Magnússon i Eyhildarholti, stjórnarformaður K. S., og Helgi Rafn Trausta-
son kaupfélagsstjóri, á fyrsta degi slátrunar i nýja sláturhúsinu.
aukizt um 210 tonn. Sala félagsins á áburði varð alls 3.647 tonn, og
hafði hækkað um 141 tonn frá fyrra ári.
Nýja sláturhusið.
Allar horfur eru á því, að sláturhúsið verði að mestu fullbúið nú
á þessu hausti. Stefnt verður að því að ljúka við húsið að utan og
koma stórgripasláturhúsinu það áleiðis, að hægt verði að slátra í því
í haust.
I nýju sláturhúsunum er kjötið vigtað inn rennblautt, því að eitt
hið síðasta, sem gert er áður en kjötið er vigtað, er að þvo það. Kjötið
er því ekki látið hanga og setjast að því, svo sem gert hefur verið.
Þetta þýðir það, að í þessum nýju húsurn er kjötþunginn lækkaður
um 2% vegna vatnsrýrnunar, og geri ég ráð fyrir að sami háttur
verði á hafður hér.
Staða kaupfélagsins út á við.
Staða kaupfélagsins út á við má teljast mjög góð. Að vísu hefur
innstæða félagsins hjá Sambandinu og fyrirtækjum þess lækkað um
24 millj. kr. á árinu. Hins vegar hafa bankainnstæður hækkað um