Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 22

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 22
99 GLÓÐAFEYKIR 25 ára starfsafmæli Jón Stefánsson er fæddur á Hjalta- stöðum í Blönduhlíð 28. apríl 1923, son- ur Stefáns bónda þar Vagnssonar og konu hans Helgu Jónsdóttur frá Flugumýri. Fluttist með foreldrum sínum til Sauðár- króks 1941, stundaði ýmsa vinnu og þó fyrst og fremst akstur bifreiða. Réðst til Kaupfélags Skagfirðinga 1. maí 1948 og hefur starfað óslitið síðan á Bifreiða- og vélaverkstæði félagsins, verkstæðisfor- maður mörg hin síðari árin. Kona Jóns er Petra Gísladóttir. Eiga þau tvö börn, son og dóttur. G. M. [ * * M i/ f f Jón Stefánsson. Síðasta vísan í síðasta (13.) hefti Glóðafeykis er vísnaþáttur eftir Jóhann Ólafs- son frá Miðhúsum. Síðasta vísan er svona: Er við sáttur ævikjör, úti brátt er glíma. Dvínar máttur, dofnar fjör, dregur að háttatíma. Jóhann lézt þann 30. september 1972, meðan heftið með vísna- þættinum var í prentun. G. M.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.